Sjálfbærni í kennslugreinum grunn- og framhaldsskóla
Námskeiðið er fyrir kennara í grunn- eða framhaldsskólum.
Kynntur verður grunnþátturinn sjálfbærni eins og hann birtist í nýrri aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla með áherslu á hugtakið geta til aðgerða.
Þátttakendur rýna í hvaða áhrif hugmyndir um sjálfbærni hafa á kennslugreinar þeirra út frá vali á viðfangsefnum og kennsluaðferðum.
Rætt verður hvað kennslugreinar þeirra geta lagt af mörkum til að efla sjálfbærnimenntun í skólum og hvernig best sé að standa að þeim breytingum á kennslu greinarinnar sem nauðsynlegar kunna að verða til að stuðla að sjálfbærri þróun.
- Tvö skipti, fjórar kennslustundir í senn (laugardagar 9-12 eða á öðrum umsömdum tímum)
Hæfniviðmið
Að loknu námskeiðinu á kennari að geta:
- greint hvaða viðfangsefni og aðferðir í eigin kennslu falla undir hugmyndir um sjálfbærnimenntun
- skipulagt kennslu og valið viðfangsefni nemenda sem stuðla að aukinni getu til aðgerða
- lagt mat á skólanámskrá einnar kennslugreinar
Gögn
Aðalnámskrá grunn- eða framhaldsskóla, skólanámskrá eigin kennslugreinar og önnur gögn sem kennarar benda á af vef.
Umsjón
![]() |
Auður Pálsdóttir | Dósent | 5255332 | audurp [hjá] hi.is | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/687f69c2-4845-47bd-a334-ae7fbccccf44 | Deild faggreinakennslu |
![]() |
Marey Allyson Macdonald | Prófessor emeritus | 5255323 | allyson [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/9c9ed458-7eaa-410b-82c2-71b839d1b049 | Deild menntunar og margbreytileika |
![]() |
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | Prófessor emeritus | 5255523 | ingo [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/6a8de2ca-8dcf-4a14-aea2-e438744e678b | Deild faggreinakennslu |