Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu

Texti

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að hafa frumkvæði að auknum rannsóknum á íslenskum menningararfi og skólastarfi.

Lögð er áhersla á að stuðlað að rannsóknum á íslenskukennslu, aðferðum og námsefni en einnig kannað hvernig kennsla í íslensku tengist öðrum námsgreinum.

Mynd
Image
Nemendur í Hamri Stakkahlíð

Þann 17. júní 2008 gerðu Kennaraháskóli Íslands og Sigurður Konráðsson, fyrir hönd fagráðs í íslensku, með sér samning um stofnun og rekstur rannsóknarstofu sem ber heitið Rannsóknarstofa í íslenskum fræðum og íslenskukennslu.

Í ljósi nýrra laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla og nýrrar aðalnámskrár skapast spennandi aðstæður í skólum sem mikilvægt er að fylgjast með og móta.

Íslenskukennarar við Menntavísindasvið eru í góðri aðstöðu til að hafa forgöngu um rannsóknir á þessu sviði í ljósi nálægðra við vettvang og rannsókna á kennslufræðilegum þáttum íslenskunnar.

 

Markmið

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að hafa frumkvæði að auknum rannsóknum á íslenskum menningararfi og skólastarfi. Þar ber m.a. að nefna viðhorf til fortíðar, nútíðar og fjölmenningar með tilliti til faggreinarinnar íslensku.

Lögð yrði áhersla á rannsóknir á íslensku sem fræðasviði og námsgrein. Þannig yrðu stuðlað að rannsóknum á íslenskukennslu, aðferðum og námsefni en einnig kannað hvernig kennsla í íslensku tengist öðrum námsgreinum.

Nemendur í framhaldsnámi á vettvangi íslensku og íslenskukennslu hefur fjölgað mjög við Menntavísindasvið.

Ætlunin er að virkja þessa nema eftir því sem kostur er og beina þeim inn á tilteknar brautir, sem tengjast rannsóknum leiðbeinenda og áherslum rannsóknastofunnar. 

 

Samstarf

Eitt af viðfangsefnum rannsóknarstofunnar verður að greiða fyrir samstarf við stofnanir á sviði fræðslu- og menningarmála, bæði heima og erlendis.

  • Íslenskuskór Háskóla Íslands
  • Árnastofnun
  • Námsmatsstofnun
  • Námsgagnastofnun
  • Kennaradeild Háskólans á Akureyri
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  • Rithöfundasamband Íslands

Einnig verður litið til erlendra stofnana sem sinna móðurmálskennslu, ekki síst á Norðurlöndum. Þá verður lögð áhersla á samvinnu við fræðslustofnandi, sveitarfélög og ráðuneyti.
 

Forstöðumaður

 

Stjórn

Námskeið

Íslenskukennarar  hafa um árabil boðið upp á fjölbreytileg námskeið, hver á sínu sviði, m.a. á vegum Starfsþróunar Menntavísindastofnunar.

Íslenskustofa vill stuðla að því að áfram verði haldið á þessari braut og þjónustan aukin.

Námskeiðin hafa meðal annars tengst:

  • framburði
  • framsögn
  • munnlegum frásögnum
  • barnabókmenntum
  • þjóðsögum
  • nútímabókmenntum
  • málfræði
  • bragfræði
  • ljóðagerð
  • stílfræði
  • ritlist og textagerð

Námsefnisgerð

Innan hóps íslenskukennara Menntavísindasviðs hefur aukin áhersla verið lögð á námsefnisgerð. Hér má nefna kennslubækur af ýmsu tagi, ætlaðar grunnskólum. Einnig kennarahandbækur og leiðbeiningar af ýmsu tagi.

Að undanförnu hafa þrír kennarar úr hópnum verið í samstarfi við Skólavefinn um námsefni í íslensku á miðstigi grunnskóla.

Hér er bæði um prentað efni (lesbækur og vinnubækur) og netefni (ítarefni, gagnvirkar æfingar, kennsluleiðbeiningar o.s.frv.) að ræða. Tilraunakennsla á þessu efni er hafin.

