Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi barna og unglinga

Texti

Meginmarkmið rannsóknarstofu um mál, þroska og læsi er að efla vísindalega þekkingu á þroska íslenskra barna.

Áhersla er lögð á rannsóknir á málþroska, læsi og þá þroskaþætti aðra sem helst tengjast námi og farsælli skólagöngu.

Mynd
Image
""

Rannsóknarstofan var formlega stofnuð í desember 2007 og hóf starfsemi sína í kjölfar sameiningar Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands haustið 2008 með stuðningi háskólarektors.

Meginmarkmið rannsóknarstofu um mál, þroska og læsi er að efla vísindalega þekkingu á þroska íslenskra barna. Áhersla er lögð á rannsóknir á málþroska, læsi og þá þroskaþætti aðra sem helst tengjast námi og farsælli skólagöngu.

Stofan setur sér einnig að miðla nýrri þekkingu bæði til fræðasamfélagsins og til fagfólks og almennings. Auk rannsóknarverkefna tengist stofan ýmiss konar starfsemi tengdri vettvangi svo sem þróunarverkefnum, fræðslu og ráðgjöf við skóla og sveitarfélög.

 

Hlutverk og markmið

  • Að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á málþroska, læsi og almennum þroska barna og unglinga,
  • Vera þverfræðilegur samstarfsvettvangur fræðimanna á þessum sviðum,
  • Eiga samstarf og tengsl við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviðinu í samfélaginu,
  • Efla samstarf við erlenda aðila um rannsóknir,
  • Veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknir og námsverkefni á vegum rannsóknarstofunnar,
  • Stuðla að því að yfirsýn náist yfir rannsóknir á umræddu sviði, að miðlun þekkingar og kynningu rannsóknarniðurstaðna meðal annars með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi,
  • Veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sínu sviði eftir því sem aðstæður leyfa.

Aðsetur rannsóknarstofunnar er í stofu E-204 í húsakynnum skólans við Stakkahlíð.

Forstöðumaður

Stjórn

  • Steinunn Torfadóttir, dósent
  • Anna-Lind Pétursdóttir, dósent
  • Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent
  • Rannveig Oddsdóttir

COST Action IS1401

Strengthening Europeans' capabilities by establishing the European  literacy network (IS1401-ELN). Fræðimannanet; stofnað 12. des 2014. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir eru fulltrúar Íslands í framkvæmdastjórn (Management Committee)

 

COST IS0703

European Research Network on Learning to Write Effectivel (ERN-LWE). Stofnað 16. maí 2008 og starfaði til 2011. Hrafnhildur og Freyja voru fulltrúar Íslands í framkvæmdastjórn.

 

STUREN

Norrænt rannsóknarnet um rannsóknir, og mat á stami. Þróun á samræmdu matskerfi til að meta stam. Norræn heimasíða með fræðslu fyrir nemendur og starfandi talmeinafræðinga. Verkefnið er styrkt af NordForsk. Verkefnisstjóri Jóhanna T. Einarsdóttir.

 

Málefli - Hagsmunasamtök í þágu barna með tal- og málþroskafrávik.
Formaður samtakanna er Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingur og varaformaður er Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur. Undirbúningshópurinn leitaði til Rannsóknarstofu um þroska, mál og læsi barna og unglinga um samstarf vegna þess að það mikil þörf er fyrir rannsóknir á málþroska og málþroskaröskunum íslenskra barna. http://www.malefli.is/

 

Okkar mál. Samstarf um menningu, mál og læsi í Fellahverfi.

Samstarfsaðilar í Okkar mál verkefninu eru Fellaskóli, Leikskólinn Holt, Leikskólinn Ösp, Miðberg, Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Verkefnið er styrkt af þróunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur.

 

Samstarfsverkefni með embætti landlæknis og Skólapúlsinum um líðan framhaldsskólanema.

Verkefnisstjóri Anna-Lind Pétursdóttir. Eitt meistaraverkefni tengdist verkefninu.

 

Leið til læsis í samvinnu við Námsmatsstofnun 

Rannsóknir

Málþroski barna frá fjögra til tólf ára aldurs og tengsl hans við læsisþróun og námsárangur í grunnskóla

  • Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir

 

The development of vocabulary and reading comprehension among Icelandic second language learners

  • Sigríðar Ólafssdóttur; doktorsverkefni 
  • Aðalleiðbeinandi : Freyja Birgisdóttir
  • Meðleiðbeinendur: Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Dr. Hetty Roessingh, prófessor við Univ. of Calgary.

