Útgáfa - hagnýtt efni

Inn á vef Landsbókasafns er að finna mikið að hagnýtum leiðarvísum fyrir rannsakendur í tengslum við birtingu fræðigreina, mat á tímaritum og útgefendum, upplýsingar um ORCiD og IRIS og fleira. 

LEIÐARVÍSAR

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og ORCID númer er nauðsynlegt við skráningu verka í opinvisindi.is. Þeir sem ekki eru þegar komnir með slikt auðkenni geta skráð sig á ORCID.org; skráningin er fljótleg og einföld.

ORCID

LEIÐARVÍSIR LANDSBÓKASAFNS - ORCID

Háskóli Íslands samþykkti stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og lokaverkefnum 6. febrúar 2014. Þar er hvatt til birtingar fræðigreina á vettvangi sem er opinn.

Ein leið til að birta efni í opnum aðgangi er í gegnum Opin vísindi sem er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla. Frá 2016 eru doktorsverkefni einnig vistuð þar. Eldri doktorsverkefni eru vistuð í Skemmunni.

Hér má sjá efni tengt Menntavísindasviði í Opnum vísindum

OPIN VÍSINDI

Opinn aðgangur er heiti á alþjóðlegri hreyfingu sem leitast við að stuðla að opinni útgáfu og ókeypis aðgangi að vísindalegu efni á netinu svo sem ritum og gögnum. 

Bæði tímaritin Netla og TUM eru gefin út í opnum aðgangi samkvæmt CC by 4.0 leyfi. 

Á heimasíðu Opins aðgangs á Íslandi má finna mikið af hagnýtum upplýsingum um efnið

OPINN AÐGANGUR

Landsbókasafn hefur gefið út íslenskar leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative Commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni. 

Í leiðbeiningunum er meðal annars fjallað um eftirfarandi:

  • Tengsl höfundaréttar og CC afnotaleyfa
  • Réttindi höfunda eftir undirritun útgáfusamnings
  • Birtingu efnis með CC afnotaleyfi

Hér má kynna sér efni bæklingsins:

https://openaccess.is/wp-content/uploads/2024/08/CC_afnotaleyfi.pdf

Með tilkomu internetsins hafa orðið til svokölluð rányrkju- eða gervitímarit. Vefurinn Think-Check-Submit (íslensk síða - Hugsaðu, kannaðu, sendu inn) auðveldar rannsakendum að meta áreiðanleika tímarita.

Varðandi tímarit í opnum aðgangi þá er það ákveðinn gæðastimpill ef tímaritið er skráð í Directory of Open Access Journals (DOAJ) eða ef útgefandinn er meðlimur í Open Acess Scholarly Publishing Association (OASPA).

UM RÁNYRKJUTÍMARIT Á SÍÐU OPINS AÐGANGS