Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng)

Um RannUng

Markmið RannUng er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna á aldrinum 0 - 8 ára og vera vettvangur fræðaþróunar á því sviði. 

Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu.

Image
Logo RannUng - vitt utanum

Fréttir

Árlegur Morgunverðarfundur RannUng verður haldinn á Grandhóteli mánudaginn 13. maí kl. 8:30-11:00
 

Dagskrá

Skráning

Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna var stofnuð þann 15. maí 2007 við Kennaraháskóla Íslands.

Með stofnun rannsóknarstofunnar er komið til móts við breyttar aðstæður í málefnum ungra barna. Flest börn á aldrinum 3-5 ára sækja nú leikskóla og aukin þekking á því hvernig börn læra og þroskast hefur opnað augu fólks fyrir mikilvægi fyrstu æviáranna og menntun ungra barna.

Á vegum rannsóknarstofunnar taka vísindamenn og fagfólk höndum saman um að vinna rannsóknir og sinna brýnum og aðkallandi málefnum í íslensku samfélagi. Aðalmarkmið Rannsóknarstofu í menntunarfræðum yngri barna er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi yngri barna.

 

Hlutverk og markmið

 • Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviði menntunarfræða yngri barna
 • Hafa samstarf við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fræðimenn í menntunarfræðum yngri barna
 • Hafa samstarf og tengsl við starfsvettvanginn og þá aðila sem móta stefnu og  bera ábyrgð á menntun yngri barna
 • Skapa aðstöðu til rannsókna fyrir unga vísindamenn á sviði menntunarfræða ungra barna og veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum rannsóknarstofunnar
 • Miðla þekkingu á sviðinu og kynna niðurstöður rannsókna m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi

 
Rannsóknarstofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi.

Forstöðumaður

Sara Margrét Ólafsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (saraola@hi.is)
 

Stjórn RannUng

 • Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Kristín Karlsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Hanna H. Leifsdóttir, leikskólafulltrúi Garðabæjar
 • Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla

RannUng hefur unnið að sérfræðiráðgjöf fyrir eftirtalda aðila

 • Leikskólinn Sæborg - ráðgjöf við mat á persónumöppum. 
 • Bugðu leikskólar - ráðgjöf við sameinlega skólanámskrá. 
 • Mosfellsbær - ráðgefandi verkefni fyrir Mosfellsbæ vegna nýs skóla sem fyrirhugað er að reisa við Leirvogstungu í Mosfellsbæ

 

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar  hefur verið aðalstyrktaraðili eftirfarandi rannsókna

 • Raddir barna
 • Á sömu leið 
 • Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag - verkefni um nýja menntastefnu Reykjavíkur

 

Samstarf við sveitafélögin í Kraganum

 • Þann 25. janúar 2012 s.l. gerði RannUng samstarfssamning við sveitarfélögin í Kraganum; Garðabæ, Hafnarfjörð, Kópavog, Mosfellsbæ og Seltjarnarnes, um rannsóknarverkefni í leikskólum. Verkefnið hlaut heitið Leikum, lærum og lifum
 • Þann 6. október 2015 var undirritaður nýr samningur RannUng og sveitarfélaganna í Kraganum um rannsóknarverkefnið Mat á námi og vellíðan leikskólabarna
 • Vorið 2018 gerðu RannUng og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur með sér samning um verkefni sem styður við menntastefnu Reykjavíkur. Verkefnið ber heitið Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag

RannUng hefur gefið út fimm bækur frá stofnun og sú sjötta er á leiðinni. Fyrsta bókin

 

Bækur

 • Sjónarmið barna og lýðræði í leikskólastarfi. 2008
 • Lítil börn með skólatöskur - Tengsl leikskóla og grunnskóla. Höfundur bókarinnar er dr. Jóhanna Einarsdóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
 • John Dewey í hugsun og verki - Menntun, reynsla og lýðræði. Ritstjórar, Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson
 • Raddir barna, 2012. Ritstjórar eru Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðasdóttir
 • Á sömu leið, 2013. Ritstjórar eru Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir
 • Leikum, lærum lifum, 2016. Ritstjórar eru Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir

 

Bæklingar

Efni kemur hér

Rannsóknir

Haustið 2015 hófst undirbúningur að nýju samstarfsverkefni RannUng og leikskóla í:

 • Garðabæ
 • Hafnarfirði
 • Kópavogi
 • Mosfellsbæ
 • Seltjarnarnesi 

Samstarfið beinist að Mati á námi og vellíðan barna út frá Þemahefti um námsmat í leikskólum (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013).

Tímarammi verkefnisins spannar 3 ár (2015-2018) og megin verkþættir eru undirbúningur, fræðsla og innleiðing matsaðferða.

