Rannsóknarstofa um háskóla

Texti

Markmið rannsóknarstofunnar eru að stuðla að rannsóknum á háskólum og starfsemi þeirra.

Stofan stuðlar að aukinni fræðslu um háskóla á meðal fræðimanna, stjórnvalda og almennings og eflir skilning á gæðum og gildum háskólastarfs.
 

Mynd
Image
""

Rannsóknarstofa um háskóla var stofnsett 24. apríl 2009 og staðfest af rannsóknarráði Menntavísindasviðs 18. september 2009.
 
Markmið stofunnar

  • Að stuðla að rannsóknum á háskólum og starfsemi þeirra
  • Að halda til haga niðurstöðum íslenskra rannsókna á háskólum þannig að þær séu á hverjum tíma aðgengilegar
  • Að stuðla að aukinni fræðslu um háskóla á meðal fræðimanna, stjórnvalda og almennings
  • Að efla skilning á gæðum og gildum háskólastarfs

Formaður

  • Guðrún Geirsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HÍ - gudgeirs@hi.is

 

Stjórn

  • Anna Ólafsdóttir, varaformaður, dósent við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyrianno@unak.is 
  • Sigurður Kristinsson, prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyrisigkr@unak.is
  • Jón Torfi Jónasson, prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslandsjtj@hi.is

Skýrslur

Skilagrein rýnihóps um aðgerðir í háskóla- og vísindamálum

Menntamálaráðherra skipaði í byrjun júní rýnihóp til að leggja mat á tillögur um breytingar á háskólakerfinu og stefnumótunar- og stuðningskerfi rannsókna og nýsköpunar sem tveir hópar sérfræðinga höfðu lagt fram vorið 2009 og gera tillögur að útfærslum.

Rýnihópurinn hefur nú skilað niðurstöðum sínum.

Rýnihópur Menntamálaráðuneytisins

Hópurinn telur mikilvægt að menntamálaráðuneytið beiti sér fyrir aðgerðum sem stuðla að auknu samstarfi í háskólakerfinu, eflingu á gæðamati og eftirliti og hefji endurskoðun á fjármögnun háskólanna.

Einnig leggur hópurinn til áætlun um næstu skref á þeirri leið.

 

Tímarit

  • Minerva sjá t.d. Marshefti 2009 og Júlí hefti Minervu 2009, um neo-liberalisma og stofnanir vísinda, þar sem segir m.a. um efnið “we were (and still are) fascinated, and sometimes a bit frightened, by the impact of ‘neo-liberal governmentality’ (to use Michel Foucault’s notion) on the entire academic culture.”
  • Studies in Higher Education (Lbs-Hbs- 18 mánaða  töf)
  • Higher education
  • Higher Education in Europe (18 mánaða töf)
  • Higher education management
  • Higher Education Management and Policy
  • Higher Education Policy (Talsvert um evrópska háskóla. 12 mánaða töf í landsaðgangi).
  • Higher education quarterly
  • Higher Education Research and Development (12 mánaða töf)
  • Minerva (Sjá t.d. hefti mars 2009, mars 2010, júní 2010)