Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun (RannKYN)

Texti

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að stunda rannsóknir á sviði kynjafræði og jafnréttis í skólum og í kennaramenntun.

Stofan stuðlar að fræðslu og þróunarstarfi á sínu sviði.

Mynd
Image
""

Rannsóknarstofa um jafnrétti, kyngervi og menntun var stofnuð 27. maí 2010.
 
Rannsóknarstofan getur veitt fræðimönnum á Menntavísindasviði tækifæri til að sinna hluta rannsóknarskyldu sinnar á vegum stofunnar. Hún getur ennfremur veitt rannsóknarhópum tækifæri til að starfa á sínum vegum. Rannsóknarstofan birtir afrakstur rannsókna sinna opinberlega. Rannsóknarstofan fylgir reglum Háskóla Íslands um rekstur og rannsóknir, meðal annars um meðferð og varðveislu gagna og skjala. Hún gerir formanni rannsóknarráðs Menntavísindasviðs reglulega grein fyrir starfi sínu.
 

Hlutverk og markmið Rannsóknarstofunnar

 • að stunda rannsóknir á sviði kynjafræði og jafnréttis í skólum og í kennaramenntun
 • að standa fyrir ráðstefnum, málþingum, fræðslufundum og útgáfum á sínu sérsviði.
 • að stuðla að þróunarstarfi á fræðasviðinu bæði í kennaramenntun, á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og við stefnumótun.
 • að skapa ungum fræðimönnum aðstöðu til rannsókna, einkum meistara, -og doktorsnemum á fræðasviðinu.
 • að vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviði jafnréttis, menntunar og kyngervis og fræðimanna á öðrum sviðum.
 • að eiga samstarf við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á fræðasviðinu í samfélaginu.
 • að hafa frumkvæði að og ástunda samstarf við erlenda aðila um rannsóknir á fræðasviðinu.
 • að veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi tækifæri til að öðlast þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að sinna rannsóknum og námsverkefnum á vegum rannsóknarstofunnar.
 • að stuðla að yfirsýn yfir rannsóknir á sviði jafnréttis, menntunar og kyngervis, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu fræðigreina,  fræðirita og með fyrirlestrum og málþingum.

Formaður

 • Annadís Greta Rúdolfsdóttir, Ph.D. (annadis@hi.is), dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Formaður stjórnar frá 2019

 

Stjórn

 • Berglind Rós Magnúsdóttir (brm@hi.is), dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands - ritari
 • Brynja Elisabeth Halldórsdóttir (brynhall@hi.is), lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar 
 • Jóna Pálsdóttir (jona.palsdottir@mrn.is), jafnréttisráðgjafi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu 
 • Steinunn Helga Lárusdóttir (shl@hi.is), dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 
 • Þórdís Þórðardóttir (thordisa@hi.is), dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 • Þórður Kristinsson (thordurk@kvenno.is), Kvennaskólanum í Reykjavík

 

Stjórn stofunnar er skipuð til tveggja ára í senn.

Við rannsóknarstofuna skal setja á laggirnar 5-7 manna ráðgjafaráð sem skipað er áhugafólki og hagsmunaaðilum á starfssviði stofunnar. Hlutverk ráðsins er að vera stjórn rannsóknarstofunnar til ráðgjafar og stuðnings við starfsemi hennar. Ráðgjafaráðið skal endurnýja á þriggja ára fresti. Æskilegt er að ráðgjafaráðið endurspegli m.a. raddir sérfræðinga, kennara, sveitastjórnarmanna, menntamálaráðuneytis og foreldra.

 

Ráðgjafaráð

 • Auður Magndís Auðardóttir, Jafnrettisskóla Reykjavíkur
 • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Borgarholtsskóla
 • Kristín Ástgeirsdóttir, Jafnréttisstofu
 • Maríanna Einarsdóttir, Leikskólanum Smárahvammi
 • Nanna Kristín Christiansen, Grunnskólar Reykjavíkur
 • Ragnar Þorsteinsson, Fræðslustjóri Reykjavík
 • Þorgerður Einarsdóttir, Háskóla Íslands

 

Samstarf rannsóknarstofu og stjórnar Menntavísindasviðs
 
Í 24. grein grunnskólalaga (91/2008) og 23. og 24. greinum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla (10/2008) er kveðið á um fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum; í skólum eigi að búa bæði kyn undir jafna þátttöku í samfélaginu, í fjölskyldu og atvinnulífi; að kynjasamþættingar sé gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla –og uppeldisstarfi, þar á meðal íþrótta og tómstundastarfi og bönnuð er hvers kyns mismunun vegna kyns.