Málþing NNN

Haldin voru tvö opin málþing á vegum NNN í mars og apríl 2019 og svo á Menntakviku í október í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Á þeim voru rædd álitamál tengd innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla árin 2011 og 2013 og hvernig kennarar og aðrir sérfræðingar hafa túlkað og unnið eftir henni. Á málþingunum var einnig rætt um óljósan skilning hagsmunaaðila á lykilhugtökum eins og hæfni, hæfniviðmiðum, matsviðmiðum, hæfnikortum og bókstafaeinkunnum ásamt beitingu þessara hugtaka í skólastarfi. Einnig var rætt um vinnubrögð við námsmat og notkun upplýsingakerfa eins og Mentors í því skyni.

  • Gestur á fyrra málþinginu var J. J. van den Akker, rannsakandi og ráðgjafi á sviði námskrárfræða, fyrrverandi stjórnandi námskrárstofnunarinnar SLO og prófessor við Háskólann í Twente. Erindi hans nefndist Global trends in curriculum frameworks.
     
  • Á málþinginu í apríl höfðu fimm íslenskir fyrirlesarar framsögu, þau Hulda Proppé grunnskólakennari, Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri, Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Rúnar Sigþórsson prófessor og Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar. Yfiskrift málþingsins var: “Samræmt” hæfnimat í skyldunámi: Menntauppbót eða bókhaldsbaggi? Lokamat – Leiðsagnarmat – Mat samtvinnað námi og kennslu".
     
  • Til stendur að halda þriðja málþingið haustið 2021. Það er hugsað sem beint framhald hinna tveggja.