Hvað er að frétta í mars?
Fréttabréf Menntavísindastofnunar var sent út í byrjun mars með því helsta sem er á döfinni
Börn og netmiðlar: Mælaborð Við vekjum athygli á nýju mælaborði spurningakönnunarinnar Börn og netmiðlar þar sem hægt er að glöggva sig nánar á niðurstöðum. Viðfangsefni könnunarinnar eru tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum, kynferðisleg áreitni, netöryggi, klámáhorf, tölvuleikir og falsfréttir. Könnunin er unnin í samstarfi Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar. Sjá mælaborðið hér |
Vantar þína rannsókn inn? Við köllum eftir fleiri rannsóknum sem hafa hlotið innlenda styrki á seinustu árum á Menntavísindasviði til að setja inn á rannsóknasíðu Menntavísindasvið www.mvsrannsoknir.hi.is Innlendir styrkir geta verið t.d. frá Rannís, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og ráðuneytunum. Senda inn rannsókn hér |
Sérrit Netlu 2025: Íslenska æskulýðsrannsóknin Við minnum á kall eftir greinum í sérrit Netlu um niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ). Í sérritinu verður rýnt í niðurstöður og þær ræddar í breiðara samhengi með það að markmiði að nýta þá umfangsmiklu rannsókn sem ÍÆ er. Skilafrestur handrita er 30. apríl 2025 og áætluð útgáfa er haustið 2025. Sjá nánar hér |
Rannsóknasjóður Rannís: Lumar þú á góðri hugmynd? Umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð Rannís rennur út 13. júní nk. kl. 15:00! Boðið er upp á fjórar tegundir styrkja; verkefnisstyrki, öndvegisstyrki, nýdoktorsstyrki og doktorsnemastyrki. Sjá nánar hér |
Tveir doktorsnemar á Menntavísindasviði hlutu doktorsnemastyrk Rannís Það borgar sig nefnilega að sækja um í Rannís! Hamingjuóskir til Sæbergs Sigurðssonar og Önnu Katrínar Eiríksdóttur sem hlutu doktorsnemastyrki Rannís í síðustu úthlutun. Anna Katrín með rannsóknina Collaboration between multilingual families and Icelandic compulsory schools innan rannsóknarverkefnisins LPP og Sæberg með rannsóknina Kennsluhættir í starfsnámi á Íslandi – áskoranir á síbreytilegu landslagi. |
Nýjar greinar í Netlu
|
______________________________________________ Við getum aðstoðað þig Við minnum á beiðnakerfi Menntavísindastofnunar og vefinn okkar þar sem ýmsar gagnlegar upplýsingar er að finna Útgefið efni Útgefið efni Menntavísindasviðs fyrir árið 2024 má nálgast í rannsóknargáttinni - IRIS Listi yfir rannsóknarverkefni innan Menntavísindasviðs er að finna á https://mvsrannsoknir.hi.is/ Allar birtar greinar frá Netlu og TUM eru aðgengilegar í opnum aðgangi á heimasíðum ritanna Netla.hi.is og TUM.hi.is |