Rannsóknarstofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti (RannMennt)
RannMennt er rannsóknarstofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti.
Lögð er áhersla á að skoða áhrif samtvinnunar ólíkra þátta, svo sem stéttar, kyngervis, kynhneigðar, uppruna og fötlunar á valdatengsl og félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.
RannMennt er rannsóknarstofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti.
Meginmarkmið rannsóknarstofunnar er að skapa vettvang fyrir hóp fræðimanna sem stundar gagnrýnar rannsóknir (e. critical education research) á sviðum er varða:
- menntastefnufræði
- félagsfræði menntunar
- samspil fjölmenningarfræða
- kynjafræða
- hinseginfræða
- fötlunarfræða
í tengslum við félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun
Lögð er áhersla á að skoða áhrif samtvinnunar ólíkra þátta, svo sem stéttar, kyngervis, kynhneigðar, uppruna og fötlunar á valdatengsl og félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.
Markmið stofunnar er að efla nýtt fræðasvið í menntarannsóknum á Íslandi á breiðum grunni; miðla þekkingu, taka þátt í umræðu, valdefla fagfólk og hagsmunaaðila á vettvangi menntunar, og skapa verðandi fræðimönnum, meðal annars meistara- og doktorsnemum, vettvang fyrir þátttöku í gagnrýnum menntarannsóknum.
Megináherslur í rannsóknum eru:
- Að greina menntastefnur í alþjóðlegu samhengi,
áhrif markaðs- og alþjóðavæðingar og inngildandi menntunar (inclusive education) á stefnumótun, uppeldi og skólastarf. Stofan er vettvangur fyrir og tekur þátt í umræðu sem varða þessi viðfangsefni. - Að rýna í samspil fjölmenningarfræða, kynjafræða,
hinseginfræða og fötlunarfræða í tengslum við félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.
Lögð er áhersla á að skoða áhrif samtvinnunnar ólíkra þátta, svo sem
- stéttar, kyngervis, kynhneigðar, uppruna, aldurs og fötlunar á valdatengsl og félagslegt réttlæti í uppeldi og menntun.
Formaður
- Berglind Rós Magnúsdóttir, formaður stjórnar RannMennt, brm@hi.is
Stjórn
- Gunnlaugur Magnússon - dósent við Uppsala Háskóla
- Ólafur Páll Jónsson - prófessor
- Eva Harðardóttir - aðjúnkt
- Brynja Elísabet Halldórsdóttir - dósent
- Jón Ingvar Kjaran - prófessor
- Hermína Gunnþórsdóttir - prófessor við Háskólann á Akureyri
- Gerður G Óskarsdóttir prófessor - Emeritus
Virkni, val og skyldur foreldra á íslenskum menntavettvangi; Samspil kyns, uppruna og félagsstöðu
- Styrkt af Jafnréttissjóði Íslands, RANNÍS og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands
IPIC A comparative research project examining the irregular processes of inclusion and citizenship as experienced by migrant youth in Iceland, Norway and the UK.
- Stjórnendur: Berglind Rós Magnúsdóttir og Ólafur Páll Jónsson
- Nýdoktor verkefnis: Eva Harðardóttir
Mixed classes And Pedagogical Solutions (MAPS): Inclusive education in diverse environments of Finland, Iceland and the Netherlands.
- Stjórnandi MAPS-rannsóknarinnar er Dr Sonja Kosunen, dósent við Helsinki Háskóla og stjórnandi íslenska teymisins er Dr Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.
Framhaldsskólaval á Íslandi
- Styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, unnið í samvinnu við Sonju Kosunen við Helsinki Háskóla
- Stjórnandi: Berglind Rós Magsnúsdóttir
DYNO (Dynamics in Basic Education Politics in Nordic Countries)
- Stjórnandi: Janne Varjo
Fagmennska og faglegt sjálfstæði kennara
- Styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands
- Stjórnandi: Berglind Rós Magnúsdóttir
- Samnorrænt verkefni styrkt af norska RANNÍS
- Stjórnandi verkefnis: Kirsten Sivesind
- Stjórnandi verkefnis á Íslandi: Berglind Rós Magnúsdóttir og Jón Torfi Jónasson