 

Íslenskur orðaforði íslenskra grunnskólanema sem eiga annað móðurmál en íslensku

  • Sigríður Ólafsdóttir. Lokaverkefni tbil MA gráðu í Menntunarfræði v/Menntavísindasvið HÍ.
  • Leiðbeinandi Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor.

 

Ritun og textagerð íslenskra barna á aldrinum 4-8 ára

  • Rannveig Oddsdóttir, doktorsnemi við HÍ, aðalleiðbeinandi er Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir prófessor

 

Rannsókn á áhrifum virknimats og stuðningsáætlunar á langvarandi hegðunarerfiðleika barna í leik- og grunnskólum

  • Verkefnisstjóri: Anna-Lind Pétursdóttir. Tveir meistaranemar vinna að meistaraverkefni tengd rannsókninni.

 

Rannsókn á áhrifum PALS félagakennslu á læsi nemenda í leik- og grunnskólum og upplifun skólastarfsfólks af aðferðunum

  • Verkefnisstjóri: Anna-Lind Pétursdóttir.

 

Áhrif stýrðrar kennslu og námshröðunar á nemendur í námsvanda: Sjálfsmynd, trú á eigin getu, skuldbinding í námi og skólatengd líðan

  • Verkefnisstjóri: Anna-Lind Pétursdóttir.

 

Áhrif stýrðrar kennslu og námshröðunar á nemendur í námsvanda: Sjálfsmynd, trú á eigin getu, skuldbinding í námi og skólatengd líðan

  • Doktorsverkefni Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur undir leiðsögn Önnu-Lindar Pétursdóttur.

 

STUREN norrænt rannsóknarnet um rannsóknir, og mat á stami. Þróun á samræmdu matskerfi til að meta stam

  • Verkefnisstjóri Jóhanna T. Einarsdóttir

 

MEB (Málfærni eldri barna)

  • Jóhanna T. Einarsdóttir, Þóru Másdóttur og Ingibjörg Símonardóttur.

 

Gagnabankar

Málsýni íslenskra leikskólabarna - aldursbundin viðmið

  • Verkefnisstjóri: Jóhanna Thelma Einarsdóttir.

 

Gagnabankinn Íslenskt barnamál

  • Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir

Mál í notkun. Tal- og ritmál barna, unglinga og fullorðinna

  • Verkefnisstjóri: Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor
  • Rannsókn á textagerð 11, 14, 17 ára og fullorðinna
  • Styrkt af Rannís og Rannsóknasjóði HÍ. Rannsóknin var liður í sjö landa samanburðarrannsókn Developing literacy in different contexts and different languages sem styrkt var af The Spencer Foundation

Rannsókn á þróun máls og málnotkunar í fjórum aldurshópum: 11 og 14 ára grunnskólanemar, 17 ára menntskælingar og ungt fólk sem lokið hafði meistara- eða doktorsprófi í háskóla (aldur 26 - 40 ára).

Allir þátttakendur (80 talsins) fengu sömu kveikju og sama viðfangsefnið: að semja alls fjóra texta af tvennu tagi, frásagnir og greinargerðir, hvort um sig annars vegar á tölvu (í ritmáli) og hins vegar í mæltu máli.

Málnotkun eins og reynir á í textagerð af þessu tagi er undirstaða þróaðs læsis (lesskilnings, ritunar) og menntunar.

Greining á gögnunum nær til:

  • orðaforða
  • málfræðinotkunar
  • tenginga setninga (samloðun textans)
  • byggingar
  • stílbragða
  • einkenna og munar á ritmáli og talmáli o.m.fl.

Íslenska rannsóknin er jafnframt liður í sjö landa samstarfsverkefni Developing literacy in different contexts and different languages, sem styrkt var af Spencer Foundation og stjórnað af Dr. R. Berman, Tel Aviv háskóla.

 

Niðurstöður

Niðurstöður sýna m.a. marktækan mun á málfræði, orðaforða, byggingu og samloðunar-aðferðum eftir textategundum; mun á orðaforða, textaþéttleika, byggingu og stílbrögðum eftir miðli (ritmál sbr. við talmál). Auk þess kom í ljós að færni í samfelldri orðræðu eða textagerð er vissulega langtímaferli sem stendur fram á fullorðinsár.  

