Header Paragraph

Nýjasta tölublað TUM er tileinkað leikskólastarfi

Image
...

Nýjasta tölublað Tímarits um uppeldi og menntun (TUM) er að þessu sinni sérrit um leikskólastarf tileinkað dr. Guðrúnu Öldu Harðardóttur. Guðrún Alda lauk doktorsprófi árið 2014 frá Háskóla Íslands og hefur með hugrekki, frjórri sýn og framsækni verið í framvarðasveit leikskólastarfs á Íslandi í fjóra áratugi.

Í ritinu eru átta ritrýndar greinar og fjórar ritstýrðar auk inngangs. Ritstjórar TUM eru Anna Kristín Sigurðardóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir. Í undirbúningshóp ritsins voru þær Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð og Svava Björg Mörk.

Ritið er aðgengilegt rafrænt í opnum aðgangi hér: https://ojs.hi.is/index.php/tuuom. Það kemur einnig út í prentaðri útgáfu og hægt að skrá sig á áskriftarlista með því að senda póst á tum@hi.is.

Hér að neðan má sjá lista yfir greinar ritsins og höfunda: 

KRISTÍN DÝRFJÖRÐ
Inngangur að sérriti

Ritrýndar greinar:

GUÐRÚN ALDA HARÐARDÓTTIR
Fæðingarferli í sjálfsprottnum leik nokkurra stelpna: „Við verðum að ná í sjúkrabílinn! Ein stelpan er að fæða lítið barn!“

KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Malaguzzi, Aristotle and Dewey on the tasks of early-years of moral education

SVAVA BJÖRG MÖRK OG INGIBJÖRG ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
„Með fagvitund að vopni“: Upplifun leikskólakennara af hlutverki sínu í framvarðasveit í heimsfaraldri

HELENA SJØRUP EIRÍKSDÓTTIR OG ANNA ELÍSA HREIÐARSDÓTTIR
Athuganir og skráningar í leikskólanum

INGI JÓHANN FRIÐJÓNSSON OG GUÐMUNDUR HEIÐAR FRÍMANNSSON
Að undrast heiminn: Heimspeki og börn

KRISTÍN DÝRFJÖRÐ
Sjálfsprottinn leikur með stafrænan og skapandi efnivið í leikskóla

HÖRÐUR SVAVARSSON OG INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON
Þrengsli í leikskólum

KARI CARLSEN
A realistic nostalgia for the future – exploring materials and material utterings in a preschool for sustainability

Ritstýrðar greinar: 

INGRID ENGDAHL
Honouring the competences of young children

JÓRUNN ELÍDÓTTIR
Börn með stuðningsþarfir í leikskóla margbreytileikans

SIGRÍÐUR SÍTA PÉTURSDÓTTIR
Að byrja í leikskóla: Mikilvægi góðrar aðlögunar

BRAGI GUÐMUNDSSON OG BRYNHILDUR BJARNADÓTTIR
Grenndarkennsla og vettvangsferðir í nærsamfélagi skóla

 

TUM er fræðilegt tímarit á sviði menntavísinda, gefið út í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Félags um menntarannsóknir. Ritið kemur að jafnaði út tvisvar á ári og tekið er á móti greinum allt árið.