Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði

Texti

Rannsóknarstofa í íþrótta - og heilsufræðum (RÍH) (Research Center for sport and Health Sciences) er starfrækt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, með aðsetur í Laugardalshöll í Reykjavík. 

Rannsóknarstofan er búin fullkomnum tækjum til mælinga á líkamlegri afkastagetu. Stofan sinnir rannsóknum á sviði íþrótta - og heilsufræða. 

Mynd
Image
...

Hlutverk og markmið RÍH eru þríþætt:

  1. Að stunda vísindarannsóknir.
  2. Að veita rannsóknarþjónustu og ráðgjöf.
  3. Að standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða. 

Vísindarannsóknir

Markmið með rannsóknarstarfi RÍH eru að:

  • eiga frumkvæði að og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða.
  • skapa aðstöðu til rannsókna fyrir unga vísindamenn, svo sem meistara- og doktorsnema á sviði íþrótta- og heilsufræða.
  • veita nemendum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísinda­legum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknarstörf á vegum RÍH.
  • RÍH sé samstarfsvettvangur um rannsóknarstarf fræðimanna á sviði íþrótta- og heilsufræða.
  • RÍH sé vettvangur til rannsóknarsamstarfs við fræðimenn annarra fræðasviða.
  • hafa samstarf og tengsl um rannsóknir við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviði íþrótta- og heilsufræða í samfélaginu.

Rannsóknarþjónusta og ráðgjöf

Markmið með rannsóknarþjónustu og ráðgjöf RÍH eru að:

  • veita íþróttafólki, íþróttafélögum og sérsamböndum rannsóknarþjónustu.
  • veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sviði íþrótta- og heilsufræða til félagasamtaka, einkaaðila, fyrirtækja sem og opinberra stofnanna eins og heilbrigðisstofnana og skólastofnana.

Ráðstefnur og málþing

Markmið með miðlunarstarfi RÍH eru að:

  • miðla þekkingu á sviði íþrótta- og heilsufræða og kynna niðurstöður rann­sókna, m.a. með útgáfu fræðigreina, fræðirita og með fyrirlestrahaldi.
  • standa fyrir ráðstefnuhaldi á sviði íþrótta- og heilsufræða fyrir innlenda sem erlenda þátttakendur.
  • standa fyrir málþingum fyrir félagasamtök eins og íþróttahreyfinguna, heibrigðis­samtök og skólastofnanir.

 

Formaður

Stjórn

Starfsfólk RÍH

 

Tækjabúnaður

Rannsóknarstofan er búin nýjustu tækjum sem geta mælt hraða, styrk, kraft, þrek, snerpu og flatfót.

Eftirtalin tæki eru dæmi um búnað rannsóknarstofunnar: 

  1. Force plates (VALD performance)
  2. Groin bar (VALD performance)
  3. Nordic hamstring device (VALD performance)
  4. Isokinetic chair (Biodex)
  5. Oxygen uptake device (Vyntus)
  6. Lactate measurements (Biosen)
  7. Biolectric impedance scale
  8. ActiGraphs
  9. Podoscope (Multireha)
  10. Cycling ergometer (Monarch)
  11. Motor Competence measuring test (MABC-2)

Rannsóknir

  • Heilsuhegðun ungra Íslendinga - https://heilsuhegdun.hi.is/
  • Atgervi ungra Íslendinga - http://vefsetur.hi.is/atgervi/
  • Heilsa og líðan háskólanema í covid-19
  • Áhrif samsettrar teygju-og styrktar áætlunar á lífeðlisfræði og efnaskiptakostnað við göngu hjá fólki með sykursýki.
  • Greining afkastagetu íþróttamanna.
  • Tíðni flatfóta meðal íslenskra skólabarna.
  • Tengsl hreyfifærni við líkamssamsetningu og líkamshreysti barna og unglinga.
  • Stúlkur, knattspyrna og rannsókn á atgervi.

Útskrifaðir doktorar

Rúna Sif Stefánsdóttir (2022): Associations between objectively measured sleep and cognition in older Icelandic adolescents.

Vaka Rögnvaldsdóttir (2020): Sleeping Behavior and Physical Health of Icelandic Adolescents.

Soffía Hrafnkelsdóttir (2020): Health behavior of Icelandic youth.

Elvar S. Sævarsson (2019): Physical abilities and academic performance : cross-sectional and longitudinal studies of Icelandic children

Ingi Þór Einarsson (2018): Physical fitness and health of Icelandic children with intellectual disability

Sunna Gestsdottir (2016): Physical attainment, social factors and mental health of adolescents and young adults (EYHS).

Guðmundur Sæmundsson (2014): Það er næsta víst ...: Hvað einkennir einkum umfjöllun um íþróttit í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum?

Janus Guðlaugsson (2014): Multimodal training intervention : an approach to successful aging

Kristján Þór Magnússon (2011): Physical activity and fitness of 7-and 9-year-old Icelanders : a comparison of two cohorts and the effects of a two year school based intervention

 

Doktorsnemar

Þuríður Ingvarsdóttir (2022): Longitudinal study of physical- and mental health status in a young Icelandic cohort.

Óttar Birgisson (2021): Adolescent mental health and screen time: Long-term effect and predictors over time.

 

hér má sjá tengil í útskriftarverkefni meistaranema 

 

Fréttir