Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs

Text

Hlutverk stofunnar er að vera vettvangur rannsókna, einkum í grunnskólum og framhaldsskólum, miðla þekkingu um rannsóknir og styðja við rannsóknir með ráðgjöf og þjónustu.

Markmið stofunnar er að skapa þekingu og yfirsýn yfir þróun skólastarfs, þ.m.t. þróun starfshátta í skólum og ákveðinna námssviða eða námsgreina.

Image
Image
""

Stofan veitir ráðgjöf til einstakra fræðimanna, hópa fræðimanna, annarra stofa og nemenda um framkvæmd rannsókna.

Ráðgjöfin hefur m.a. verið um undirbúning og heildarskipulag stórra rannsókna, skipulag meistara- og doktorsverkefna, rannsóknaráætlanir, gagnaöflun, úrvinnslu gagna og umsóknir í rannsóknasjóði.

Stofan hefur einnig veitt þjónustu við úrvinnslu gagna, s.s. afritun viðtala og úrvinnslu tölfræðilegra niðurstaðna.

Markmið hennar er að skapa þekingu og yfirsýn yfir þróun skólastarfs, þ.m.t. þroun starfshátta í skólum og ákveðinna námssviða eða námsgreina.
 

Hlutverk Rannsóknarstofunnar

  • Vera vettvangur rannsókna, einkum í grunnskólum og framhaldsskólum
  • Miðla þekkingu um rannsóknir
  • Styðja við rannsóknir með ráðgjöf og þjónustu 

 

Samstarf

  • Stofan er í samstarfi við aðrar rannsóknarstofur á Menntavísindasviði og fleir aðila, m.a. um rannsóknir og ráðstefnuhald.
  • Samstarf um ráðgjafarráð
    • Stefnt er að sameiginlegu ráðgjafarráði stofunnar með Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi
  • Samstarf um rannsóknir
    • Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun (RannUm) kemur að rannsókninni á Starfsháttum í grunnskólum
    • Rannsóknin Sameining skóla - upplifun skólastjóra er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi og Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs

Forstöðumaður

  • Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, gudrunr@hi.is

 

Stjórn 

  • Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands

  • Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ

  • Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra nýsköpunarmiðju menntamála, skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar

  • Guðrún Ragnarsdóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ

  • Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ

  • Steinn Jóhannsson , rektor Menntaskólans í Hamrahlíð

  • Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga 

  • Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands 

Matstæki um þróun skólastarfs

  • Þróað af starfshópi á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Rannsóknastofu um þróun skólastarfs og kom út 2018
  • Matstækið er mótað í anda hugmynda um einstaklingsmiðað nám, lýðræðislegt og nemendamiðað skólastarf og lærdómssamfélag. Það byggir á fyrri útgáfu (2004), niðurstöðum úr rannsókninni Starfshættir í grunnskólum og ytra mati í grunnskólum Reykjavíkur. Það hefur einnig skírskotun í menntastefnu Reykjavíkurborgar

 

Birtingar á vegum Skil skólastiga

  • Ritrýnd bók
  • Gerður G. Óskarsdóttir. (2012). Skil skólastiga. Frá leikskóla til grunnskóla og frá grunnskóla til framhaldsskóla. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

 

Birtingar á vegum Starfshátta í grunnskólum

  • Ritrýnd bók
  • Gerður G. Óskarsdóttir, ritstj. (2014). Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar, Reykjavik: Háskólaútgáfan. [21 höfundur]

 

Birtingar á vegum list- og verkgreina

  • Ritrýndar greinar
  • Kristín Á. Ólafsdóttir. (2011). „Indæl“ markmið en ógerningur að sinna þeim öllum: List- og verkgreinar – áætlað umfang og nýting námskráa við undirbúning kennslu. Ráðstefnurit Netlu - Menntakvika 2011

 

Birtingar á vegum starfshátta í framhaldsskólum

  • Skýrslur
  • Gerður G. Óskarsdóttir og rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum. (2016). Starfshættir í framhaldsskólum. Markmið og framkvæmd rannsóknar 2012-2018. Menntavísindasviði Háskóla Íslands 

Rannsóknir

Starfshættir í grunnskólum

  • Rannsóknarverkefnið Starfshættir í grunnskólum var þverfaglegt rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknarsjóði (Rannís), Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri, Menntavísindasviði HÍ, Nýsköpunarsjóði og Vinnumálastofnun.

Að rannsókninni stóð hópur samstarfsaðila, alls um 50 manns.

Þeir voru 20 fræðimenn af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. Auk þeirra voru í hópnum starfsmenn frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Skóladeild Akureyrarbæjar, Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, sérfræðingar frá Arkitektastofunni Arkís og hugbúnaðarfyrirtækinu Mentor, ásamt 15 meistara- og doktorsnemum.

