Einstaklingsmiðað nám

Námskeiðið hentar fyrir alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér hvaða leiðir unnt er að fara til að einstaklingsmiða nám.

  • Stutt námskeið 6-8 kennslustundir
  • Lengra námskeið allt að 20-30 kennslustundir

Einnig er hægt að fá fræðslufund um efnið, 2-4 kennslustundir.

Markmið

Að þátttakendur fái innsýn í hvað einstaklingsmiðað nám er og hvaða leiðir unnt er að fara til skipuleggja einstaklingsbundna kennslu í blönduðum bekk.

 

Viðfangsefni

Hvað er eintaklingsmiðað nám? Hvers vegna á að einstaklingsmiða nám?

Á námskeiðinu verður reynt að svara þessum  spurningum, en ekki síst verða kynntar hugmyndir um hvernig skipuleggja má skólastarfið þannig að koma megi til móts við ólíkar þarfir, áhuga og einstaklingsmun nemenda.

Þá verða kynntar hugmyndir um hvernig skapa má góðan bekkjaranda, um fjölbreyttar kennsluaðferðir og blómlegt foreldrasamstarf. Tekin verða margvísleg dæmi úr kennslu.

 

Vinnulag

Fyrirlestrar, umræður, samvinna, verkefni og leiðsögn.

Lögð er áhersla á að þátttakendur fái tækifæri til að skipuleggja viðfangsefni sem þeir geta prófað í eigin kennslu.

Umsjón

Lilja M. Jónsdóttir

Pöntun og upplýsingar

Pöntun á námskeiði og nánari upplýsingar fást hjá:

No content has been found.