Þátttakendur læra nýja leiki, dansa og hagnýtar kennsluaðferðir.
- Námskeiðið er 4 kennslustundir
Viðfangsefni
Á námskeiðinu eru kynntar aðferðir við að kenna helstu frumþætti tónlistar með því að nota hreyfingu.
Aðferðirnar byggja meðal annars á kennslufræðihugmyndum Emile Jaques-Dalcroze þar sem unnið er í gegnum leiki, söngva og hreyfingu við tónlist.
Innifalin eru námsgögn og geisladiskur með tónlist sem nýtist í kennslu með börnum.