Rannsóknarstofa í fjölmenningar- og fjöltyngisfræðum

Texti

Leitast er við að efla og skapa samstarfsvettvang fyrir rannsóknir á sviði fjölmenningarfæða.

Stofan veitir fræðimönnum og rannsóknahópum á sviði íslenskrar fjölmenningar tækifæri til að sinna hluta rannsóknaskyldu sinnar á vegum stofunnar. 

 

Mynd
Mynd
""

Hlutverk og markmið

 • Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviðinu
 • Vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og við fræðimenn annarra sviða
 • Hafa samstarf og tengsl við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviðinu í samfélaginu
 • Hafa samstarf við erlenda aðila um rannsóknir
 • Veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknir og námsverkefni á vegum rannsóknastofunnar
 • Stuðla að því að yfirsýn fáist yfir rannsóknir á umræddu sviði, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu
 • Veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sínu sviði eftir því sem aðstæður leyfa

Forstöðumaður

 • Charlotte Eliza Wolff 

Stjórn

 • Artëm Ingmar Benediktsson
 • Ragnheiður Gísladóttir 
 • Renata Emilsson Pesková 
 • Saga Stephensen

Bækur

 • Fjölmenning og skólastarf. Ritstjórar eru Hanna Ragnarsdóttir dósent HÍ og Elsa Sigríður Jónsdóttir f.v. lektor HÍ.
 • Fjölmenning á Íslandi. Útgefin 2007. Ritstjórar Hanna Ragnarsdóttir, Elsa S. Jónsdóttir og Magnús Þ. Bernharðsson. Styrkt af Reykjavíkurborg, Mannréttindanefnd Rvk og Samtökum atvinnulífsins

 

Greinar

 • Fjölmenningarlegir leikskólar – stjórnendur, skólamenning og erlendir starfsmenn. Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal (2007-2008). Lokið. 
 • Birtingar: Í Fjölmenning og skólastarf (væntanleg í des. 2009). Í Canadian Journal of Educational Administration and Policy (væntanlegt 2009)
 • Rannsókn á stöðu og reynslu nemenda af erlendum uppruna við KHÍ. Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal (2006-2007). Styrkt af Rannsóknasjóði KHÍ. Lokið.
 • Birtingar: Í Uppeldi og menntun 16-2, 2007. Í Canadian Journal of Educational Administration and Policy (væntanlegt 2009) 
 • Rannsókn á stöðu og reynslu ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Elsa S. Jónsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir. Styrkt af Rannsóknasjóði KHÍ. Yfirstandandi (2005-). 
 • Birtingar: Í Fjölmenning og skólastarf (væntanleg í des. 2009)
 • Rannsókn á samspili heimamenningar og skólamenningar í fjölmenningarlegu samfélagi. Hanna Ragnarsdóttir (2002-2005). Styrkt af Rannsóknasjóði KHÍ. Lokið. 
 • Birtingar: Í Fjölmenning á Íslandi (2007). Í Uppeldi og menntun 13-1, 2004. 
 • Collisions and continuities: Ten immigrant families and their children in Icelandic society and schools (doktorsritgerð, 2007).
 • Rannsókn á félagslegu umhverfi, móttöku og aðlögun erlendra barna í leikskólum á Íslandi. Hanna Ragnarsdóttir (2000-2001). Lokið.
 • Birtingar: Í Uppeldi og menntun 11, 2002.