Um Menntavísindastofnun

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem er starfrækt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Starfsfólk stofnunarinnar aðstoðar fræðafólk sviðsins við rannsóknir, vinnur að greiningu og úrvinnslu gagna, sér um ráðstefnuhald, heldur utan um útgáfu fræðirita og hefur umsjón með skipulagi doktorsnáms á sviðinu. Menntavísindastofnun á jafnframt í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila utan Menntavísindasviðs. 

Hafðu samband

  • Aragata 14, 102 Reykjavík (Tímabundið húsnæði fyrir flutninga á Sögu) 
  • Netfang: menntavisindastofnun@hi.is 
  • Kristín Harðardóttir forstöðumaður 525 4165 - krishar@hi.is
  • Steingerður Ólafsdóttir steingeo@hi.is 

Starfsemi

  • Að efla rannsóknarstarf á Menntavísindasviði og stuðla að miðlun, sýnileika og nýtingu þekkingar á vettvangi menntamála
  • Að veita ráðgjöf og aðstoð við rannsóknir (gerð, framkvæmd, úrvinnslu og greiningu gagna) í samstarfi við og/eða fyrir fræðafólk Menntavísindasviðs, rannsóknarstofur, stofnanir, opinbera aðila og félagasamtök
  • Að veita ráðgjöf og aðstoð við birtingu á niðurstöðum rannsókna
  • Að aðstoða við gerð umsókna í ýmsa sjóði og annars konar fjármögnunarleiðir
  • Að taka þátt í eða aðstoða við kennslu í aðferðafræði, rannsóknartengslum við vettvang og þjálfun nemenda í vísindalegum vinnubrögðum
  • Að stuðla að samstarfi rannsakenda sviðsins við annað fræðafólk, innlent sem erlent, og samstarfi við aðrar stofnanir, innan og utan Háskóla Íslands
  • Að taka þátt í skipulagi og utanumhaldi doktorsnáms á sviðinu
  • Að sjá um fræðilega útgáfu á Menntavísindasviði
  • Að skipuleggja og halda ráðstefnur á sviði menntamála – stórar sem smáar, innlendar sem erlendar
  • Að sjá um skipulag og framkvæmd auk þess að bera faglega ábyrgð á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs um rannsóknir, nýbreytni og þróun í menntavísindum
  • Að efla rannsóknir og leitast við að tryggja að skipulag og þróun íslenskra fræðslu- og menntavísinda geti byggt á bestu mögulegu þekkingu á hverjum tíma

Innan vébanda stofnunarinnar starfa rannsóknastofur sem sinna fjölbreyttum rannsóknum á sviði menntamála

Stefna Menntavísindasviðs um rannsóknir 2020-2024 hefur eftirfarandi leiðarljós: Menntavísindasvið Háskóla Íslands einsetur sér að efla rannsóknir og þekkingu sem nýtist íslensku samfélagi og gerir íslenskum fræðimönnum kleift að leggja sitt af mörkum í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi.

Stefna Menntavísindasviðs um rannsóknir 2020-2024 

 

Auk sviðsstjórnar sitja fundi Menntavísindastofnunar:

Menntavísindastofnun er í samstarfi við fjölbreyttan hóp hagsmunaaðila innan sviðs og utan vegna rannsókna og starfsþróunar.  Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu íslensku samfélagi til hagsbóta. Markmiðið er að efla rannsóknir og tryggja að íslensk fræðslu- og menntamála séu alltaf byggð á bestu fáanlegu þekkingu.

Helstu samstarfsaðilar eru:

  • Vísindanefnd Menntavísindasviðs
  • Doktorsnámsnefnd Menntavísindasviðs
  • Vísinda og nýsköpunarsvið Háskóla Íslands
  • Vísindanefnd Háskóla Íslands
  • Mennta og barnamálaráðuneytið
  • Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
  • Menntamálastofnun
  • Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Skólaskrifstofur
  • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
  • IÐAN fræðslusetur