""

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun (RAUN) byggir á starfi rannsóknarhóps um náttúrufræðimennun. Hún var stofnuð 18. maí 2012.

Stofan beitir sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum á sviði náttúrufræðimenntunar og annars skipulags náms og kennslu.

Meðal sértækra viðfangsefna má telja:

  • kennsluaðferðir
  • skólaþróun
  • námskrár
  • námsefni
  • námsgögn
  • skipulag náms og kennslu
  • námsmat

Markmið RAUN og hópsins er að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarverkefnum á sviði náttúrufræðimenntunar. 

Helstu viðfangsefni rannsóknastofunnar

  • Kennslufræði náttúrugreina á öllum stigum skólakerfisins
  • Saga náttúrufræðimenntunar á Íslandi
  • Að standa fyrir ráðstefnum og fundum til að miðla þeirri þekkingu sem aflað er
  • Að skapa vettvang fyrir meistara-­ og doktorsnema til að taka þátt í rannsóknum
  • Að taka að sér rannsóknaverkefni sem til stofunnar er beint

Ráðstefnuhald

Rannsóknarstofan stendur fyrir ráðstefnu um náttúrufræðimenntun annað hvert ár í samstarfi við ýmsa aðila sjá: https://malthing.natturutorg.is/ 

Samstarf

  • Norsed - norrænt rannsóknarnet um náttúrufræðimenntun
  • Náttúrutorg um ýmis verkefni
  • Verkefnastjóra NaNO um símenntunarnámskeið, fundi, málþing ofl.
  • Félag leikskólakennara um málþing um náttúrufræðimenntun
  • Samlíf, samtök líffræðikennarar um fundi og málþing

Formaður

Haukur Arason HÍ - formaður

Stjórn

Kristín Norðdahl HÍ

Sean Scully HA

Svava Pétursdóttir HÍ

 

*uppfært des 2023

Fyrri rannsóknarverkefni

  • Sameiginleg trú kennara á eigin getu, verkefni styrkt af RANNÍS. Rannsakendur Allyson Macdonald, Auður Pálsdóttir, Svanborg Jónsdóttir, Svava Pétursdóttir, Almar Halldórsson og Ragnar F. Ólafsson. 
  • Staða náttúrufræðimenntunar í grunnskólum landsins. Rannsakendur: Svava Pétursdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir og Allyson Macdonald.
  • Hlutverk útiumhverfis í námi barna: doktorsverkefni Kristínar Norðdahl.
  • Natgrep. Samnorrænt þróunarverkefni um hugtaka nám leikskólabarna í náttúrufræði: Kristín Norðdahl
  • POET – Pedagogies of Educational Transitions. Alþjóðlegt samstarf um rannsóknir á flutningi barna milli skólastiga og samfellu í námskrám: Kristín Norðdahl.
  • Leikum, lærum lifum. Samstarfsrannsókn háskólakennara og leikskólakennara um þróun starfs í tengslum við námsviðið sjálfbærni og vísindi í leikskólastarfi: Kristín Norðdahl.

 

Doktorsverkefni

 

Skýrslur og skrif

  • Geta til sjálfbærni - Menntun til ábyrgðar. (2007-2010). Birna Hugrún Bjarnadóttir, Helen Símonardóttir, Rúna Björg Garðasdóttir (2007) Staða náttúrufræðikennslu í grunnskólum Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ
  • Vilji og veruleiki. /2005-2007)  Bæklingur, Menntamálaráðuneytið (2005) Menntun kennara í stærðræði- og náttúrufræðigreinum í grunn- og framhaldsskólum 2003-2004, Samantekt úr upplýsingaöflun menntamálaráðuneytisins . Rit 21
Share