Miklar framfarir urðu á öllum ofantöldum sviðum máls og textagerðar með aldri, og munur á ritmáli og talmáli fór vaxandi með aldri. Unglingahóparnir tveir skera sig í flestu frá miðstigsbörnunum, en langstærsta framfarastökkið er þó milli unglinganna og fullorðnu textahöfundanna. Hins vegar kom á óvart að á flestum breytum var ekki munur á íslensku 14 og 17 ára unglingum, en í hinum löndunum sex varð mesta breytingin einmitt á milli þessarra aldurshópa.

Þess er vænst að niðurstöður þessarar rannsóknar bæti úr þörf fyrir þekkingu á eðli og einkennum mál- og læsisþróunar íslenskra barna og unglinga, en slakur árangur íslenskra barna og ungmenna í alþjóðlegum könnunum á læsi og lesskilningi hefur verið áhyggjuefni um árabil.

Fjöldi aðstoðarfólks hefur komið að þessari rannsókn, m.a.:

  • Helga Jónsdóttir
  • Karen Ósk Úlfarsdóttir
  • Dagný Jónsdóttir
  • Anne-Christin Tannhauser
  • Arnþrúður Ingólfsdóttir
  • Gunnar Þorri Pétursson
  • Þórunn Blöndal
  • Rannveig A. Jóhannsdóttir
  • Edda Kjartansdóttir.

Rannsóknin naut styrks frá Rannsóknasjóði Íslands (RANNIS) frá 2006 – 2008 og Rannsóknasjóði KHÍ og síðar HÍ til 2009, auk þess sem Mál og menning styrkti rannsóknina með bókagjöfum til þátttakenda.

 

Úr viðtali við Hrafnhildi Ragnarsdóttur í Vísindin í HÍ

„Allir vita að ung börn læra mál á ótrúlega skömmum tíma og eru orðin það sem kallað er altalandi áður en þau byrja í grunnskóla. Hitt fer ekki eins hátt, að þetta er bara byrjunin - í raun taka börn út stóran hluta málþroskans á lykilsviðum máls og málnotkunar í miðbernsku og  á unglingsárum.  

Þetta á ekki síst við um orðaforða, samloðunaraðferðir, stílbrögð og fleira sem tengist færni í semja og skilja alls kyns orðræðu í samfelldu máli - bæði í ræðu og riti - og allt er mikilvægur grundvöllur lesskilnings, ritunar og þar með menntunar.

Kennarar og aðrir sem til þekkja kannast við að frásögn eða annar texti saminn af unglingi er á einhvern hátt rýrari í roðinu en hjá fullorðnum sögumanni, " segir Hrafnhildur. 

 

Markmið

Markmið rannsóknarinnar er m.a. að reyna að kortleggja í hverju sá galdur felst sem greinir mál fullorðinna frá unglingunum, og hvernig hann þróast eftir 10 ára aldur.

  • Er hægt að finna kerfisbundinn mun á máli og málnotkun frá miðbernsku í gegnum unglingastig, menntaskóla og svo háskólanám?
  • Hversu lengi fer fólki fram í flókinni málnotkun eins og reynir á í frásögnum og t.d. álitsgerðum eða röksemdafærslum?
  • Eru textategundir miserfiðar?
  • Hvað með ritmál í samanburði við talmál?
  • Hvenær verða börn jafnvíg á hvort tveggja?
  • Hvenær er hægt að segja að fullþroska sé náð?

Rannsóknin nær til áttatíu einstaklinga úr fjórum aldurhópa/skólastiga: 5. og 8. bekkinga grunnskóla, menntskælinga og ungs fólks á aldrinum 26 til 40 ára sem lokið hafa meistara- og/eða doktorsprófi.

Íslenska rannsóknin er jafnframt hluti af sjö landa samanburðarrannsókn Developing literacy in different contexts and different languages sem styrkt var af Spencer Foundation.

Allir þátttakendur fengu sömu kveikju og sama viðfangsefni: að semja alls fjóra texta af tvennu tagi: frásögn og álitsgerð, hvort um sig bæði í ritmáli á tölvu og í mæltu máli.

Greiningin nær til:

  • orðaforða
  • málfræði
  • setningatenginga og samloðunar
  • textabyggingar og textaþéttleika
  • ritunarferlisins
  • munar á tal- og ritmáli o.fl.  

