Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum

Texti

Stofan sinnir rannsóknum á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heildrænu samhengi einstaklings og samfélags.

  Mynd
  Image
  ""

  Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum hefur frumkvæði að og sinnir rannsóknum á á lífi og lífsskilyrðum barna, unglinga og ungmenna þar sem menntun og uppeldi eru séð í heildrænu samhengi einstaklings og samfélags.

  Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla rannsóknir á sviði bernsku- og æskulýðsfræða

   

  Hlutverk og markmið

  • Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviðinu
  • Vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og við fræðimenn annarra sviða
  • Hafa samstarf og tengsl við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviðinu í samfélaginu
  • Hafa samstarf við erlenda aðila um rannsóknir og þróun
  • Veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum
  • Stuðla að yfirsýn fáist yfir rannsóknir á umræddu sviði, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi
  • Veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sínu sviði

  Margvíslegar rannsóknir skortir hér á landi á þessu viðfangsefni.

  Kenningar líðandi stundar eru gagnrýnar á fyrri tíma kenningar um aðstæður og félagsmótun nútímabarna og þróun þeirra sem meðal annars tóku ekki nægilega mið af gagnverkandi þáttum.

  Rannsóknir stofunnar hverfast um hnattræna og staðbundna bernsku- og æskulýðsmenningu, félagsleg ferli og þátttöku barna og unglinga í mótun eigin lífs og hinna ýmsu samfélagssviða. Þær lúta einnig að þróun og störfum fagstétta sem sinna málefnum barna og ungmenna.
       
  Forgangsverkefni Rannsóknarstofu í bernsku- og æskulýðsfræðum snúa að félagslegum og menningarlegum þáttum og inntaki og hlutverki menntunar í því samhengi.

  Verkefnin snúa að því að rannsaka:

  • tengsl samfélags og menntunar
  • uppeldishlutverk menntunar 
  • lífsgæði
  • velferð og öryggi barna og unglinga
  • efla styrk og völd
  • jafnrétti
  • samfélagslega þátttöku barna og unglinga meðal annars með því að rannsaka hagsmunatengsl og stöðu jaðarhópa
    

  Samstarf
  Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og leggur jafnframt áherslu á samstarf við fræðimenn á öðrum sviðum.

  Fræðasvið sem lúta að bernsku- og æskuskeiði nútímans eru fjölmörg en jafnframt einkennast þau af fræðilegu samstarfi sem er forsenda frjórrar samræðu og árangursríkra rannsókna.

  Stofan hegur samstarf og tengls við:

  • erlenda aðila
  • fagstéttir
  • stjórnvöld
  • sveitafélög og fjölmarga aðra

   
  Stofan veitir nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknir og námsverkefni á vegum rannsóknarstofunnar.

  Nemar hafa bakgrunn í félagsvísindum eða hafa hlotið kennslu og  þjálfun á ýmsum sviðum kennaramenntunar án þess að hafa lagt stund á tiltekin félagsvísindi.  Þarfir nema eru því oft margvíslegar. Nemar sem stunda atvinnu samhliðanámi eru líklegir til að byggja á fyrri starfsreynslu í menntageiranum, þetta á líka við um suma nema í fullu námi. Viðeigandi rannsóknarreynsla og nám er höfð til hliðsjónar við að skilgreina þarfir og viðfangsefni.
   

  Rannsóknarstofan stuðlar að því að yfirsýn fáist yfir rannsóknir á umræddu sviði, miðlar þekkingu og kynnir niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi.
   

   

  Formaður

   

  Stjórn 2015-2016

  • Gestur Guðmundsson, prófessor 
  • Guðrún Kristinsdóttir, prófessor 
  • Árni Guðmundsson, námsbrautarstjóri

   
  Varastjórn

  • Guðrún Valsdóttir, doktorsnemi

  Bækur

   

  Greinar 

  • Jóhanna Kr. Arnberg Gísladóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Amalía Björnsdóttir. „‚Voruð þið að tala um mig?‘ Um nemendavernd í grunnskólum.“ Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun 31. desember 2015.
  • Gestur Guðmundsson. „Vegferð til fullorðinsaldurs: Alþjóðlegar fræðahefðir og erindi þeirra við íslenskar rannsóknir.“ Uppeldi og menntun/The icelandic journal of education 24, 2 (2015): 9-32.
  • Gestur Guðmundsson. „Innflytjendur í íslenskum framhaldsskólum.“ Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2013 – Rannsóknir og skólastarf (2013).
  • Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir. „Brotthvarf og endurkoma fullorðinna í nám á framhaldsskólastigi.“ Tímarit um menntarannsóknir/Journal of Educational research (Iceland) 10 (2013): 44-64.
  • Guðrún Kristinsdóttir og Ingibjörg H. Harðardóttir. „Mörg íslensk börn hafa vitneskjuna: Um þekkingu og skilning barna á ofbeldi á heimilum.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga 84, 5 (2008): 46-54.

   

  Nemendaverkefni 

  Meðal rannsókna

  Þekking barna á ofbeldi á heimilum

  • undir stjórn Guðrúnar Kristinsdóttur.

  Frihet og likhet for velferdsstatenes barn? Nordiske barndommer 1900 – 2000. Norrænt rannsóknarverkefni, Ólöf Garðarsdóttir. 

  • Rannsókn á framhaldsskólagöngu innflytjenda og barna innflytjenda, Gestur Guðmundsson.
  • Atvinnuleysi ungs fólks upp úr kreppunni 2008. Aðgerðir gegn því, og hvaða árangri hafa þær skilað þátttakendum í menntun og vinnu, Gestur Guðmundsson.
  • Illt er að vera iðjulaus. Skóli og vinna. Vettvangur barna og ungmenna á Íslandi 1950-1990, Ólöf Garðarsdóttir.

   

  Doktorsverkefni sem unnin eru í tengslum við rannsóknarstofuna

  • Hvernig læra menn á Íslandi að verða rithöfundar? Guðrún Valsdóttir.
  • Fagmennska og æskulýðsstarf, Árni Guðmundsson.
  • Notendasamráð við ungt fólk, H. Alma Árnadóttir.

   

  Önnur nemendaverkefni

  • Fræðsluefni um heimilisofbeldi fyrir börn á yngsta stigi grunnskóla, Arndís Oddfríður Jónsdóttir, M.Ed., yfirstandandi 2016. 

   

  Verkefnum sem er nýlega lokið

  Vitundarvakning um skólafræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. 

  • Berglind Rós Magnúsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir

  Í samvinnu við Vitundarvakningu ríkisstjórnarinnar um kynferðisofbeldi gegn börnum.

  Í tengslum við þetta verkefni vann

  • Guðrún Edda Bjarnadóttir BA-verkefnið

  "Brúðuleikhús sem námstæki og frásagnaraðferð: Átaksverkefni gegn líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum"