Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði (RÍH)
Tilgangur rannsóknastofunnar er að auka frumkvæði og efla rannsóknir á sviðinu.
Stofan veitir þjónustu á sviði rannsókna og ráðgjafar og stendur fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða.

Hlutverk og markmið
- Að stunda vísindarannsóknir
- Að veita rannsóknarþjónustu og ráðgjöf
- Að standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða
Vísindarannsóknir
Markmið með rannsóknarstarfi:
- Eiga frumkvæði að og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða
- Skapa aðstöðu til rannsókna fyrir unga vísindamenn, svo sem meistara- og doktorsnema á sviði íþrótta- og heilsufræða
- Veita nemendum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum stofunnar
- Vera samstarfsvettvangur um rannsóknarstarf fræðimanna á sviði íþrótta- og heilsufræða
- Vera vettvangur til rannsóknarsamstarfs við fræðimenn annarra fræðasviða
- Hafa samstarf og tengsl um rannsóknir við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviði íþrótta- og heilsufræða í samfélaginu
Rannsóknarþjónusta og ráðgjöf
Markmið með rannsóknarþjónustu og ráðgjöf:
- Veita íþróttafólki, íþróttafélögum og sérsamböndum rannsóknarþjónustu
- Veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sviði íþrótta- og heilsufræða til félagasamtaka, einkaaðila, fyrirtækja sem og opinberra stofnana eins og heilbrigðisstofnana og skólastofnana
Ráðstefnur og málþing
Markmið með miðlunarstarfi er að:
- Miðla þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða og kynna niðurstöður rannsókna, meðal annars með útgáfu fræðigreina, fræðirita og með fyrirlestrahaldi
- Standa fyrir ráðstefnuhaldi á sviði íþrótta- og heilsufræða fyrir innlenda sem erlenda þátttakendur
- Standa fyrir málþingum fyrir félagasamtök eins og íþróttahreyfinguna, heibrigðissamtök og skólastofnanir
Fomaður
- Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Ph.D, Formaður stjórnar, Dósent við Íþróttafræðasetur HÍ
Stjórn
- Erlingur Jóhannsson, erljo@hi.is
- Sigurbjörn Árni Arngrímsson
- Janus Guðlaugsson
- Guðmundur Sæmundsson
- Hafþór Guðmundsson
- Anna Sigríður Ólafsdóttir
- Gunnhildur Hinriksdóttir
Ritrýndar fræðigreinar
Greinar unnar úr gögnum rannsóknarinnar Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga
- Kristjan Thor Magnusson, Torarinn Sveinsson, Sigurbjörn Á Arngrímsson, and Erlingur Jóhannsson. Predictors of fatness and physical fitness in nine-year-old Icelandic school children. International Journal of Pediatric Obesity, 2008; 18:1-9
- Sigurbjörn Á Arngrímsson, Torarinn Sveinsson, and Erlingur Johannsson. Peak oxygen uptake in children: evaluation of an older prediction method and development of a new one. Pediatric Exercise Science, 2008; 20:62-73
- Sigurbjörn Á Arngrímsson, Torarinn Sveinsson, Ingibjorg Gunnarsdottir, Gestur I Palsson, Erlingur Johannsson, and Inga Thorsdottir. The relation of fatness to insulin is independent of fitness in 9- but not 15-yr-olds. Medicine and Science in Sports and Exercise, 2008; 40:43-49
- Erlingur Johannsson, Sigurbjörn Á Arngrímsson, Inga Thorsdottir, and Torarinn Sveinsson. Tracking of overweight from early childhood to adolescence in cohorts born 1988 and 1994: Overweight ina high birth weight population. International Journal of Obesity, 2006; 30:1265-1271
- Inga Thorsdottir, Ingibjorg Gunnarsdottir, Gestur I Palsson, and Erlingur Johannsson. Anthropometric predictors of serum fasting insulin in 9- and 15-year-old children and adolescents. Nutrition, Metabolism and Cardiovascular Diseases, 2006; 16:263-271
Aðrar greinar
- Ingibjörg Gunnarsdóttir. Mataræði 9 og 15 ára barna og unglinga. Mjólkurmál, Tímarit Tæknifélags Mjólkuriðnaðarins, 2006; 30(1)
- Sundleikjahandbók. Sundleikjahandbókin er lokaverkefni Bjarnfríðar Magnúsdóttur í meistaranámi í íþrótta- og heilsufræði. Hún er frábært hjálpartæki sem sundkennara geta nýtt í kennslu
Að auki hefur Íþróttafræðasetur staðið fyrir útgáfu blaðsins Íþróttafræði, þar sem fram koma ýmsar greinar unnar meðal annars af nemendum og starfsfólki Íþróttafræðaseturs.
