Kennsluleiðbeiningar með námsorðaforða

Rannsóknarverkefni styrkt af Menntarannsóknarsjóði 2023

Titill: Kennsluleiðbeiningar með námsorðaforða:Innleiðing lista yfir íslenskan námsorðaforða og gæðatexta með námsorðaforða í læsismenntun grunnskólanema 

Verkefnisstjóri: Sigríður Ólafsdóttir

Aðrir rannsakendur: Auður Pálsdóttir (dósent), Ármann Jakobsson (professor), Katrín Regína Frímannsdóttir (gæðastjóri hjá Háskóla Íslands), Ágústa Þorbergsdóttir (rannsakandi hjá Árnastofnun).

Ágrip:

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa kennsluleiðbeiningar til að styðja grunnskólakennara við að innleiða námsorðaforða og gæðatexta í skólastarf sem ætlað er að efla læsisfærni nemenda. Verkefnið leggur til grundvallar: a) lista yfir íslenskan námsorðaforða, LÍNO-2; b) gæðatexta með orðum LÍNO-2; c) árangursríkar aðferðir við að nota námsorðaforða í skólastarfi. Þetta er samstarfsverkefni fjögurra stofnana: Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Árnastofnunar og Menntamálastofnunar.

Valdir verða kennarar nemenda í 4. 7. og 9. bekk grunnskóla, annars vegar tilraunarskólar og hins vegar samanburðarskólar. Verkefnið felur í sér eftirfarandi þrep: 1) Viðtöl við kennara um þann stuðning sem þeir telja sig þurfa við að vinna með námsorðaforða og textana í skólastarfi; 2) Forpróf með nemendum í tilraunar- og samanburðarskólum í lesskilningi og ritun; 3) Íhlutun: a) dagsnámskeið um árangursríka kennsluhætti með námsorðaforða; b) kennarar prófa efnið; c) ígrundunarfundur; d) kennarar prófa efnið áfram; e) samantekt á reynslu kennara. 3) Eftirpróf sömu og í forprófunum. 4) Kennsluleiðbeiningar prófaðar í skólum sem ekki tóku þátt í fyrri vinnu.

Áherslan er á það hvernig kennarar og nemendur þeirra nota íslensku í skólanum: Nemendur sem læra íslensku, nemendur sem læra um íslensku og nemendur sem læra á íslensku upp allan skólastigann.

 

Information in English

Title: Academic Vocabulary Teaching Guidelines: Incorporating Icelandic Academic Words and related Quality Texts into Icelandic Literacy Education. AVOTeG

Project leader: Sigríður Ólafsdóttir

Co-researchers: Auður Pálsdóttir (associate professor), Ármann Jakobsson (professor), Katrín Regína Frímannsdóttir (director of strategy and quality at University of Iceland), Ágústa Þorbergsdóttir (researcher at Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies).

Type of grant: Education research fund

Abstract:

The aim is to systematically develop guidelines to support Icelandic compulsory school teachers in effectively using Icelandic academic words and related quality texts in literacy education. The project is based on a) an Icelandic academic word list; b) related quality texts; c) effective academic vocabulary application in literacy education. Professionals from four Icelandic institutions: The School of Education and the School of Humanities at the University of Iceland, the Directorate of Education, and Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies.

Participating teachers and their students (grades 4, 7 and 9) will be selected, as intervention schools and comparison schools. The project includes the following steps: 1) Interviews with teachers in the experimental schools on what support they need to incorporate an Icelandic academic word list with texts in their schools settings. 2) Pretests: reading comprehension and writing with learners in research and comparison schools. 3) The intervention: a) one day course about effective application of academic vocabulary in teaching; b) first trial task; c) reflection meeting; d) second trial task; e) summary of the teachers' experiences. 3) Post-tests: same as Pretests 4) Validation of the guidelines.

The focus is on how learners use the Icelandic language: Learners who learn the Icelandic language, who learn about the Icelandic language, and learners who throughout their schools years learn in the Icelandic language.