Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein er bók eftir Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur og er hugsuð til málörvunar og hljóðanáms. Sérstaða Lubbaefnisins eru táknrænar hreyfingar fyrir hvert málhljóð. Á heimasíðu Lubba má finna margvíslegar upplýsingar um Hljóðasmiðjur Lubba, m.a. efni sem leggur grunn að lestri og ritun. Hægt er að hlusta á lög og vísur um öll málhljóðin á YouTube og á Spotify. Einnig eru nýir þættir um Lubba aðgengilegir á Sjónvarpi Símans.