Orðhlutaleið í stafsetningarkennslu

Markmið þessa námskeiðs er að leggja á ráðin um hvernig gera má stafsetningarkennslu í venjulegri bekkjarkennslu ánægjulegri og árangursríkari.

Jafnframt hvernig hjálpa má nemendum sem eru slakir í stafsetningu, eiga annað móðurmál en íslensku eða eiga við sértæka stafsetningarörðugleika að glíma.

Viðfangsefni

Fjallað verður um meginreglurnar þrjár í stafsetningu:

  • framburðarregluna
  • hefðarregluna
  • orðhlutaregluna

og hvernig þær leysa hinar hefðbundnu 95 stafsetningarreglur kennslubókanna af hólmi.

Börn tileinka sér ritmálið og stafsetninguna á sama hátt og þau tileinka sér talmálið. Þess vegna er meginhlutverk kennara ekki endilega að kenna málfræðireglur heldur að skapa skilyrði til farsællar og eðlilegrar umgengni við ritmálið, þar sem gott framboð er af lesefni og nemendur ræða um það sem þeir lesa og um orð sem þeir ekki skilja.

Stafsetningarkennsla er ekki spurning um kennsluaðferð, heldur lífsstíl. Lykilatriði í því sambandi er að virkja málvitund barna, rækta skýran og vandaðan framburð, sjónminni og málskilning. Þá lærist stafsetning að mestu leyti af sjálfu sér.

Orðhlutaleiðin fellur vel að ýmsum þróunarverkefnum í skólum á síðari árum, Markvissri málörvun, Byrjendalæsi og Orði af orði.

Vinnulag

Þetta námskeið getur verið í ýmsum stærðum, allt frá tveggja stunda örnámskeiði og upp í alvöru námskeið sem meta má sem eina til tvær háskólaeiningar (ECTS).

Námskeið í fullri lengd skiptist á milli kennslu og tilraunakennslu í bekk. Þá byrjar námskeiðið með einum degi í ágúst (eða janúar) og er fylgt eftir með tveimur skiptum yfir misserið þar sem kennarar skiptast á reynslu af tilraunakennslu og greiða úr vandamálum sem upp hafa komið.

Á lokadegi leggja þáttakendur fram skýrslu um stafsetningarkennslu sína, þar sem þeir draga lærdóma af starfi sínu á önninni.

Umsjón

Mynd af Baldur Sigurðsson Baldur Sigurðsson Prófessor emeritus 5255339 balsi [hjá] hi.is