Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir kennurum og styðja þá til þess að nýta sér leiðir til þess að styðja sína nemendur til þess að vera skapandi, opnir og áræðnir í stærðfræðinámi. Eins er lögð áhersla á aðra grunnþætti menntunnar, umræður, hugtakaskilning og fleira.

  • Umfang er samkomulagatriði

Viðfangsefni

Á námskeiðinu er fjallað og unnið með hugtökin sköpun, skapandi námog skapandi stærðfræðinám

Fjallað er um hvernig má styðja nemendur til þess að vera skapandi í stærðfræði til dæmis með:

  • kveikjum
  • umræðum
  • lausnarleitarnámi
  • menningarlegri og rúmfræðilegri skoðun á skrauti
  • að vinna eins og „alvöru“ stærðfræðingar
  • og fleira

Komið er með praktísk dæmi um hvernig vinna má á þennan hátt og tengt við námsefni grunnskólanna.

Eins er fjallað um árangursríkar leiðir til þess að meta skapandi stærðfræðinám og ferlið sem það felur í sér.

Umsjón

Ósk Dagsdóttir, doktorsnemi 

Upplýsingar

Share