LANIS Skimunarlisti

Rannsóknarverkefni styrkt af Menntarannsóknasjóði 2023

Titill: LANIS Skimunarlisti

Verkefnisstjóri: Jóhanna Thelma Einarsdóttir

Meðrannsakendur: Þóra Másdóttir (dósent) Kathryn Crowe (aðjúnkt), auk starfsfólks Miðju máls og læsis (Þóra Sæunn Úlfsdóttir, og Dröfn Rafnsdóttir) og starfsfólks Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (Sigurgrímur Skúlason og Freyja Birgisdóttir).

Ágrip

Tjáskipti teljast til grundvallarmannréttinda. Erfiðleikar í tjáskiptum leikskólabarna geta haft neikvæð áhrif á síðari lestrartileinkun þeirra, námsframvindu, félagsfærni, líðan og tilfinningaþroska. Mikilvægt er að bera tímanlega kennsl á leikskólabörn sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig til þess að unnt sé að veita þeim þann stuðning sem þau þarfnast og draga um leið úr þeim neikvæðu áhrifum sem slíkir erfiðleikar geta haft í för með sér. Eins og sakir standa eru ekki til áreiðanleg og réttmæt skimunartæki sem foreldrar eða leikskólakennarar geta nýtt til kanna málfærni barna á aldrinum þriggja ára, hvort sem um er að ræða börn sem eiga íslensku að móðurmáli eða þau sem hafa annað móðurmál en íslensku. LANIS skimunarlistinn fyrir frávikum í tal og málþroska hefur verið í þróun um nokkurt skeið og hafa forprófanir gefið til kynna að listinn er áreiðanlegur og réttmætur. Markmið verkefnisins er (a) að fullvinna LANIS með því að staðla og reikna út skimunarnákvæmi tækisins (b) hanna aðgengilega rafræna aðgengilega útgáfu fyrir foreldra og leikskólakennara (c) þýða og staðfæra hann á önnur tungumál en þegar er til pólsk og ensk útgáfa af LANIS (d) skoða hvað er einkennandi fyrir málfærni eintyngdra og fjöltyngdra barna á Íslandi (e) hanna heimasíðu fyrir foreldra og leikskólakennara með aðgengilegum upplýsingum um málörvun barna.

 

Information in English

Title: LANIS screening tool

Project leader: Jóhanna Thelma Einarsdóttir

Co-researchers: Þóra Másdóttir, Kathryn Crowe, plus staff from Centre for Language and Literacy (Þóra Sæunn Úlfsdóttir, and Dröfn Rafnsdóttir) and staff from Directorate of Education and School Services (Sigurgrímur Skúlason og Freyja Birgisdóttir).

Type of grant: Education research fund

Abstract

Communication is a fundamental human right. The presence of communication difficulty in the preschool years can have negative consequences for later literacy achievement, academic success, and overall social, emotional, and psychological development. There is a need to systematically and accurately identify children who are experiencing communication difficulties in the preschool years so that timely assessment and support can be provided to mitigate the potential negative impacts that entrenched communication difficulties may cause. Currently, there are no tools available for use by parents or teachers to examine communication skills and difficulties of Icelandic children aged 3 years, and no tools for examining the skills of multilingual Icelandic children. The LANIS screening tool has been in the developmental phase for a while and preliminary studies have been giving promising results. In this study we aim to (a) complete development of LANIS with calculated standardization and screening accuracy (b) develop a freely available electronic version for parents and preschool teachers (c) translate and adapt LANIS to other languages (there is a Polish and English version available) (d) describe the characteristics of monolingual and multilingual children’s communication (e) design a homepage on language intervention for parents and preschool teachers.