Tímarit

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands eru gefin út tvö tímarit í opnum aðgangi

NETLA - veftímarit um uppeldi og menntun og TUM - tímarit um uppeldi og menntun

Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun

í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.

Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.

Ritstjórar eru Berglind Gísladóttir, lektor við HÍ og Börkur Hansen, prófessor við HÍ.

 

TUM - Tímarit um uppeldi og menntun

Megintilgangur tímaritsins TUM er að auka þekkingu og faglega umræðu um uppeldis og menntamál á Íslandi með því að birta fræðilegt efni í formi ritrýndra greina, ritdóma og ítardóma. Skilyrði fyrir birtingu ritrýndra fræðigreina er að þær feli í sér nýnæmi og hafi ekki birst á öðrum vettvangi. Greinar geta verið á íslensku eða ensku en greinar á ensku skulu fela í sér alþjóðlegt nýnæmi.

Tímaritið kemur út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið.

Ritstjórar eru Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við HÍ, og Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við HA.

Netfang: tum@hi.is

Hagnýtar upplýsingar

Háskóli Íslands samþykkti stefnu um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og lokaverkefnum 6. febrúar 2014. Þar er hvatt til birtingar fræðigreina á vettvangi sem er opinn.

Ein leið til að birta efni í opnum aðgangi er Opin vísindi sem er stafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar og efni sem birtist á vegum íslenskra háskóla. Frá 2016 eru doktorsverkefni vistuð þar. Eldri doktorsverkefni eru vistuð í Skemmunni.

Hér má sjá efni tengt Menntavísindasviði í Opnum vísindum

Opin vísindi

Opinn aðgangur er heiti á alþjóðlegri hreyfingu sem leitast við að stuðla að opinni útgáfu og ókeypis aðgangi að vísindalegu efni á netinu svo sem ritum og gögnum. 

Bæði tímaritin Netla og TUM eru gefin út í opnum aðgangi samkvæmt CC by 4.0 leyfi. 

Á heimasíðu Opins aðgangs á Íslandi má finna mikið af hagnýtum upplýsingum um efnið

Opinn aðgangur

Inn á vef Landsbókasafns er að finna mikið að hagnýtum leiðarvísum fyrir rannsakendur í tengslum við birtingu fræðigreina, mat á tímaritum og útgefendum, upplýsingar um ORCiD og IRIS og fleira. 

Leiðarvísir

 

 

 

 

 

Háskóli Íslands mælist til þess að starfsfólk noti ORCID auðkenni og ORCID númer er nauðsynlegt við skráningu verka í opinvisindi.is. Þeir sem ekki eru þegar komnir með slikt auðkenni geta skráð sig á ORCID.org; skráningin er fljótleg og einföld.

ORCID

Leiðarvísir Landsbókasafns - ORCID

Með tilkomu internetsins hafa orðið til svokölluð rányrkju- eða gervitímarit. Vefurinn Think-Check-Submit (íslensk síða - Hugsaðu, kannaðu, sendu inn) auðveldar rannsakendum að meta áreiðanleika tímarita.

Varðandi tímarit í opnum aðgangi þá er það ákveðinn gæðastimpill ef tímaritið er skráð í Directory of Open Access Journals (DOAJ) eða ef útgefandinn er meðlimur í Open Acess Scholarly Publishing Association (OASPA).

Um rányrkjutímarit á síðu Opins aðgangs

 

Nánari upplýsingar

Mynd af Anna Bjarnadóttir Anna Bjarnadóttir
  • Verkefnisstjóri
5255931 annabjarnadottir [hjá] hi.is Menntavísindastofnun