Áhrif COVID-19 á menntakerfið - vefforrit og niðurstöður

Vorið 2020 voru sendar út kannanir á skólastarfi, vinnuaðstæðum, námi og líðan á tímum aðgerða vegna COVID-19.

Spurningalistar voru lagðir fyrir stjórnendur á öllum skólastigum og fyrir starfsfólk Háskóla Íslands.

Stutt myndband um COVID-19 rannsóknirnar 

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks leikskóla.

Einn spurningalisti var sendur á hvern leikskóla og voru leikskólastjórar beðnir um að svara honum.

Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á allt skólastarf á Íslandi. Samkomubann var sett á hér á landi þann 16. mars sem raskaði að miklu leyti leikskólastarfi. Þetta hafði meðal annars þær afleiðingar að starfs leikskóla var með breyttum hætti.  Ekki var einhlítt með hvaða hætti starfsemi skyldi aðlöguð að þessum breyttu aðstæðum, hvort það hafði áhrif á mætingu barna og þá hvernig.  Þessir fordæmalausu tímar kölluðu á fordæmalausar ráðstafanir. Til þess að kanna áhrif Covid-19 á leikskólastarf réðst Menntavísindasvið ásamt Menntavísindastofnun í að senda út könnun til allra leikskóla á landinu. Hér verður greint frá niðurstöðum könnunar sem send var á netföng 248 leikskóla; greint verður frá því hér hvaða áhrif Covid-19 hafði á leikskólastarf.

Hér má skoða skýrsluna í heild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks grunnskóla og stjórnendur frístundastarfs.

Spurningalisti var sendur á allt starfsfólk grunnskóla og stjórnendur frístundastarfs.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks framhaldsskóla.

Spurningalisti var sendur á kennara og skólastjórnendur.

Hér má nálgast skýrslu með niðurstöðum úr könnuninni - í fullri lengd (fyrri fyrirlögn)

Hér má nálgast skýrslu með niðurstöðum úr könnuninni - stytt útgáfa (fyrri fyrirlögn)

 

Framhaldskönnun var svo send út í lok árs 2020.

Hér má skoða gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum úr framhaldsskólum (seinni fyrirlögn, en sjá má niðurstöður úr báðum fyrirlögnum í þeim tilvikum þar sem sama spurningin var borin upp í bæði skiptin)

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á nám og líðan nema í Háskóla Íslands.

Spurningalisti var sendur á alla nemendur Háskóla Íslands.

Hér má nálgast niðurstöður könnunarinnar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir könnun á vormánuðum 2020 á því hvaða áhrif COVID-19 hafði haft á starf og vinnuaðstæður starfsfólks Háskóla Íslands.
Framhaldskönnun var svo send út í lok árs 2020.

Spurningalisti var sendur á allt starfsfólk.

Hér má nálgast gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum könnunarinnar (fyrri fyrirlögn)

Hér má sjá samantekt með helstu niðurstöðum könnunarinnar (fyrri fyrirlögn)

Hér má sjá skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar (fyrri fyrirlögn)

 

Í lok árs var svo sendur út annar spurningalisti til starfsfólks Háskóla Íslands þar sem aftur var spurt um áhrif COVID-19 á starf og vinnuaðstæður þeirra.

Hér má nálgast gagnvirkt vefforrit með niðurstöðum könnunarinnar (seinni fyrirlögn)

Hér má sjá skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar (seinni fyrirlögn)

Hér má sjá glærur með niðurstöðum úr seinni könnun og samanburð við niðurstöður úr fyrri könnun