Stjórn, hlutverk og samstarf - RannUng
Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna var stofnuð þann 15. maí 2007 við Kennaraháskóla Íslands.
Með stofnun rannsóknarstofunnar er komið til móts við breyttar aðstæður í málefnum ungra barna. Flest börn á aldrinum 3-5 ára sækja nú leikskóla og aukin þekking á því hvernig börn læra og þroskast hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi fyrstu æviáranna og menntun ungra barna.
Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi. Aðalmarkmið Rannsóknarstofu í menntunarfræðum yngri barna er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi yngri barna.
Hlutverk og markmið
- Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviði menntunarfræða yngri barna
- Hafa samstarf við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fræðimenn í menntunarfræðum yngri barna
- Hafa samstarf og tengsl við starfsvettvanginn og þá aðila sem móta stefnu og bera ábyrgð á menntun yngri barna
- Skapa aðstöðu til rannsókna fyrir unga vísindamenn á sviði menntunarfræða ungra barna og veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum rannsóknarstofunnar
- Miðla þekkingu á sviðinu og kynna niðurstöður rannsókna m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi
Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi.
Forstöðumaður
Sara Margrét Ólafsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (saraola@hi.is)
Stjórn RannUng
- Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Kristín Karlsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
- Hanna H. Leifsdóttir, leikskólafulltrúi Garðabæjar
- Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla
RannUng hefur unnið að sérfræðiráðgjöf fyrir eftirtalda aðila
- Leikskólinn Sæborg - ráðgjöf við mat á persónumöppum.
- Bugðu leikskólar - ráðgjöf við sameinlega skólanámskrá.
- Mosfellsbær - ráðgefandi verkefni fyrir Mosfellsbæ vegna nýs skóla sem fyrirhugað er að reisa við Leirvogstungu í Mosfellsbæ
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur verið aðalstyrktaraðili eftirfarandi rannsókna
- Raddir barna
- Á sömu leið
- Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag - verkefni um nýja menntastefnu Reykjavíkur
Samstarf við sveitafélögin í Kraganum
- Þann 25. janúar 2012 s.l. gerði RannUng samstarfssamning við sveitarfélögin í Kraganum; Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes, um rannsóknarverkefni í leikskólum. Verkefnið hlaut heitið Leikum, lærum og lifum
- Þann 6. október 2015 var undirritaður nýr samningur RannUng og sveitarfélaganna í Kraganum um rannsóknarverkefnið Mat á námi og vellíðan leikskólabarna
- Vorið 2018 gerðu RannUng og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur með sér samning um verkefni sem styður við menntastefnu Reykjavíkur. Verkefnið ber heitið Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag