Ráðstefna - Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda. Norræn greining á TIMSS gögnum
Gæði og jafnræði í kennsluháttum á Norðurlöndum á sviði stærðfræði og náttúruvísinda. Norræn greining á TIMSS gögnum
Ráðstefnan verður haldin 23. apríl nk frá 9-16 á Hótel Reykjavík Natura en einnig er hægt að fylgjast með í streymi.
Ráðstefnan er ókeypis og er kaffiveitingar og hádegismatur einnig í boði.
Skráðu þig hér
Ráðstefnan er haldin í tilefni af því að komið er út nýtt rit um stærðfræði- og náttúrufræðikennslu á Norðurlöndum. Nokkrir norrænir höfundar birta greiningar sínar á gögnum TIMSS rannsóknarinnar – en TIMSS er alþjóðleg rannsókn á frammistöðu nemenda í fjórða og áttunda bekk grunnskóla í þessum námsgreinum. Leitast er við að svara því hvaða kennsluhættir skila árangri og stuðla að jöfnuði. Byggt er á gögnum úr TIMSS fyrir árin 2011, 2015 og 2019. Ísland tók þátt í TIMSS árið 1995.
Sérstök áhersla er lögð á að greina það hvernig niðurstöður TIMSS hafa þróast á undanförnum árum á Norðurlöndum, m.a. í tengslum við gæði kennslu og matsaðferðir, álykta um hvaða lærdóm megi draga af niðurstöðunum og hvernig megi efla jafnrétti til náms.
Ráðstefnan er fyrir alla sem áhuga hafa á menntamálum: Kennara, skólastjórnendur, foreldra, rannsakendur, nemendur, fulltrúa sveitarfélaga og fólk úr stjórnsýslu.
Ráðstefnan er haldin að undirlagi Nordisk evalueringsnetværk sem er norrænt samstarfsnet um mat á menntun sem Ísland á aðild að. Mennta og barnamálaráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við IEA, alþjóðleg samtök um námsmat í kjarnagreinum. Samstarfsaðilar eru Miðstöð mennta og skólaþjónustu (áður Menntamálastofnun), Kennarasamband Íslands og Menntavísindastofnun hjá Háskóla Íslands. Ráðstefnan og ritið eru fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.