Samhliða verkefninu verður unnin starfendarannsókn (e. action research) þar sem þátttakendur beina athyglinni að þeim aðferðum sem notaðar eru við mat á námi og vellíðan barna.

Einnig voru prófaðar nýjar leiðir sem þátttakendur tóku sjálfir þátt í að móta og gerðar voru athuganir á því hvernig til tókst með því að afla fjölbreyttra gagna um það sem gerðist í ferlinu ásamt því að greina og túlka þróunina.

Verkefnið var unnið í samstarfi sérfræðinga á vegum RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna), meistaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og eins leikskóla í hverju sveitarfélagi.

Vorið 2018 gerðu RannUng og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur með sér samning um verkefni sem styður við menntastefnu Reykjavíkur.

Verkefnið ber heitið Leikur, styðjandi samskipti og lærdómssamfélag.

Markmiðið með verkefninu er að efla fagmennsku deildarstjóra og annars starfsfólks leikskóla í þeim tilgangi að ná fram markmiðum sem sett hafa verið fram í nýrri menntastefnu Reykjavíkur.

Þar kemur fram áhersla á læsi, sjálfseflingu, skapandi hugsun, félagsfærni og heilbrigði barna.

Ætlunin er að þátttakendur þrói starf í leikskólum út frá þessum þáttum með megináherslu á nám í gegnum leik og vel ígrunduð og styðjandi samskipti. Til að styrkja megi leikskólann sem lærdómssamfélag er stutt við börn sem virka þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi þar sem þau fá tækifæri til að tjá sig, hlusta á aðra og hafa áhrif á eigið líf.

Þannig verður unnið að jafnréttissjónarmiðum skv. Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar svo sem:

 • út frá jafnrétti kynja
 • aldri
 • fötlun
 • uppruna barna

 Ávinningur leikskólans felur í sér að efla fagmennsku í starfi deildarstjóra og annars starfsfólk.  

Verkefnið verður skipulagt í samvinnu við þátttökuskólana sem reiknað er með að verði 8 talsins (10 starfstöðvar).

Þátttakendur og megin tengiliðir hvers leikskóla verða 1-3 deildarstjórar á hverri starfsstöð.

Sérfræðingateymi frá Háskóla Íslands mun starfa með leikskólunum ásamt meistaranemum auk þess sem sérfræðingar skóla- og frístundasviðs verða til ráðgjafar við verkefnið.

Verkefnið verður skipulagt sem starfendarannsókn. 

Deildarstjórar verða lykilpersónur í því að skoða hvernig börnum er mætt og á þau er hlustað af starfsfólki leikskólans. Jafnframt verður kannað hvort nýta megi skráningu og mat til að stuðla að réttindum barna eins og þeim er lýst í Menntastefnu Reykjavíkur og Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna.

Í Janúar 2012 gerði RannUng samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum við sveitarfélögin í Kraganum;

 • Garðabæ
 • Hafnarfjörð
 • Kópavog
 • Mosfellsbæ
 • Seltjarnarnes,

Markmið samstarfsins var að auka þekkingu á leikskólastarfi í sveitarfélögunum og stuðla að auknum gæðum í leikskólastarfi.

 
Markmið verkefnisins var að vinna með tengsl leiks og náms í leikskólum út frá námsviðum aðalnámskrár leikskóla frá 2011. Skoðað var hvernig leikskólakennarar, umhverfið og barnahópurinn studdu við leik barna og nám.

Gengið var út frá víxlverkun leiks og náms, þar sem leikurinn styður við nám og nám styður við leik.

Starfendarannsókn og þróunarvinna var framkvæmd í fimm leikskólum, einum í hverju sveitarfélagi, þar sem ein deild tók þátt úr hverjum þeirra.

Sérfræðingar og meistaranemar við Menntavísindasviði Háskóla Íslands unnu með starfsmönnum leikskólanna og leiðbeindu um framkvæmd rannsóknarinnar.
 
Starfsfólk deildanna sem tók þátt ákváðu hvaða áherslu og leiðir voru farnar í samráði við meistaranema og sérfræðing. Það aflaði sér upplýsinga um sitt námsvið, gerði vettvangsathuganir og hélt dagbækur.

Starfsfólkið skráði og ígrundaði eigið starf og tók ákvörðun um hvernig það gat betrumbætt starfshætti inni á deild. Í lok verkefnisins var tekin ákvörðun um starfshætti sem þróast höfðu yfir rannsóknartímann. 
 
Bók kom út árið 2016 um rannsóknarverkefnið.
 
