Þjónusta Menntavísindastofnunar
Starfsfólk stofnunarinnar aðstoðar fræðafólk sviðsins við rannsóknir, styrkumsóknir, rekstur rannsóknarverkefna, vinnur að greiningu og úrvinnslu gagna, sér um ráðstefnuhald, heldur utan um útgáfu fræðirita, ýtir undir sýnileika rannsókna og hefur umsjón með skipulagi doktorsnáms á sviðinu.
Við getum aðstoðað ykkur með:
Styrkumsóknir
Nemendum, kennurum og starfsfólki Háskóla Íslands standa til boða styrkir úr sjóðum sem starfræktir eru við Háskólann og ýmsum innlendum og erlendum sjóðum.
Starfsfólk Menntavísindastofnunar sér um að aðstoða rannsakendur með styrkumsóknir og rekstur rannsóknarverkefna.
Hvað geri ég til að sækja um styrk?
Hafðu samband við rannsóknarstjóra Menntavísindastofnunar, í beinu framhaldi verður gerð styrkumsókn í samráði við Menntavísindastofnun til að tryggja að allar upplýsingar séu réttar.
Bóka tíma hér fyrir ráðgjöf um styrkumsóknir
_____________________________________________________________________
Listi yfir sjóði innan HÍ
Doktorsstyrkjasjóður er safn sjóða sem eru sérstaklega til þess fallnir að styrkja nemendur í doktorsnámi.
Verkefnastyrkir Rannsóknasjóðs
Markmið sjóðsins er að efla rannsóknarstarf innan Háskóla Íslands.
Nýliðunarsjóður HÍ - Nýdoktorastyrkir
Nýdoktorastyrkir eru ætlaðir vísindamönnum sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum.
Styrkir eru veittir til allt að þriggja ára.
Aðrir sjóðir
Rannsóknarsjóður Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar.
Menntarannsóknasjóður mennta- og barnamálaráðherra (Rannís)
Umsækjendur: Vísindafólk og doktorsnemar í rannsóknatengdu námi á sviði menntavísinda við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir. Samstarfsaðilar (meðumsækjendur): fagfólk á sviði menntamála, s.s. við leik-, grunn- og framhaldsskóla, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki. Sjá nánar hverjir geta sótt um neðar á síðunni.
Sjóðurinn styrkir hagnýtar menntarannsóknir á sviði leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og frístundastarfs. Markmið menntarannsóknasjóðs er að styrkja stoðir hagnýtra menntarannsókna, auka tækifæri til að skapa og miðla þekkingu til framþróunar og farsældar í skólastarfi og styðja við framkvæmd menntastefnu. Sjá nánari upplýsingar hér: Menntarannsóknarsjóður
Erasmus+
Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir málefni í tengslum við menntun, æskulýðs- og íþróttamál.
Nordforsk
NordForsk er stofnun sem er starfrækt af Norrænu ráðherranefndinni. Hægt er nálgast nánari upplýsingar styrki sem hægt er að sækja um í NordForsk hjá Menntavísindastofnun.
Nánari upplýsingar um Erasmus + styrki er að finna hjá Menntavísindastofnun.
Nordplus
Nordplus er starfrækt af Norrænu ráðherranefndinni og snýr að mennamálum. Hægt er nálgast nánari upplýsingar styrki sem hægt er að sækja um í Nordplus hjá Menntavísindastofnun.
NOS-HS
Chanse
Horizon Europe
Menntavísindastofnun getur veitt starfsfólki Menntavísindastofnunar fjármálaráðgjöf vegna skýrslna og daglegs rekstur rannsóknarverkefna.
Þegar styrkur fæst þá þarf að reka verkefnið. Það er gert í samráði við rannsóknarstjóra (krishar@hi.is) og verkefnisstjóra innlendra og erlendra rannsóknarverkefna (ellen@hi.is), sem sér um fjármál verkefnisins.
- -Byrja þarf á að tilkynna að styrkur hafi fengist. Þá er gert viðfangsnúmer sem nota þarf við allan rekstur verkefnissins.
- -Skýrslur þurfa að fara í gegnum rannsóknarstjóra og verkefnisstjóra innlendra og erlendra rannsóknarverkefni.
- -Verkefnisstjóri sér um fjárhagshliðina og rannsóknarstjóri les yfir skýrsluna og kvittar fyrir og sendir inn skýrsluna.