Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem er starfrækt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Starfsfólk stofnunarinnar aðstoðar fræðafólk sviðsins við rannsóknir, vinnur að greiningu og úrvinnslu gagna, sér um ráðstefnuhald, heldur utan um útgáfu fræðirita og hefur umsjón með skipulagi doktorsnáms á sviðinu. Menntavísindastofnun á jafnframt í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila utan Menntavísindasviðs. 

Helstu þjónustuþættir

Starfsfólk stofnunarinnar veitir ráðgjöf og aðstoðar varðandi eftirfarandi þætti í rannsóknarstarfi:

  • Tölfræðilega úrvinnslu gagna
  • Skipulag og framkvæmd rannsókna
  • Úrvinnslu viðtala
  • Vettvangsathuganir
  • Persónuverndarmál
  • Rannsóknargögn í opnum aðgangi - Gagnís

Athugið að aðstoðin greiðst að hluta til af stofnuninni en síðan af styrkfé viðkomandi.

 

 

 

Á Menntavísindasviði eru stundaðar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir. Nemendum, kennurum og starfsfólki Háskóla Íslands standa til boða styrkir úr sjóðum sem starfræktir eru við Háskólann og ýmsum erlendum sjóðum.

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.

Starfsfólk Menntavísindastofnunar sér um að aðstoða rannsakendur með styrkumsóknir og rekstur rannsóknarverkefna.

 

 

 

 

 

 

 

Meistaranemar og doktorsnemar geta fengið ráðgjöf varðandi aðferðafræði lokaverkefna sinna

Bóka tíma í ráðgjöf

Menntavísindastofnun tekur þátt í að skipuleggja og halda ráðstefnur á sviði menntamála – stórar sem smáar, innlendar sem erlendar. 

Hér á heimasíðunni má sjá þær ráðstefnur sem stofnunin hefur komið að : https://menntavisindastofnun.hi.is/is/radstefnur

 

Mikið er lagt upp úr sýnileika rannsókna á Menntavísindasviði. 

Menntavísindastofnun sér um umsýslu tveggja fagtímarita sem gefin eru út á Menntavísindasviði og aðstoðar rannsakendur við að setja efni sitt í IRIS upplýsingarkerfi rannsókna á Íslandi. 

Verkefnisstjóri hjá Menntavísindastofnun getur gefið upplýsingar um IRIS/PURE kerfið, haldið námskeið og aðstoðað rannsakendur varðandi skráningar á efni í kerfið.

 

Menntavísindastofnun hefur umsjón með doktorsnámi við Menntavísindasvið allt frá umsókn um doktorsnám til útskriftar doktors. Doktorsnámið heyrir undir stofnunina til að tryggja nálægð við rannsóknarumhverfi sviðsins.

Verkefnastjóri doktorsnáms situr í doktorsnámsnefnd MVS, sinnir upplýsingamiðlun til doktorsnema og leiðbeinenda þeirra og heldur utan um viðburði á vegum doktorsnámsins.

Hér má finna nánari upplýsingar um doktorsnám á Menntavísindasviði 

Share