„Niðurstöður staðfesta að miklar framfarir verða í málnotkun og textagerð frá miðbernsku til unglingsára og enn stærra framfarastökk milli unglinganna og fullorðnu þátttakendunum sem sömdu margfalt lengri, flóknari og glæsilegri texta en börn og unglingar.Þvert á væntingar var hins vegar enginn munur á íslensku 8. bekkingunum og þremur árum eldri nemendum sem höfðu lokið bæði grunnskólapróf og fyrsta ári í menntaskóla," segir Hrafnhildur.

Hún segir þetta vekja furðu - ekki síst í ljósi þess að í flestum hinna landanna er stærsta framfarastökkið einmitt á milli unglingahópanna tveggja. Það virðist blasa við að færni í orðræðu af þessu tagi sé komin undir reynslu og þjálfun sem nú á dögum fæst aðallega í gegnum skólagöngu og menntun.

Hrafnhildur telur  umhugsanarvert hvort mismunandi áherslur í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi samanborið við önnur lönd eigi hlut í þessum óvæntu niðurstöðum.

Ofuráhersla á sértækan undirbúning fyrir samræmd próf í 10. bekk valdi því að íslenskir unglingar fái minna að spreyta sig á flóknum textum, rökræðum og frásögnum í ræðu og riti á þessu skólastigi en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum, t.d. Frakklandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Þroski leik- og grunnskólabarna: Sjálfsstjórn, málþroski og læsi á aldrinum 4 til 8 ára

  • Verkefnisstjóri: Dr. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor.
  • Víðtæk langsniðsrannsókn sem hófst árið 2009 og lauk 2012. 
  • Meðstjórnendur Freyja Birgisdóttir og Steinunn Gestsdóttir

Styrktaraðilar:

  • Rannís
  • Rannsóknasjóður HÍ
  • Menntasvið Reykjavíkurborgar

 

Markmið

Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á þremur lykilsviðum í námi og þroska ungra íslenskra barna, málþroska, læsi og sjálfstjórn, hvernig þau þróast milli fjögra og átta ára aldurs, tengjast innbyrðis og spá fyrir um síðari þróun læsis og námsárangurs.

 

Þáttakendur

Þátttakendur voru alls 277 börn; 144 sem voru fjögra ára þegar rannsóknin hófst og 133 sex ára börn.

80% barnanna bjuggu í Reykjavík, 20% á Akureyri.

Báðum hópum var fylgt eftir í þrjú ár með prófunum á:

  • málþroska (orðaforða, málfræði, hlustunarskilningi, frásagnarhæfni, orðhluta- og hljóðkerfisvitund)
  • læsi (stafsetning, lestrarhraði, lesskilningur, stafaþekking o.fl.)
  • sjálfstjórn barnanna (geta til þess að stýra hugsun, athygli og hegðun) var metin

Bakgrunnsupplýsingar um foreldra og heimilisaðstæður var aflað með spurningalista sem foreldrar svöruðu.

Flest mælitækin voru hönnuð sérstaklega fyrir þessa rannsókn og flest lögð og fyrir eitt barn í einu, í þremur til fjórum skólaheimsóknum á ári.

 

Niðurstöður

Niðurstöður leiddu í ljós marktækar framfarir hjá öllum börnunum í öllum þáttum mál-þroska og læsis á þessu aldursbili en jafnframt gríðarmikinn einstaklingsmun, bæði á leik- og grunnskólaaldri.

Í fyrsta bekk voru meðalskorir lægsta fjórðungs barnanna t.d. svipaðar meðalskorum hæsta fjórðungsins við fjögra ára aldur. Mælingar reyndust stöðugar milli ára og sterkt langtímasamband milli þeirra breyta sem skoðaðar voru.

Sterk tengsl voru á milli málþroskamælinganna innbyrðis og einnig milli læsismælinganna.

Mat á málþroska, sjálf-stjórn og þekkingu á hefðum ritmáls sem lagðar voru fyrir á leikskólaaldri og við upphaf grunnskóla hafði sterkt forspárgildi fyrir lesskilning og umskráningarhæfni þremur árum síðar og bæði orðaforði og sjálfstjórn spáðu einnig fyrir um gengi í stærðfræði í 1. og 3. bekk.

Í heild staðfesta niðurstöður rannsóknarinnar að mikilvægur grunnur læsis og náms-árangurs, sem byggður er á samspili málrænna, félags- og vitsmunalegra þátta, sé lagður á leik- og fyrstu grunnskólaárunum.

Rannsóknin hefur ótvírætt hagnýtt og fræðilegt gildi fyrir fræðimenn og fagfólk, bæði hérlendis og erlendis, enda hafa engar íslenskar og fáar erlendar rannsóknir spannað jafn breitt þroskasvið og þessi, og enn færri auk þess fylgt sömu börnun-um í þrjú ár eða lengur.

Niðurstöður um þroskaferli og einstaklingsmun meðal íslenskra barna og tengsl þeirra við gengi í námi sýna m.a. mikilvægi þess að finna börn í áhættu-hópum strax á leikskólaaldri og þróa á vísindalegum grunni inngrip og aðferðir sem stuðla að farsælli skólagöngu allra barna í bráð og lengd.
 

Okkar mál: Samstarf um menningu mál og læsi í Fellahverfi

Þróunarverkefni um aukið samstarf skóla í Fellahverfi og stofnana í Breiðholti með það að leiðarljósi að efla félagslegan jöfnuð, námsárangur og vellíðan barna í hverfinu.

Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum með annað móðurmál en íslensku, málörvun og lestrarkennslu.

Í því felst meðal annars:

  • Að auka þekkingu kennara og starfsfólks á þáttum sem hafa áhrif á máltöku og læsi allra barna með sérstakri áherslu á börn með annað móðurmál en íslensku
  • Að efla fagleg vinnubrögð og færni kennara í starfi með margbreytilegum barna- og foreldrahópi
  • Að þróa og innleiða fjölbreyttar kennsluaðferðir sem miða að því að jafna tækifæri barna til náms
  • Að afrakstri verkefnisins verði miðlað á fjölbreyttan hátt til annarra er gagn hafa af

Samstarfsaðilar í Okkar mál verkefninu eru:

  • Fellaskóli
  • Leikskólinn Holt
  • Leikskólinn Ösp
  • Miðberg
  • Rannsóknarstofa um þroska, mál og læsi
  • Menntavísindasvið Háskóla Íslands, skóla
  • Frístundasvið Reykjavíkur
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts

Verkefnið er styrkt af Skóla-og frístundaráði Reykjavíkur.

Það fékk Orðsporið 2014 (Félag stjórnenda leikskóla) og viðurkenningu skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið skóla- og frístundastarf 2013.

Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir koma að verkefninu fyrir hönd Rannsóknarstofunnar.
 

Framtíðarsýn í leik - og grunnskólum með áherslu á læsi og stærðfræði á netinu

Þróunarverkefni í skólum Reykjanesbæjar sem miðar að því að bæta námsgengi nemenda í Reykjanesbæ, en nemendur á Suðurnesjum hafa staðið höllum fæti í samræmdum prófum og brottfall úr framhaldsskóla er hátt.

Steinunn Torfadóttir, Helga Sigurmundsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og fleiri komu að ráðgjöf við verkefnið.

 

Þróunarverkefni um leiðir til að fyrirbyggja erfiða hegðun og efla félagsfærni ungra barna

Samvinnuverkefni Önnu-Lindar og starfsfólks leikskólans í Stykkishólmi.

 

Bók í hönd og þér halda engin bönd

Þróunarverkefni í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ og vinna við gerð handbókar um Orðaspjall, sem er kennsluaðferð til að styrkja orðaforða og málþroska leikskólabarna.

Styrkt af Reykjanesbæ og Þróunarsjóði leikskóla.

Árdís Hrönn Jónsdóttir, Inga María Ingvarsdóttir og Hrafnhildur Ragnarsdóttir standa að verkefninu.

 

Mál til komið að lesa

Sögu- og samræðustundir í leikskólum Garðabæjar. Þróunarverkefni um orðaforðakennslu, málörvun og undirbúning læsis á heimilum og í leikskólum. Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Árdís Hrönn Jónsdóttir unnu með Skóladeild Garðabæjar að verkefninu.

Samstarfsverkefni með embætti landlæknis og Skólapúlsinum um líðan framhaldsskólanema. Verkefnisstjóri Anna-Lind Pétursdóttir. Eitt meistaraverkefni tengdist verkefninu.