Stjórn og hlutverk - RannUng

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna var stofnuð þann 15. maí 2007 við Kennaraháskóla Íslands.

Með stofnun rannsóknarstofunnar er komið til móts við breyttar aðstæður í málefnum ungra barna. Aukin þekking á því hvernig börn læra og þroskast hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi fyrstu æviáranna og menntun ungra barna.

Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi. Aðalmarkmið Rannsóknarstofu í menntunarfræðum yngri barna er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi yngri barna.

Hlutverk og markmið

  • Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviði menntunarfræða yngri barna
  • Hafa samstarf við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fræðimenn í menntunarfræðum yngri barna
  • Hafa samstarf og tengsl við starfsvettvanginn og þá aðila sem móta stefnu og  bera ábyrgð á menntun yngri barna
  • Skapa aðstöðu til rannsókna fyrir unga vísindamenn á sviði menntunarfræða ungra barna og veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum rannsóknarstofunnar
  • Miðla þekkingu á sviðinu og kynna niðurstöður rannsókna m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi

 
Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi.

Forstöðumaður

Sara Margrét Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (saraola@hi.is)
 

Stjórn RannUng

  • Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Bryndísi Gunnarsdóttur, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Hanna H. Leifsdóttir, leikskólafulltrúi Garðabæjar
  • Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla