Header Paragraph

Hvað er að frétta í mars?

Image

 Fréttabréf Menntavísindastofnunar var sent út í byrjun mars með því helsta sem er á döfinni

 

Börn og netmiðlar: Mælaborð  

Við vekjum athygli á nýju mælaborði spurningakönnunarinnar Börn og netmiðlar þar sem hægt er að glöggva sig nánar á niðurstöðum.  

Viðfangsefni könnunarinnar eru tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum, kynferðisleg áreitni, netöryggi, klámáhorf, tölvuleikir og falsfréttir. 

Könnunin er unnin í samstarfi Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar.   

Sjá mælaborðið hér  

 

Vantar þína rannsókn inn?  

Við köllum eftir fleiri rannsóknum sem hafa hlotið innlenda styrki á seinustu árum á Menntavísindasviði til að setja inn á rannsóknasíðu Menntavísindasvið www.mvsrannsoknir.hi.is Innlendir styrkir geta verið t.d. frá Rannís, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og ráðuneytunum.    

Senda inn rannsókn hér   

 

Sérrit Netlu 2025: Íslenska æskulýðsrannsóknin 

Við minnum á kall eftir greinum í sérrit Netlu um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ). Í sérritinu verður rýnt í niðurstöður og þær ræddar í breiðara samhengi með það að markmiði að nýta þá umfangsmiklu rannsókn sem ÍÆ er. Skilafrestur handrita er 30. apríl 2025 og áætluð útgáfa er haustið 2025.  

Sjá nánar hér 

 

Rannsóknasjóður Rannís: Lumar þú á góðri hugmynd?   

Umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð Rannís rennur út 13. júní nk. kl. 15:00!  

Boðið er upp á fjórar tegundir styrkja; verkefnisstyrki, öndvegisstyrki, nýdoktorsstyrki og doktorsnemastyrki.   

Sjá nánar hér  

 

Tveir doktorsnemar á Menntavísindasviði hlutu doktorsnemastyrk Rannís  

Það borgar sig nefnilega að sækja um í Rannís!  

Hamingjuóskir til Sæbergs Sigurðssonar og Önnu Katrínar Eiríksdóttur sem hlutu doktorsnemastyrki Rannís í síðustu úthlutun.  

Anna Katrín með rannsóknina Collaboration between multilingual families and Icelandic compulsory schools innan rannsóknarverkefnisins LPP og Sæberg með rannsóknina Kennsluhættir í starfsnámi á Íslandi – áskoranir á síbreytilegu landslagi.   

 

Nýjar greinar í Netlu 

  ______________________________________________  

Við getum aðstoðað þig  

Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna 

Útgefið efni  

Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má nálgast í rannsóknargáttinni  - IRIS 

Listi yfir rannsóknarverkefni innan Menntavísindasviðs er að finna á https://mvsrannsoknir.hi.is/ 

Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is