Fyrirlestrar

Íslenskukennarar Menntavísindasviðs hafa kappkostað að sinna beiðnum um fyrirlestra, bæði í skólastofnunum og á ráðstefnum sem tengjast skólum og menntun.  

Íslenskustofa er reiðubúin að stuðla að aukinni þjónustu á þessu sviði, til dæmis í samstarfi við skólaskrifstofur og skóla. 

Ráðgjöf

Íslenskustofa vinnur að nánari skipulagningu þessa þáttar. Ætlunin er m.a. að aðstoða stúdenta við að finna yfirlesara og ráðgjafa um textagerð.  

Þá er unnið að því að gera skrá yfir hvers kyns hjálparrit, handbækur og vefsíður um íslenskt mál og stíl.

Áherslur

Lögð er áhersla á rannsóknir á íslensku sem fræðasviði og námsgrein og að stuðla að rannsóknum á íslenskukennslu, aðferðum og námsefni en einnig hvernig kennsla í íslensku tengist öðrum námsgreinum.

Í ljósi laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla og nýrrar aðalnámskrár skapast áhugaverðar aðstæður í skólum sem mikilvægt er að fylgjast með og móta.

Íslenskukennarar við Menntavísindasvið eru í góðri stöðu til að hafa forgöngu um rannsóknir á þessum þáttum í ljósi nálægðar við vettvang.

 

Samstarf

Eitt af viðfangsefnum rannsóknarstofunnar er að greiða fyrir samstarfi við stofnanir á sviði fræðslu- og menningarmála, bæði heima og erlendis. Má þar nefna:

  • íslensku‑ og menningardeild Háskóla Íslands
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Námsmatsstofnun, Námsgagnastofnun,
  • kennaradeild Háskólans á  Akureyri
  • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
  • Rithöfundasamband Íslands.

Einnig er litið til erlendra stofnana sem sinna móðurmálskennslu, ekki síst á Norðurlöndum. Þá er lögð áhersla á samvinnu við fræðslustofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti.

Leitast er við að virkja nemendur í framhaldsnámi á vettvangi íslensku og íslenskukennslu eftir því sem kostur er og beina þeim inn á tilteknar brautir sem tengjast rannsóknum leiðbeinenda og áherslum rannsóknarstofunnar.

 

Rannsóknarverkefni

Meginmarkmið yfirstandandi rannsóknar um íslensku sem námsgrein og kennslutungu er að

  • Varpa ljósi á stöðu íslenskunnar í skólum, bæði sem kennslugreinar og kennslutungu, með því að kanna stefnumörkun, námsefni, starfshætti og viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda;
  • Nýta niðurstöður sem grunn að þróunarstarfi í skólum og kennaramenntun með stuðningi rannsóknarhópsins.

Gögn verða greind með hliðsjón af þrískiptingu Aristotelesar á menntun í þekkingu (episteme), hæfni (techne) og hyggjuvit (fronesis) sem aðlöguð er að rannsókninni.

 

Verkinu er skipt upp í fimm tengda verkþætti:

  • Talað mál og hlustun
  • Lestur
  • Bókmenntir
  • Ritun og stafsetning
  • Málfræði

Gagna er aflað í 10 grunnskólum og 5 framhaldsskólum með vettvangsathugunum, viðtölum og rýningu fyrirliggjandi efnis. Í rannsóknarhópnum eru íslenskukennarar sem fást við að kenna íslensku í kennaradeildum íslenskra háskóla, ásamt doktors- og meistaranemum. Náin samvinna verður við þátttökuskólana.

Sáralítið hefur verið um rannsóknir á íslenskukennslu í skólum. Þessi rannsókn er því mikilvæg sem fyrsta heildarrannsókn á námi og kennslu í íslensku sem kennslugrein og kennslutungu.

Tungumálið stendur frammi fyrir áskorunum; lestur ungs fólks virðist almennt fara minnkandi og íslenskan þarf eins og önnur fámenn málsamfélög að laga sig að gríðarlegu magni af enskum texta sem einkum berst gegnum rafræna miðla.