Header Paragraph

TUM sérrit - kall eftir greinum: Pælt í PISA

Image

Ákall eftir greinum í sérrit TUM - Tímarit um uppeldi og menntun

Pælt í PISA:  Rýnt í niðurstöður PISA 2022

Stefnt er að útkomu sérrits á vegum TUM um niðurstöður PISA 2022 sem kemur út í byrjun árs 2025. Í ritinu verður rýnt í afmarkaða þætti í niðurstöðum fyrir Ísland og þær ræddar í breiðara samhengi. Megin markmið sérritsins er að nýta þá umfangsmiklu könnun sem PISA er til að draga lærdóma um stöðu íslenska skólakerfisins á þeim þáttum sem eru til umfjöllunar og möguleg viðbrögð.

Gert er ráð fyrir ritrýndum greinum í samræmi við kröfur TUM um form og frágang, sjá leiðbeiningar um framsetningu hér:  https://tum.hi.is/leidbeiningar/  

Ennfremur er höfundum boðið að senda inn ritstýrðar greinar sem tengjast sjónarmiðum fagfólks, stjórnenda, foreldra eða nemenda til PISA könnunarinnar. Sérritið kemur út í prentaðri útgáfu sem verður dreift til áskrifenda og samtímis á vef tímaritsins.

Ritstjórar eru Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við HA og Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við HÍ.

 

Skilafrestur: 15. maí 2024: skil á 100 – 150 orða ágripi sem sendist á tum@hi.is

1. júní  2024: svar frá ritstjórn um samþykki eða synjun.

20. september 2024: Skil á lokahandriti

Mars 2025: útgáfa