Rannsóknir
Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka lífsstíl níu og fimmtán ára Íslendinga og var rannsóknin framkvæmd skólaárið 2003-2004.
- Úrtakið var 1323 níu og fimmtán ára börn í 18 grunnskólum á Íslandi
- 939 forráðamenn gáfu samþykki fyrir þátttöku barna sinna og var þátttökuhlutfallið því um 71 %.
Rannsóknin var framkvæmd á landsvísu og forsendur úrtaks voru að:
- 60% þátttakenda væri af höfuðborgarsvæðinu
- 35% úr bæjum út á landi
- 5% úr dreifbýli
Fjölmargir lífsstílsþættir voru rannsakaðir, svo sem holdafar, þrek, líkamshreyfing og mataræði, auk þess sem blóðsýni voru tekin og spurningalistar lagðir fyrir þátttakendur.
Helstu niðurstöður sýna að:
- Um 20% af þeim 9 og 15 ára íslensku börnum sem þátt tóku í rannsókninni eru of feit eða of þung
- Of þung börn hafa minna þrek en þau sem eru í kjörþyngd, og því hærra sem fituhlutfall þátttakenda var því minna hreyfðu þeir sig
- Bæði 9 og 15 ára drengir hreyfa sig meira og hafa meira þrek en jafngamlar stúlkur
Athyglisvert er að þegar ferill ofþyngdar hjá börnum er skoðaður afturvirkt kemur í ljós að 51% barna sem eru of þung við 6 ára aldur eru það einnig við 15 ára aldur.
Meðalþyngd barna er að aukast því að við 9 ára aldur voru börn fædd 1994 0,5 kg þyngri en börn fædd 1988 og að sama skapi eru tvöfalt fleiri börn skilgreind sem of feit í 1994-árganginum, bæði við 6 og 9 ára aldur.
Hlutfall orkuefna í fæði barnanna var að jafnaði samkvæmt ráðleggingum, að undanskildum viðbættum sykri og mettaðri fitu sem voru hærri og neyslu mjúkrar fitu og trefjaefna sem var lægri en ráðlagt er.
Ávaxta- og grænmetisneysla var lítil og hið sama gildir um fiskneyslu en hún var að meðaltali um 30 grömm á dag.
Meðalneysla sætra drykkja var um hálfur lítri á dag og um 40% sykurs í fæði barnanna komu úr sætum drykkjum.
Of þungir 9 ára drengir borðuðu meira magn af mat, sælgæti, sætum drykkjum og kjötvörum en drukku minna af mjólk en jafnaldrar þeirra í kjörþyngd. Of þungar 9 ára ára stúlkur og 15 ára drengir greindu sig ekki frá jafnöldrum sínum í orkuinntöku.
Íþróttaiðkun íslenskra barna og unglinga er algeng. Fleiri börn hreyfa sig og taka þátt í íþróttum innan íþróttafélaga 2003 – 2004 en 1992. Skipuleg íþróttaiðkun er að aukast þar sem þeir sem stunda íþróttir æfa meira en áður og tengist það ýmsum þáttum í umhverfi íþróttanna. En þrátt fyrir aukna þátttöku í íþróttum og hreyfingu eru ýmsir kyrrsetuþættir orðnir fyrirferðarmiklir í lífi ungs fólks og piltar eyða meiri tíma í tölvuleiki og horfa meira á sjónvarp en stúlkur.
Þessar rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að offita Íslenskra barna sé mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál, sérstaklega vegna þess að ástæður aukins hreyfingarleysis og offitu barna eru ekki alveg augljósar.
Fullyrða má að offituvandinn eigi rætur sínar að rekja til þeirra miklu samfélags- og menningarlegu breytinga sem orðið hafa á undanförnum árum í vestrænum nútímaþjóðfélögum. Í ljósi þess verður í framtíðinni að gripa til markvissra samfélagslegra aðgerða til að draga úr mætti þess offituhvetjandi umhverfis sem fólk á Íslandi býr við.