Meistaranemar

 • Bryndís Guðlaugsdóttir
 • Elín Guðrún Pálsdóttir
 • Erla Ósk Sævarsdóttir
 • Lena Sólborg Valgarðsdóttir
 • Sara Margrét Ólafsdóttir

 
Sérfræðingar

 • Bryndís Garðasdóttir
 • Freyja Birgisdóttir
 • Kristín Karlsdóttir
 • Kristín Norðdahl
 • Svanborg R. Jónsdóttir

Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á þætti leikskólans í því að þróa, kenna og hlúa að ákveðnum lífsgildum (t.d. lýðræði, umhyggju, sköpun, frumkvæði).

Gerðar verða starfendarannsóknir í tveimur leikskólum í Reykjavík þar sem starfsfólk vinnur að því að kortleggja hvaða gildi eru sett í forgrunn í leikskólastarfinu og hvernig þau eru sett fram.

Í framhaldi af því verður farið í breytingarferli þar sem á markvissan hátt verður unnið með þau gildi sem starfsfólk vill leggja áherslu á.

Verkefnið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og Reykjavíkurborgar. Verkefnið er hluti af norrænni rannsókn þar sem leikskólakennarar og rannsakendur frá öllum Norðurlöndunum taka þátt.

Rannsóknin fékk styrk frá Nord Forsk.

Þáttakendur RannUng

 • Jóhanna Einarsdóttir
 • Hrönn Pálmadóttir þátt í rannsókninni
 • Johanna Ann-Louise
 • Ingibjörgu Ósk Sigurðardóttur

SIGNALS rannsóknin er hluti af Evrópuverkefni, Comenius, Lifelong Learning Programme.

SIGNALS stendur fyrir Strengthening Activity-Oriented Interaction and Growth in the Early Years and in Transition.

Lykilhugtök eru samstarf (cooperation), þátttaka (participation) og samskipti (interaction).

Þátttökulönd

 • Ísland
 • Danmörk
 • Svíþjóð
 • Þýskaland
 • Grikkland
 • Ungverjaland
 • Rúmenía

Verkefnið felur í sér rannsóknir á samstarfi starfsfólks, foreldra og barna um nám og vellíðan í leikskólastarfi.  

Þátttökulöndin fara ólíkar leiðir við að útfæra verkefnið.

 • Danmörk framkvæmir rannsókn á heilsu í leikskóla 
 • Svíþjóð vinnur verkefni um tvítyngd börn
 • Þýskalands verkefnið er um aukið rými til leikja utan dyra
 • Grikklands verkefnið er um eflingu málþroska í leik og söng
 • Ungverjaland er með tvö verkefni:
  • 1-3ja ára börn, leikskólabyrjun
  • 3-6 ár börn, byrjendalæsi
 • Rúmenía mun stefna að því að auka samvinnu foreldra, starfsfólks og barna í leikskóla

Íslenska verkefnið sem fram fer í einum leikskóla í Reykjavík felst í starfendarannsókn um samvinnu leikskóla og grunnskóla með þátttöku barna, starfsfólks og foreldra. Það tengist ákvæðum í Aðalnámskrá leikskóla (2011) og Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Yngstu börnin í leikskólakennaramenntun á Norðurlöndum - Nordplus

Ung börn í hópum innan leikskólakennaramenntunarinnar er Nordplus-verkefni sem unnið er í samstarfi RannUng, Háskólans í Osló, Háskólans í Gautaborg og Háskólans í Árósum.
 
Verkefnið hófst árið 2010 og er markmiðið að efla kennslu um börn undir þriggja ára aldri í viðkomandi háskólum.

Stefnt er að því að skipuleggja sameiginleg námskeið um yngstu börnin, sem hægt yrði að tengja bæði grunn- og meistarastigi í leikskólakennaranáminu.

Vinna starfshópsins byggir að hluta til á því að deila upplýsingum og þekkingu milli landanna til þess að tryggja gæði í væntanlegri kennslu þátttöku háskólanna.
 
Verkefnið felur í sér:

 • greiningu á núverandi námskrám í þátttöku háskólunum
 • söfnun og úrvinnslu gagna um starf með yngstu börnunum í ólíkum leikskólum þar sem sérstaklega er horft til stærðar og skipulags ásamt fjölda barna á deildum

Auk þess verður sameiginlegt námskeið háskólanna mótað ásamt ritun fræðigreina þar sem áhersla verður lögð á yngstu leikskólabörnin.
 

Stjórnandi verkefnisins

 • Hrönn Pálmadóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ

POET (Pedagogy of Educational Transition) var samstarfshópur fræðimanna, þar á meðal kennara á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, sem tóku þátt í verkefninu á vegum RannUng. Unnið var að verkefninu á árunum 2012 til 2016. 

Fræðimennirnir sem komu að verkefninu eru reyndir og nýir rannsakendur frá:

 • Íslandi
 • Svíþjóð
 • Skotlandi
 • Ástralíu
 • Nýja Sjálandi

Doktorsnemar frá öllum þessum löndunum vinna doktorsverkefni sín sem hluta af þessu samstarfi. 

