Rannsóknir og samstarf - RANNUM

Rannsóknir

RANNUM / Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun, tekur nú þátt í rannsóknarnetinu MakEY (Makerspaces in the early years) sem styrkt er úr H2020 – RISE áætluninni. Verkefnið hófst í janúar 2017 og verður á dagskrá til 30.06.2019. MakEY verkefnið heldur úti vefsíðu á ensku og einnig má fylgjast með framvindu þess á Twitter.

Íslenskir þátttakendur koma frá Háskóla Íslands / Menntavísindasviði, Háskólanum á Akureyri, Fab Lab Ísland og Uppfinningaskólanum.

Megninmarkmið verkefnisins eru

  • Að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði stafræns læsis og sköpunarmætti barna í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni og (hag)vöxt í Evrópu
  • Að auka rannsóknarfærni þátttakenda verkefnisins og þekkingu á sköpun, til að bæta hæfni þeirra og möguleika til starfsþróunar
  • Þróa tengslanet rannsakenda, starfsfólks í skapandi greinum og menntafólks sem geta unnið saman að því að þróa menntaefni og verkfæri til að efla stafrænt læsi barna og færni í hönnun
  • Geta veitt ráðgjöf varðandi rannsóknir, stefnumótun og þjálfun (í iðnaði og menntun) um hvernig nýsköpunarsmiðjur fyrir 3-8 ára börn geti þróast í bæði formlegu og óformlegu námsumhverfi á þann veg að börnin geti þroskað með sér þá færni og þekkingu sem stafræna öldin krefst.
  • Þá er einnig stefnt að því að ýta undir nýsköpun og efla frumkvöðlastarfsemi þeirra sem reka nýsköpunarsmiðjur, auðvelda smáfyrirtækjum á þessum vettvangi að þróa aðferðir í rekstri og að koma sér upp viðeigandi björgum til að bjóða fram viðfangsefni fyrir börn, í samstarfi við bæði óformlegar og formlegar stofnanir eða félög í samfélaginu.

Fjögur lykilmarkmið

  1. Að setja fram yfirgripsmikið yfirlit um hlutverk nýsköpunarsmiðja í formlegri og óformlegri menntunarreynslu barna og ungmenna
  2. Að framkvæma vísindalegar rannsóknir til að skera úr um hvernig vísindasmiðjur geti eflt stafrænt læsi, skapandi færni og þekkingasköpun meðal ungra barna
  3. Að þróa hugtök og viðmið til að skilgreina þátttöku ungra barna í skapandi vísinda- og tæknismiðjum
  4. Að veita ráðgjöf og ráðleggingar um stefnumótun og starfsemi sem hlúir að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í smáfyrirtækjum og nýsköpunarsmiðjum og auðveldar notkun nýsköpunarsmiðja til að þroska stafrænt læsi í leikskólum og óformlegu námsumhverfi, svo sem í bókasöfnum og öðrum söfnum eða menningarstofnunum

Árið 2021 gerðu Kópavogsbær og Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands með sér samning um matsrannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar á árunum 2015–2020. Í þessari skýrslu er fjallað um niðurstöður þeirrar rannsóknar en aðalmarkmið hennar var að kanna hverju nám með spjaldtölvum hefur skilað nemendum í grunnskólum Kópavogs með tilliti til ánægju af og áhuga á námi, persónumiðunar náms, ábyrgðar í námi og valdeflingar nemenda, upplýsinga- og tæknilæsis, miðlalæsis, stafrænnar hæfni og námsárangurs. Þá var skoðuð staða varðandi kennsluhætti, námsefni, spjaldtölvunotkun, viðhorf hlutaðeigandi aðila, þýðingu spjaldtölvunnar í COVID-faraldrinum og innleiðingarferlið.

Hér má kynna sér lokaskýrslu

RANNUM hefur fengið styrki úr Kennslumálasjóði HÍ, Endurmenntunarsjóði grunnskóla og Reykjavíkurborg og verið í samstarfi við Heimili og skóla, Menntamiðju, 3f og fleiri aðila til að vinna þróunarverkefni tengd stafrænni borgaravitund. Tvö opin netnámskeið: Netið mitt og Netið okkar voru hönnuð og kennd á árinu 2017. Sjá:

Sólveig Jakobsdóttir. (2017). Stafræn borgaravitund: Þróun á opnum netnámskeiðum fyrir þá sem standa að uppeldi og menntun ungmenna: Greinargerð um tilurð námskeiðanna Netið mitt og Netið okkar Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. https://rannum.hi.is 

Sólveig Jakobsdóttir, Guðberg K. Jónsson, Hildur Rudolfsdóttir og Tryggvi B. Thayer. (2017). Bætt borgaravitund ungmenna á tímum stafrænnar tækniTímarit Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, September, bls. 54–55. Sótt af https://www.heimiliogskoli.is

Kynning við Háskólann á Akureyri 14.3. 2018 Glærur: https://www.slideshare.net/soljak/borgaravitund-kynning-sjha14mars2018

Netið mitt – netið okkar – fyrirlestrar/vefmálstofur (upptökur): https://vimeo.com/album/4468667

Hér fyrir neðan er einnig tekið saman fræðilegt efni, námsefni og fleira þessu tengt en hér er einnig vísað í nýrri yfirlit

RANNUM tók að sér að meta þróunarverkefni um spjaldtölvur í Norðlingaskóla 2012 til 2013. Sólveig Jakobsdóttir forstöðumaður stofunnar og Skúlína Kjartansdóttir doktorsnemi og aðili að stofunni hafa verið í forsvari fyrir matinu. Þær hafa notið liðsinnis níu meistaranema við Menntavísindasvið sem hafa tekið þátt í gagnasöfnun og -úrvinnslu, unnið skýrslur og myndefni og meistaraprófsverkefni.

Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2015). Spjaldtölvur í Norðlingaskóla – þróunarverkefni: Lokaskýrsla. Reykjavík: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. Lokaskýrsla um spjaldtölvur í Norðlingaskóla.

Fylgiskjöl

  1. Nemendakannanir. Skýrsla um niðurstöður Fylgiskjal A
  2. Foreldrakannanir. Skýrsla um niðurstöður Fylgiskjal B
  3. Smáforrit á spjaldtölvum í nóvember 2012 (iTunes flokkun) Fylgiskjal C
  4. Smáforrit á spjaldtölvum í nóvember 2012 (upplýsingar um forritin) Fylgiskjal D
  5. Samningur samstarfsaðila um verkefnið Fylgiskjal E
  6. Samningur skóla við foreldra og nemendur Fylgiskjal F

Áfangaskýrsla kom út haustið 2012 og settar fram nokkrar lykilniðurstöður í febrúar 2014

Til viðbótar er hér efni tengt matsrannsókninni og/eða þróunarverkefninu um spjaldtölvur í Norðlingaskóla

  • Guðmundur Ásgeirsson. (2014). „Eins og að fara aftur í tímann“ : Viðhorf framhaldsskólanemenda sem nýttu mikið spjaldtölvur í námi sínu í grunnskóla (óútgefin meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/19550
  • Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir. (2012). Notkun á spjaldtölvum í Norðlingaskóla. [Kvikmynd á Vimeo]. Sótt af https://vimeo.com/107599323
  • Norðlingaskóli. (2014). Skólaþróun og notkun spjaldtölva í skólastarfi 2012–2013: Lokaskýrsla til Sprotasjóðs. Reykjavík: Norðlingaskóli. Sótt af http://www.sprotasjodur.is/static/files/nordlingaskoli_no-207_lokaskyrsla.pdf
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2012a, 27. september). Participatory learning: Introduction of tablet computers and 1:1 pedagogy in Norðlingaskóli, Reykjavík. Erindi  á málstofu á fundum í NordLAC verkefninu (NordForsk), Helsinki.
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2012b, 16. ágúst 2012). Spjaldtölvur í Norðlingaskóla: viðhorf kennara og hagsmunaaðila.  Erindi á málþingi Námsgagnastofnunar um spjaldtölvur, Reykjavík.
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2013a, 27. september). Að standa í öldufaldi nýsköpunar í skólastarfi – rannsóknir sem styðja við samstarf, starfsþróun kennara og valdeflingu nemenda. Erindi á Menntakviku – málþingi Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Reykjavík. Sótt af https://rannum.hi.is/wp-content/uploads/2013/09/2013-Menntakvika-Erindi-SKjartansdottir-SJakobsdottir_loka.pdf
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2013b, mars 2013). Tablet computers – enabling construction of agency and participatory learning in mobile learning environments.  á NERA (Nordic Educational Research Association), Reykjavík.
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2013c). Tablet computers on trial: A transformative force in education? Í I. A. Sánchez og P. Isaías (ritstj.), Proceedings of the IADIS International Conference on Mobile Learning 2013 (bls. 83-90). Lisbon.
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2013d, 14.-16. mars 2013). Tablet computers on trial: A transformative force in education?  á á Mobile Learning 2013 IADIS International Conference, Lissabon.
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2014, 3.október). Spjaldtölvur í Norðlingaskóla: Lokamat á þróunarverkefni. Erindi var flutt á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Reykjavík. https://rannum.hi.is/menntakvika/menntakvika-2014-rannum/
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2016). Interacting with the world: Learners developing identity and agency through boundary crossing in mobile learning. Í O. Erstad, T. Jóhannsdóttir, K. Kumpulainen, Å. Mäkitalo, K. Schrøder og P. Pruulmann-Vengerfeldt (ritstj.), Learning across contexts in the knowledge society (bls. 206-226). Rotterdam: Sense Publishers.
  • Sólveig Jakobsdóttir. (2013a, 13.ágúst). 1:1 kennslufræði og dæmi úr Norðlingaskóla. Erindi á Haustsmiðju kennara í Reykjavík, Reykjavík.
  • Sólveig Jakobsdóttir. (2013b, 14. ágúst). Fartækni og skólaþróun. Erindi á málþingi Samtaka áhugafólks um skólaþróun – Tilbúin fyrir tæknina, Reykjavík.
  • Sólveig Jakobsdóttir. (2013c, 7. mars 2013). NordLAC symposium: Extending learning and agency across contexts with mobile devices and mobile learning practices. Málstofa (symposium) á NERA (Nordic Educational Research Association), Reykjavík.
  • Sólveig Jakobsdóttir. (2013d, 27. september). STAFN (Skólaþróun, tækni, atbeini, farnám og nýsköpun). Erindi og málstofustjórn á Menntakviku – málþingi Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Reykjavík. Sótt af http://dl.dropboxusercontent.com/u/24602162/STAFN/Rannis_umsokn_STAFN_2013.pdf
  • Sólveig Jakobsdóttir. (2013e, 25.mars). Tablet computers in Icelandic schools. Erindi á fundi í Evrópska skólanetinu, Brussel.
  • Sólveig Jakobsdóttir. (2013f, 5. febrúar). Tölvu- og töflumenning. Erindi á málþingi Heimilis og skóla og fleiri aðila á Alþjóðlega netöryggisdeginum, Reykjavík.
  • Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2012, 5. október 2012). Spjaldtölvur í evrópskum skólum – 1:1 kennslufræði.  á Menntakviku, Reykjavík. Sótt af https://rannum.hi.is/wp-content/uploads/2012/10/menntakvika2012_solveig_Jak.pdf