Aðgerðaáætlanir verða því að stefna að bættu mæðra- og ungbarnaeftirliti, auknu vægi hreyfingar í skólastarfi leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem og að tryggja að í skólum sé í boði hollur og næringaríkur matur.
Nauðsynlegt er að efla vitund og ábyrgð foreldra á mikilvægi hreyfingar og hollu og réttu mataræði fyrir alla í fjölskyldunni. Auka þarf fjölbreytileika íþróttastarfs á vegum íþróttafélaga þannig að starfið höfði til fleiri einstaklinga og tryggja verður að börn yngri en 10 ára hafi frían aðgang að íþróttaþjálfun.
Mikilvægt er að sveitarfélög tryggi að góðir leikvellir, sparkvellir, útivistarsvæði, hjólastígar og önnur opin svæði séu til staðar.
Að lokum er afar brýnt að stjórnvöld marki skýrari stefnu varðandi aðgerðir og að í framtíðinni verði meiri fjármunum veitt til rannsókna á þessu fræðasviði.
Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna líkamsástand barna í 2. bekk í grunnskólum í Reykjavík og finna út hvort sértækar íhlutunaraðgerðir sem stuðla að breyttu mataræði og aukinni hreyfingu hafi áhrif á holdarfar, þrek, mataræði og blóðgildi hjá börnunum á tveggja ára rannsóknartímabili.
Líkamsástand var kannað í byrjun og lok rannsóknartíma með því að mæla:
- líkamsþyngdarstuðul
- líkamsfitu
- líkamsástand með þrekprófi
- líkamshreyfingu með hröðunarmælum
- lífefnafræðilegar mælingar í blóði
Einnig var hreyfing og mataræði athugað með spurningalistum til barna og foreldra.
Rannsóknin var gerð á um 300 börnum í grunnskólum í Reykjavík sem fóru haustið 2006 í 2. bekk og var helmingur barna í íhlutunarhópi (Fossvogsskóli, Langholtsskóli og Seljaskóli) en hinn helmingurinn í viðmiðunarhópi (Árbæjarskóli, Ingunnarskóli og Laugarnesskóli). Rannsóknin var framkvæmd á árunum 2006-2008.
Íhlutunin fólst í því að auka hreyfingu og stuðla að breyttu mataræði hjá öllum börnum í íhlutunarhópi og einnig því að vera með sértækar íhlutanir í þeim hluta hópsins sem telst áhættuhópur með tilliti til ofþyngdar.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvort sértækar aðgerðir í skólum geti stuðlað að hollari lífsháttum, bætt heilsu og vellíðan, og þar með minnkað heilsufarsvandamál tengd lifnaðarháttum.
Rannsakendur
- Erlingur Jóhannsson
- Inga Þórsdóttir
- Ingvar Sigurgeirsson
- Hannes Hrafnkelsson
- Ása Guðrún Kristjánsdóttir
- Kristján Þór Magnússon
- Katrín Heiða Jónsdóttir
- Erna Héðinsdóttir.
Í stóru rannsóknarverkefni eins og Lífstíll 9 og 15 ára Íslendinga er rannsóknarferlið bæði langt, margþætt og flókið.
Margir lögðu hönd á plóg við gerð þessarar rannsóknar, bæði við framkvæmd hennar og gagnasöfnun, sem og við greinaskrif í vísindatímarit og fleira:
- Dr. Erlingur Jóhannsson, prófessor HÍ, var yfirstjórnandi verkefnisins og stýrði verkþáttum þess
- Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor HÍ, hafði yfirumsjón með rannsóknum á mataræði
- Gestur Pálsson, sérfræðingur í barnalækningum. Barnaspítala Hringsins - Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, kom að töku og meðferð blóðsýna
- Dr. Þórarinn Sveinsson, dósent HÍ, hafði yfirumsjón með hreyfimælingum og kom að þrekmælingum
- Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent HÍ, hafði yfirumsjón með þrekmælingum og blóðþrýstingsmælingum
- Dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor HÍ, og Viðar Halldórsson, lektor HR, komu að uppsetningu spurningalista og sáu um framkvæmd þeirra
Aðrir sem einnig aðstoðuðu við gagnaöflun og hafa skrifað vísindagreinar:
- Ingibjörg Gunnarsdóttir, dósent HÍ
- Kristján Þór Magnússon, doktorsnemi HÍ
Niðurstöður
Hér verða taldar upp helstu niðurstöður rannsóknarinnar, en að auki hafa niðurstöðurnar verið í ritrýndum greinum, á veggspjöldum, og með erindum og fyrirlestrum.
