Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun (RAUN)

Texti

Rannsóknarstofan beitir sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum á sviði náttúrufræðimenntunar og annars skipulags náms og kennslu.

Meðal sértækra viðfangsefna má telja kennsluaðferðir, skólaþróun, námskrár, námsefni, námsgögn, skipulag náms og kennslu, námsmat.

Mynd
Image
""

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun (RAUN) byggir á starfi rannsóknarhóps um náttúrufræðimennun. Hún var stofnuð 18. maí 2012.

Stofan beitir sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum á sviði náttúrufræðimenntunar og annars skipulags náms og kennslu.

Meðal sértækra viðfangsefna má telja:

 • kennsluaðferðir
 • skólaþróun
 • námskrár
 • námsefni
 • námsgögn
 • skipulag náms og kennslu
 • námsmat

Markmið RAUN og hópsins er að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum á sviði náttúrufræðimenntunar. 

Helstu viðfangsefni rannsóknastofunnar

 • Kennslufræði náttúrugreina á öllum stigum skólakerfisins
 • Saga náttúrufræðimenntunar á Íslandi
 • Að standa fyrir ráðstefnum og fundum til að miðla þeirri þekkingu sem aflað er
 • Að skapa vettvang fyrir meistara-­ og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum
 • Að taka að sér rannsóknaverkefni sem til stofunnar er beint

Ráðstefnuhald

Rannsóknarstofan stendur fyrir ráðstefnu um náttúrufræðimenntun annað hvert ár í samstarfi við ýmsa aðila sjá: https://malthing.natturutorg.is/ 

Samstarf

 • Norsed - norrænt rannsóknarnet um náttúrufræðimenntun
 • Náttúrutorg um ýmis verkefni
 • Verkefnastjóra NaNO um símenntunarnámskeið, fundi, málþing ofl.
 • Félag leikskólakennara um málþing um náttúrufræðimenntun
 • Samlíf, samtök líffræðikennarar um fundi og málþing

Formaður

Haukur Arason HÍ - formaður

Stjórn

Kristín Norðdahl HÍ

Sean Scully HA

Svava Pétursdóttir HÍ

 

*uppfært des 2023

Fyrri rannsóknarverkefni

 • Sameiginleg trú kennara á eigin getu, verkefni styrkt af RANNÍS. Rannsakendur Allyson Macdonald, Auður Pálsdóttir, Svanborg Jónsdóttir, Svava Pétursdóttir, Almar Halldórsson og Ragnar F. Ólafsson. 
 • Staða náttúrufræðimenntunar í grunnskólum landsins. Rannsakendur: Svava Pétursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir og Allyson Macdonald.
 • Hlutverk útiumhverfis í námi barna: doktorsverkefni Kristínar Norðdahl.
 • Natgrep. Samnorrænt þróunarverkefni um hugtaka nám leikskólabarna í náttúrufræði: Kristín Norðdahl
 • POET – Pedagogies of Educational Transitions. Alþjóðlegt samstarf um rannsóknir á flutningi barna milli skólastiga og samfellu í námskrám: Kristín Norðdahl.
 • Leikum, lærum lifum. Samstarfsrannsókn háskólakennara og leikskólakennara um þróun starfs í tengslum við námsviðið sjálfbærni og vísindi í leikskólastarfi: Kristín Norðdahl.

 

Doktorsverkefni

 

Skýrslur og skrif

 • Geta til sjálfbærni - Menntun til ábyrgðar. (2007-2010). Birna Hugrún Bjarnadóttir, Helen Símonardóttir, Rúna Björg Garðasdóttir (2007) Staða náttúrufræðikennslu í grunnskólum Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ
 • Vilji og veruleiki. /2005-2007)  Bæklingur, Menntamálaráðuneytið (2005) Menntun kennara í stærðræði- og náttúrufræðigreinum í grunn- og framhaldsskólum 2003-2004, Samantekt úr upplýsingaöflun menntamálaráðuneytisins . Rit 21