Rannsóknarstofa í textíl

Image
Jean-Marc Vieregge on unsplash - garn

Rannsóknarstofa í textíl

Stofnskrá Rannsóknarstofu í textíl - textíll, menntun, listir hönnun, handverk, iðnaður og nýsköpun 

Að rannsóknarstofunni standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands og oddviti á textílkjörsviði sviðsins. Aðrir helstu fulltrúar eru frá Myndlistarskólanum í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Tækniskólanum, Félagi textílkennara í grunnskólum og Félagi fata- og textílkennara í framhaldsskólum (FATEX) og Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Fyrrnefndir fulltrúar sem og fleiri aðilar, sjá undirritaða, munu taka þátt í stofnun stofunnar, starfa í stjórn hennar og vera virkir aðilar í tengslum við starfssemi og mótun hennar. 

1. Rannsóknarstofan í textíl mun beita sér fyrir að kynna rannsóknir og þróunarverkefni með áherslu á textílgreinina á grunn-, framhalds- og háskólaskólastigum. Markmiðið er að styrkja tengslin og byggja brú á milli kennara og fræðimanna sem og háskólanema í milli. Markmiðið er einnig að stofan verði vettvangur fyrir og taki þátt í umræðum í samfélaginu sem tengjast skólastarfi og ólíkum starfssviðum greinarinnar.

Hlutverk stofunnar er:

  • að efla tengsl menntunar og atvinnulífs í greininni og vera vettvangur fræðaþróunar á sviðinu.
  • að eiga frumkvæði og að skapa aðstæður til að sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna og vera vettvangur umræðna á sviðinu.
  • að standa fyrir málþingum og ráðstefnum og öðrum viðburðum til að miðla þekkingu á sviði og starfssemi stofunnar.
  • að auka samstarf og samtal milli hinna ólíku en skyldra faggreina innan textílgreinarinnar sjálfrar sem og annarra fræðigreina sem gæfi möguleika á fjölbreyttari rannsóknar- og þróunarverkefnum.

2.  Stjórn stofunnar skipa þrír fulltrúar: forstöðumaður (stjórnarformaður), ritari og gjaldkeri ásamt tveimur meðstjórnendum. Stjórnarformennsku gegnir starfsmaður og oddviti textílkjörsviðs Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn á aðalfundi stofunnar sem halda skal árlega í september eða október. Stjórnin tilnefnir einnig fimm fulltrúa í ráðgefandi nefndir sem stjórn rannsóknarstofunnar getur leitað til og haft samráð við. 

3.  Allir aðilar stofunnar geta komið með tillögur um verkefni og geta komið þeim á framfæri við stjórn stofunnar og geta einnig tekið þátt í framkvæmd þeirra. 

4.  Rannsóknarstofan hefur aðsetur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og starfar undir hatti Menntavísindastofnunar MVS. 

Formaður

Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Stjórn

Sigrún Kristjánsdóttir Lyngmo – Félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum

Bryndís Björgvinsdóttir -  Félag fata- og textílkennara í framhaldsskólum, varamaður

Kristín Garðarsdóttir – Félag textílkennara í grunnskólum

Sigríður Hjartardóttir – Félag textílkennara í grunnskólum, varamaður

Þórunn María Jónsdóttir – Listaháskóli Íslands

Katrín María Káradóttir – Listaháskóli Íslands, varamaður

 

Þetta fagfólk samþykkir stofnun rannsóknarstofunnar:

Ásdís Jóelsdóttir fata- og textílkennari, hönnuður og rithöfundur og lektor í textíl við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 

Ragna Fróðadóttir, textíl- og fatahönnuður, deildarstjóri textíldeildar í Myndlistarskólanum í Reykjavík 

Katrín María Káradóttir, fatahönnunarkennari Listaháskóla Íslands 

Helga Pálína Brynjólfsdóttir, textílhönnuður, umsjónarmaður verkstæðis við Listaháskóla Íslands 

Bryndís Björgvinsdóttir, klæðskeri og kennari í fataiðn í Tækniskólanum 

Gerður Bjarnadóttir, klæðskeri og kennari í fataiðn í Tækniskólanum 

Erla Dís Arnardóttir, fulltrúi Textílfélagsins og textílkennari við Álftamýraskóla 

Soffía Margrét Magnúsdóttir, í stjórn FATEX og kennari á fata- og textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 

Sigríður Ólafsdóttir, í stjórn FATEX og kennari á fata- og textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 

Jónína Vilborg Karlsdóttir, í Félagi textílkennara í grunnskólum og textílkennari við Lundarskóla á Akureyri 

Birna Guðmundsdóttir, í Félagi textílkennara í grunnskólum og textílkennari við Árbæjarskóla í Reykjavík 

Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, í Félagi textílkennara í grunnskólum og textílkennari við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ 

Ólöf Ágústína Stefánsdóttir, í Félagi textílkennara í grunnskólum og textílkennari við Langholtsskóla í Reykjavík 

Sjöfn Óskarsdóttir, í Félagi textílkennara í grunnskólum – textílkennari komin á eftirlaun 

Bryndís Fiona Ford, skólastjóri Húsmæðraskólans á Hallormsstað 

Margrét Valdimarsdóttir, framkvæmastjóri Heimilisiðnaðarfélags Íslands 

Rannsóknarstofa í textíl heldur úti hlaðvarpi undir heitinu Textílvarp Rannsóknarstofu í textíl á Spotify https://open.spotify.com/show/1VjubcEp2v3GDp5cPJlR63

Markmiðið með hlaðvarpinu er að koma til móts við fræði-, fag- og áhugafólk innan faggreinarinnar. Kynntar eru nýjar rannsóknir í sambandi við menntun og menningu, hönnun, tækni og framleiðslu, nýsköpun og listir, nám og kennslu og útgáfu bóka. Einnig eru kynntir ýmsir viðburðir á sýningum og söfnum og tekin viðtöl við einstaka hönnuði, lista- og handverksfólk um störf þeirra og verk.

 

 

Hér má sjá ársskýrslur fyrir Rannsóknarstofu í Textíl á Menntavísindasviði Háskóla Íslands:

Ársskýrsla 2021

Ársskýsla 2022

Ársskýrsla 2023