Holdafar og þrek
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að um 20% af þeim 9 og 15 ára íslensku börnum sem tóku þátt í rannsókninni voru of þung eða of feit.
Ofþung börn hafa minna þrek en þau sem eru í kjörþyngd og því hærra sem fituhlutfall þátttakenda var, því minna hreyfðu þeir sig.
Bæði 9 og 15 ára drengir hreyfa sig meira og hafa meira þrek en stúlkur á sama aldri.
Athyglisvert er að þegar ferill ofþyngdar hjá börnum er skoðaður afturvirkt kemur í ljós að 51% barna sem eru of þung við 6 ára aldur eru það einnig við 15 ára aldur.
Meðalþyngd barna er að aukast því að við 9 ára aldur voru börn fædd 1994 0,5 kg þyngri en börn fædd 1988 og að sama skapi eru tvöfalt fleiri börn skilgrind sem offeit í 1994 árganginum, bæði við 6 og 9 ára aldur.
Mataræði og næring
Hlutfall orkuefna í fæði barnanna var að jafnaði samkvæmt ráðleggingum, að undanskildum viðbættum sykri og mettaðri fitu sem voru hærri og neyslu mjúkrar fitu og trefjaefna sem var lægri en ráðlagt er.
Ávaxta- og grænmetisneysla var lítil og hið sama gildir um fiskneyslu en hún var að meðaltali um 30 grömm á dag. Meðalneysla sætra drykkja var um hálfur lítri á dag og um 40% sykurs í fæði barnanna komu úr sætum drykkjum.
Of þungir 9 ára drengir borðuðu meira magn af mat, sælgæti, sætum drykkjum og kjötvörum en drukku minna af mjólk en jafnaldrar þeirra í kjörþyngd.
Of þungar 9 ára stúlkur og 15 ára drengir greindu sig ekki frá jafnöldrum sínum í orkuinntöku.
Íþróttaþátttaka
Íþróttaiðkun íslenskra barna og unglinga er algeng. Fleiri börn hreyfa sig og taka þátt í íþróttum innan íþróttafélaga 2003-2004 en 1992.
Skipuleg íþróttaiðkun er að aukast þar sem þeir sem stunda íþróttir æfa meira en áður og tengist það ýmsum þáttum í umhverfi íþróttanna. En þrátt fyrir aukna þátttöku í íþróttum og hreyfingu eru ýmsir kyrrsetuþættir orðnir fyrirferðarmiklir í lífi ungs fólks og piltar eyða meiri tíma í tölvuleiki og horfa meira á sjónvarp en stúlkur.
Úrræði
Þessar rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að offita íslenskra barna sé mjög alvarlegt heilbrigðisvandamál, sérstaklega vegna þess að ástæður aukins hreyfingarleysis og offitu barna eru ekki alveg augljósar.
Fullyrða má að offituvandinn eigi rætur sínar að rekja til þeirra miklu samfélags- og menningarlegu breytinga sem orðið hafa á undanförnum árum í verstrænum nútímaþjóðfélögum.
Í ljósi þess verður í framtíðinni að grípa til markvissra samfélagslegra aðgerða til að drara úr mætti þess offituhvetjandi umhverfis sem fólk á Íslandi býr við.
Aðgerðaáætlanir verða því að stefna að bættu mæðra- og unbarnaeftirliti, auknu vægi hreyfingar í skólastarfi leik-, grunn- og framhaldsskóla, sem og að tryggja að í skólum sé í boði hollur og næringarríkur matur.
Nauðsynleg er að efla vitund og ábyrgð foreldra á mikilvægi hreyfingar og hollu og réttu mataræði fyrir alla í fjölskyldunni.
Auka þarf fjölbreytileika íþróttastarfs á vegum íþróttafélaga þannig að starfið höfði til fleiri einstaklinga og tryggja verður að börn yngri en 10 ára hafi frían aðgang að íþróttaþjálfun.
Mikilvægt er að sveitarfélög tryggi að góðir leikvellir, sparkvellir, útivistarsvæði, hjólastígar og önnur opin svæði séu til staðar.
Að lokum er afar brýnt að stjórnvöld marki skýrari stefnu varðandi aðgerðir og að í framtíðinni verði meiri fjármunum veitt til rannsókna á þessu fræðasviði.