HBSC og ESPAD

 

 

Health Behavior in School aged Children (HBSC) er rannsókn á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Rannsóknin hóf göngu sína 1982 og nær nú til 51 lands. Rannsóknin hefur verið framkvæmd á Íslandi frá árinu 2006, fyrst við Háskólann á Akureyri og síðar við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að safna samanburðarhæfum gögnum um heilsu, velferð, heilsuhegðun og félagslegt umhverfi 11, 13 og 15 ára barna í þátttökulöndunum. Frá 2022 verður gagnasöfnun fyrir HBSC hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni.

Ársæll Már Arnarsson, Sigrún Daníelsdóttir og Rafn Magnús Jónsson. (2020). Félagstengsl íslenskra barna og ungmenna. Embætti landlæknis.

Einar B. Þorsteinsson og Ársæll Arnarsson. (2018). Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi.  Menntavísindastofnun.

HBSC- Alþjóðlegar skýrslur

HBSC- Yfirlit yfir fræðigreinar

The European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) er evrópskt rannsóknarverkefni sem miðar að því að safna samanburðarhæfum gögnum um neyslu 16 ára unglinga á áfengi, tóbaki og öðrum ávana- og vímuefnum. Einnig er spurt um fjárhættuspil og ýmislegt í félagsumhverfi svarenda sem tengist eða hefur áhrif á vímuefnanotkun. Rannsóknin hóf göngu sína 1995 og hefur verið framkvæmd á Íslandi frá upphafi, fyrst við Háskólan á Akureyri og síðar við Háskóla Íslands. Frá 2022 verður gagnasöfnun fyrir ESPAD hluti af Íslensku æskulýðsrannsókninni.

 

Íslenska Vímuefnarannsóknin

Ársæll Már Arnarson og Ingibjörg Kjartansdóttir (2020). Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi. Menntavísindastofnun

 

ESPAD - Alþjóðlegar skýrslur

ESPAD - Yfirlit yfir fræðigreinar