Annað efni tengt notkun spjaldtölva og 1:1 kennslufræði

  • Balanskat, A., Bannister, D., Hertz, B., Sigillo, E. og Vuorikari, R. (2013). Overview and analysis of 1:1 learning initiatives in Europe. Brussels: European Commission, Joint Research Centre, Institute for Prospective Technological Studies. Sótt af http://ftp.jrc.es/EURdoc/JRC81903.pdf
  • Bannister, D. (2015). Exploring the creatvie use of tablets in schools: Observation visits final report. Brussel: Eureopan Schoolnet. Sótt af http://fcl.eun.org/documents/10180/275738/CCL_Observation+Report_FINAL-for+web.pdf/603a278f-6c13-4911-0a1-744913f1e6d0
  • Bannister, D., Balanskat, A. og Engelhardt, K. (2013). Developing practical guidelines for 1:1 computing initiatives. Brussels: European Schoolnet. Sótt af http://files.eun.org/netbooks/1to1_Practical_Guidelines_EN.pdf
  • Valgerður Freyja Ágústsdóttir. (2013). Upplýsingatækni í grunnskólum. Reykjavík: Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök áhugafólks um skólaþróun. Sótt af http://www.samband.is/media/skolamal/UT-i-grunnskolum_skyrsla_280813.pdf

Nýleg íslensk spjaldtölvuverkefni

  • Guðrún Gunnarsdóttir. (2015). Skóli 21. aldarinnar: innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Reykjanebæjar (meistaraprófsritgerð). Háskólinn á Akureyri, Akureyri. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/21937
  • Ingibjörg Anna Arnarsdóttir. (2015). „Mig langar, ég hef bara ekki tíma“: starfendarannsókn á innleiðingu spjaldtölva í grunnskóla (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/22995
  • Jóhanna Þorvaldsdóttir. (2014). Í takt við tíðarandann – Spjaldtölvur í námi og kennslu á yngsta stigi grunnskóla. Háskólinn á Akureyri, Akureyri. Sótt af http://skemman.is/stream/get/1946/18610/44215/1/Meistarapr%C3%B3fsritger%C3%B0_vor_2014.pdf
  • Laufey Helga Árnasdóttir. (2014). Hvernig nýta kennarar á unglingastigi tölvutækni í kennslu? (meistaraprófsritgerð). Háskólinn á Akureyri, Akureyri. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/18752
  • Sigríður Stella Guðbrandsdóttir. (2014). Er innleiðing spjaldtölva í skólastarf bara hvítir fílar? Tilviksrannsókn á miðstigi (meistaraprófsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/20029
  • Unnur Ósk Unnsteinsdóttir. (2015). Spjaldtölvur í skólastarfi: áætlun um innleiðingu (meistaraprófsritgerð). Háskólinn á Akureyri, Akureyri. Sótt af http://hdl.handle.net/1946/21925