Boðið er upp á námskeið fyrir stærðfræðikennara á yngsta stigi grunnskólans.
Á námskeiðinu er fjallað um hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla, grunnþætti menntunar og skoðaðar leiðir í kennslu út frá hugmyndum námskrárinnar.
Viðfangsefni
Áhersla er lögð á hvernig nota má hlutbundna nálgun og umræður í stærðfræðinámi.
Gefin eru dæmi um fjölbreytt viðfangsefni sem hentugt er að nýta í kennslu yngri barna. Unnið er með verkleg viðfangsefni þar sem nemendur fá tækifæri efla sköpunarhæfileika sína.
Vefefni sem Námsgagnastofnun gaf út 2014 verður kynnt en það er hugsað sem verkleg/hlutbundin nálgun við alla þætti stærðfræðinnar.
Umsjón
Þórunn Jónasdóttir, deildarstjóri við Hörðuvallaskóla í Kópavogi.