Á þessu námskeiði eru ljóð og sögur frá 19. öld tekin til greiningar og rædd með tilliti til samfélags og náttúru.
Viðfangsefni
Meginþema námskeiðsins er spurningin um það hvort við höldum að land þjóð og tunga séu þrenning sönn og ein eða teljum að firring og tilvistarótti einkenni íslenska borgarbúa.
Ef svo er hver eru þá tengsl okkar við náttúruna?
Erum við ein í skuggalegri náttúru eins og ljóðmælandinn í kvæðinu: Á Sprengisandi. Hann er einn þó að hann ferðist með öðrum.