Verkefnið var um breytingar í menntun og lífi barna (e. transition).

Í hverju landi var unnið með ákveðið þema út frá samfellu í skólastarfi. Samstarfsfundir voru haldnir til skiptis í þátttökulöndunum.

Á Íslandi var fjallað um samfellu í námskrám - stefnu og starf. Lögð var áhersla á tengingu við samfélagið og samræður við starfandi kennara.

Hópurinn hittist tvisvar á ári í þeim löndum sem rannsóknarhóparnir komu frá. 

Lögð hafa verið drög að útgáfu bóka og greina um rannsóknarverkefni hópsins.

 

Stjórnandi verkefnisins á Ísland

 • Jóhanna Einarsdóttir prófessor

  Með rannsóknum á þroska og námi barna hefur verið sýnt fram á að ung börn búa yfir mikilli getu og eru fær um að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum sem þau varða.

  Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er viðurkenndur réttur barna til að hafa áhrif á tilveru sína og að á þau sé hlustað. Þetta hefur leitt til aukinnar áherslu á lýðræði í skólastarfi þar sem raddir barna hafi hljómgrunn og virðing sé borin fyrir sjónarmiðum þeirra og hæfni til að taka ákvarðanir.

  Meginumfjöllunarefni þessarar bókar er sjónarmið barna og lýðræðislegir starfshættir í leikskólastarfi.

  Sérfræðingar í málefnum barna og leikskóla fjalla um rannsóknir þar sem sjónarmið og réttindi barna eru höfð að leiðarljósi.

  Bókin skiptist í átta kafla og í upphafi hvers kafla eru hugleiðingar leikskólabarna um ýmsa þætti sem snerta daglegt líf þeirra.

  Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum í leik- og grunnskólum, stefnumótunaraðilum og öðrum sem láta sig varða menntun yngstu borgaranna

  Margar þessar hugleiðingar varða þætti sem gjarnan hefur verið talið að börn hafi ekki áhuga á eða yfirhöfuð hugsi ekki um. Vangaveltur barnanna sýna glögglega að þau velta fyrir sér þjóðfélagsmálum, lífríkinu, íslensku máli og daglegum samskiptum fólks.

  Bókin er gefin út af Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna í samvinnu við Háskólaútgáfuna.

   

  Ritstjórar

  • Jóhanna Einarsdóttir
  • Bryndís Garðarsdóttir

   

  Kaflahöfundar 

  • Jóhanna Einarsdóttir
  • Sue Dockett
  • Anna Magnea Hreinsdóttir
  • Þórdís Þórðardóttir
  • Guðný Guðbjörnsdóttir
  • Gunnar E. Finnbogason
  • Kristín Karlsdóttir
  • Bryndís Garðarsdóttir
  • Hildur Skarphéðinsdóttir
  • Formála ritar: Margrét María Sigurðardóttir Umboðsmaður barna.

  Markmið rannsóknarinnar var að auka tengsl leikskóla og grunnskóla, skapa samfellu milli skólastiganna, stuðla að sveigjanleika í skólakerfinu og móta grunn að námskrá fyrir þennan aldurshóp.

  Rannsóknin var unnin í samstarfi við og með styrk frá Leikskóla- og Menntasviði Reykjavíkurborgar.
   
  Um var að ræða starfendarannsókn (e. action research) sem unnin var í þremur leikskólum og þremur grunnskólum Reykjavíkurborgar og stóð rannsóknin í þrjú ár, frá janúar 2009.
   
  Markmið starfendarannsókna í skólum er að bæta vinnubrögð og þróa starfshætti til betri vegar. Kennarar sem taka þátt í slíkum rannsóknum beina athyglinni að eigin starfsháttum og áhrifum þeirra á börnin. Prófaðar eru nýjar leiðir sem kennararnir sjálfir taka þátt í að móta. Gerðar eru athuganir á því hvernig til tekst með því að afla gagna sem síðan eru greind og túlkuð.
   
  Í þessu verkefni tóku grunnskóla- og leikskólakennararnir þátt í rannsókninni frá upphafi og mótuðu í sameiningu hugmyndafræði og starfshætti.
   

  Skólarnir voru valdir skv. eftirfarandi viðmiðum

  • Hugmyndafræði skólanna er ekki sú sama
  • Nægjanlegt fagfólk er starfandi í skólunum
  • Landfræðileg nálægð skólanna

   

  Í Ráðstefnuriti Netlu - Menntakvika 2010 birtust eftirfarandi greinar um rannsóknina:

   
  Bókin Á sömu leið: Tengsl leikskóla og grunnskóla kom út árið 2013.