Rannsóknir NNN
- 2021. Rannsóknir NNGE. Þátttaka í starfi norræns samstarfsnets (network) um rannsóknir á stöðu bráðgerra nemenda í skólakerfinu, Nordic Network on Gifted Education. Samstarfsnetið er nýstofnað, en hefur ekki opnað heimasíðu. Þátttakendur frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. (MÞ)
- 2021. Samstarf við UC Syd Institut for læreruddannelse í Haderslev Jótlandi um reynsluna af tveimur stórum verkefnum hérlendis, sem fólu í sér úrræði fyrir bráðgera nemendur. Verkefnin voru Bráðger börn verkefni við hæfi og Ad Astra. Niðurstöður verða kynntar á ráðstefnu World Council for Gifted and Talented Children í ágúst 2021. (MÞ)
- 2021. Samstarf við háskóla í Leipzig í Þýskalandi um samanburð á menntakerfum Þýskalands og Íslands með tilliti til menntunar án aðgreiningar í alþjóðlegu samhengi. (JK)
Innleiðing matskerfis