Námskeiðið er ætlað kennurum á mið- og unglingastigi.
Efnið ætti að henta vel skólum sem hyggjast efla lestur nemenda sinna með markvissum hætti.
- Námskeiðið er 10 stundir, 4 skipti (gæti verið sveigjanlegt)
- Tímasetningar eftir samkomulagi
Markmið
Námskeiðinu er ætlað að efla fræðilega og hagnýta þekkingu kennara á þeim þáttum sem einkenna lestrarnám á mið- og unglingastigi.
Fjallað verður um nokkur mikilvæg hugtök sem notuð eru til að lýsa viðfangsefninu. Þá verður rætt um leiðir í kennslu sem vænlegar þykja til að efla skilning og getu til að takast á við margvíslega texta, sem bæði eru birtir á prenti og rafrænu formi, og læra af þeim.
Lögð verður áhersla á hve mikilvægt það er að þjálfa nemendur í að beita mismunandi aðferðum við lestur á ólíkum textum og taka þar meðal annars mið af tilgangi með lestrinum.
Umsjón
Guðmundur B. Kristmundsson