Um rannsóknastofu NNN

Rannsóknastofa um námskrár, námsmat og námsskipulag (NNN) hefur starfað síðan 19. janúar 2012. Í samræmi við reglur um rannsóknastofur við Menntavísindasvið leggur NNN Rannsóknastofa áherslu á rannsóknir á sínu sviði, að miðla þekkingu, stuðla að umræðu og styðja við starfsþróun er tengist sviðinu.

Meginhlutverk og markmið

  • Hvetja verðandi og starfandi fræðimenn til þátttöku í rannsóknum og þróunarverkefnum er tengjast námskrám, námsmati og námsskipulagi. Það á einnig við um nemendur við Háskóla Íslands
  • Örva umræðu um námskrár, námsmat og annað námsskipulag meðal kennara og nemenda í skólakerfinu.
  • Fylgjast með og deila upplýsingum um námskrár, námskrárþróun og námskrárgerð á öllum stigum skólakerfisins
  • Fylgjast með og deila upplýsingum um mat á námi og kennslu á öllum skólastigum
  • Fylgjast með og deila upplýsingum um skipulag náms og kennslu á öllum skólastigum
Image
""

Formaður

  • Meyvant Þórólfsson, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands - meyvant@hi.is 

Stjórn

  • Gunnar E. Finnbogason, prófessor við Menntavísindasvið HÍ - gef@hi.is   
  • Jóhanna Karlsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ - johannak@hi.is