Viltu taka þátt í umræðu um framtíð menntunar með skólastjórnendum og fræðafólki frá Kanada, Írlandi og Íslandi? 

Tveir möguleikar í boði

  • Námskeið á meistarastigi til eininga (5ECTS)
  • Þriggja daga vinnustofa 14.-16. nóvember (án eininga) undir hatti námskeiðsins

 

Námskeiðið er þróað í samstarfi Menntavísindasviðs, fræðimanna við háskólann í Alberta í Kanada og Dublin, Kennarasambands Íslands og félaga skólastjórnenda af öllum skólastigum.

 

Skráningargjald á námskeiðið er 55.000 krónur fyrir þá sem ekki eru þegar skráðir í nám við Háskóla Íslands

Skráningarhlekkur

""
Nánar um námskeiðið

Dr. J.C. Couture

Dr. Stephen Murgatroyd

Dr. Jean Stiles

Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir

Dr. Börkur Hansen

Dr. Guðrún Ragnarsdóttir

Dr. Jón Torfi Jónasson

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru kenningar og rannsóknir um forystu innan menntakerfa og skóla framtíðarinnar. Unnið verður með hugmyndir og hagnýta reynslu um forystu, teymisvinnu, gildi og aðferðir lýðræðislegra starfshátta. Þáttakendur:

  • greina helstu áhrifaþætti breytinga með það að markmiði að skilja betur núningsfleti og átakapóla.
  • fá að auki rými til að ígrunda og þróa eigin kenningar um breytingar og væntanlega framtíð.
  • deila reynslu sinni af skólastjórnun við síbreytilegar aðstæður, hugsa um og ræða framtíðarmöguleika skólastjórnenda  með aðferðum félagslegrar nýsköpunar.  
  • leggja sameiginlega til efni í alþjóðlega könnun sem hefur það að markmiði að styðja skólastjórnendur framtíðarinnar í að takast á við fjölþættar áskoranir. 

Námskeiðið er skipulagt með stuttri kynningu á netinu í október 2022 og tveimur staðbundnum lotum.

  • Fyrsta lotan (vinnustofa) fer fram á ensku dagana 14.–16. nóvember á Menntavísindaviði Háskóla Íslands.
  • Seinni lotan fer fram á íslensku á vorönn 2023 en þá kynna þátttakendur afurðir sínar.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við

Share