Þjónusta

Menntavísindastofnun aðstoðar og veitir ráðgjöf við:

 • Styrkumsóknir
 • Skipulag rannsókna
 • Úrvinnslu gagna
 • Starfsþróun á vettvangi

Þjónusta Menntavísindastofnunar felur í sér ráðgjöf, úttektir og framkvæmd rannsókna á öllum stigum rannsóknarferlisins. 

Stofnunin sinnir starfsþróun og veitir faglega þjónustu í samstarfi við sérfræðinga.

Menntavísindastofnun aðstoðar við ráðstefnuhald, styður við útgáfu tímarita Menntavísindasviðs og framkvæmir rannsóknir fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Sértæk þjónusta

Hægt er að sækja um aðstoð með því að hafa samband við forstöðumann Menntavísindastofnunar um skipulag vinnunar í samráði við verkkaupa og starfsfólk stofnunarinnar.

 • Kristín Erla Harðardóttir
 • Sími: 525-4165
 • Tölvupósti: krishar@hi.is

Starfsfólk stofnunarinnar getur veitt aðstoð og ráðgjöf varðandi:

 • Tölfræðilega úrvinnslu gagna
 • Skipulag og framkvæmd rannsókna
 • Úrvinnslu viðtala
 • Vettvangsathuganir

Aðstoðin greiðist að hluta til af stofnuninni en síðan af styrkfé viðkomandi.

IRIS (Icelandic Research Information System) er upplýsingakerfi sem sýnir rannsóknarvirkni á Íslandi. Kerfið safnar upplýsingum um rannsóknarverkefni og styrki sem og allar rannsóknarafurðir rannsakenda við háskóla og rannsóknarstofnanir á Íslandi. 

Allt starfsfólk sem sinnir rannsóknum getur verið með notendaaðgang í IRIS. Akademískt starfsfólk (nýdoktorar, aðjunktar, lektorar, dósentar, prófessorar, sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn) og doktorsnemar skrást sjálfkrafa í kerfið úr miðlægum kerfum Háskólans. Hægt er að stofna aðra aðila sem stunda rannsóknir í kerfinu, t.d. prófessor emeritus, verkefnisstjórar og forstöðumenn stofnana.

Anna Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Menntavísindastofnun getur gefið upplýsingar um kerfið, haldið námskeið og aðstoðað rannsakendur varðandi skráningar.