Í verkefnisstjórn sátu sjö manns, þau Anna Kristín Sigurðardóttir, formaður, Börkur Hansen, Ingvar Sigurgeirsson, Kristín Jónsdóttir og Rúnar Sigþórsson. Verkefnisstjóri var Gerður G. Óskarsdóttir

 

Starfshættir í list- og verkgreinum

  • Greinarnar eru samkvæmt aðalnámskrá: Dans, heimilisfræði, hönnun og smíði, íþróttir (líkams- og heilsurækt), leikræn tjáning, myndmennt, textílmennt og tónmennt

 

Skil skólastiga

  • Rannsókn á skilum skólastiga beggja vegna grunnskólans lauk með útkomu ritrýndrar bókar Skil skólastiga - Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla eftir Gerði G. Óskarsdóttur, útg. Háskólaútgáfan og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar

 

Starfshættir í framhaldsskólum

  • Árið 2013 hófst á vegum Rannsóknastofu um þróun skólastarfs umfangsmikil rannsókn á starfsháttum í framhaldsskólum
  • Að rannsóknarverkefninu stendur hópur fræðimanna úr mismunandi greinum menntavísinda af Menntavísinda- og Félagsvísindasviðum Háskóla Íslands

 

SNÍGL - auka orðaforða í gegnum leiklist

  • SNÍGL er skammstöfun fyrir Skapandi Nám Í Gegnum Leiklist. Markmiðið með rannsókninni er að skoða leiklist sem kennsluaðferð og athuga hvort að kennsluaðferðin hafi áhrif á nám barna. Í leiðinni er kennsluaðferðin kynnt í þeim skólum sem taka þátt í rannsókninni
  • Rannsakendur: Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir

 

Sameining skóla - upplifun skólastjóra

  • Rannsóknin er samstarfsverkefni tveggja rannsóknarstofa, Rannsóknarstofu um menntastjórnun, nýsköpun og matsfræði og Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs
  • Rannsakendur: Anna Kristín Sigurðardóttir og Arna H. Jónsdóttir

 

Tvískipt starfsmenntakerfi á framhaldsskólastigi

  • Nám í skóla og á vinnustað: Kennsla og þjálfun í tvískiptu kerfi starfsmenntunar á framhaldsskólastigi
  • Rannsóknarhópur: Elsa Eiríksdóttir og Jón Torfi Jónasson, Helen Gray (doktorsnemi) og Hildur Guðmundsdóttir (meistaranemi)

 

JustEd - Justice Through Education in the Nordic Countries

  • Réttlæti í menntun á Norðurlöndum – norrænt öndvegissetur í menntarannsóknum (JustEd)
  • Þátttakendur: Rannsóknarhópur um starfshætti í framhaldsskólum

 

Mótun nýs framhaldsskóla í dreifbýli

  • Rannsakandi Þuríður Jóhannsdóttir dósent við Mvs í samvinnu við Láru Stefánsdóttur skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga

 

Reglubreytingar á framhaldsskólavali

  • Meginmarkmið þessarar tilviksrannsóknar er að skoða breytingar sem gerðar voru á reglum um framhaldsskólaval á Íslandi 2010–2012 þar sem sjónarhornið er afmarkað við framhaldsskólann sem varð fyrir mestum áhrifum af þessum breytingum
  • Ábyrgð: Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir

 

Skipt um skóla

  • Nemendur sem skipta um framhaldsskóla og reynsla þeirra í nýja skólanum
  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Glenda McGregor, Martin Mills, Professor, Valgerður S. Bjarnadóttir

 

Skóli sem lærdómssamfélag

  • Þriggja ára þróunarverkefni í grunnskólum, byggt á hugmyndum um skólann sem lærdómssamfélag
  • Tengiliður: Anna Kristín Sigurðardóttir

 

Viðhorf nemenda á unglingastigi til lýðræðis í skólastarfi

  • Hugmyndir nemenda á unglingstigi um lýðræði og viðhorf þeirra til lýðræðis í skólastarfi
  • Rannsakandi: Lilju M. Jónsdóttur lektor, Kennaradeild Mvs HÍ

Rannsóknarverkefnið Starfshættir í grunnskólum var þverfaglegt rannsóknarverkefni styrkt af Rannsóknarsjóði (Rannís), Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri, Menntavísindasviði HÍ, Nýsköpunarsjóði og Vinnumálastofnun.

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að veita yfirsýn yfir núverandi starfshætti í íslenskum grunnskólum. 

Að rannsókninni stóð hópur samstarfsaðila, alls um 50 manns. Þeir voru 20 fræðimenn af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. Auk þeirra voru í hópnum starfsmenn frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Skóladeild Akureyrarbæjar, Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, sérfræðingar frá Arkitektastofunni Arkís og hugbúnaðarfyrirtækinu Mentor, ásamt 15 meistara- og doktorsnemum. Í verkefnisstjórn sátu sjö manns, þau Anna Kristín Sigurðardóttir, formaður, Börkur Hansen, Ingvar Sigurgeirsson, Kristín Jónsdóttir og Rúnar Sigþórsson. Verkefnisstjóri var Gerður G. Óskarsdóttir.

Líkan sem lagt var til grundvallar rannsókninni hvílir á sex stoðum sem skarast innbyrðis. Þær eru:

  • Skipulagsstoð (skipulag og stjórnun skólastarfs),
  • Námsumhverfisstoð (námsumhverfi innan skólastofunnar og í skólanum almennt),
  • Viðhorfastoð (viðhorf nemenda, kennara, stjórnenda og foreldra),
  • Kennarastoð (hlutverk kennara og kennsluhættir),
  • Nemendastoð (viðfangsefni og nám nemenda),
  • Foreldra- og samfélagsstoð (þátttaka foreldra í skólastarfi og tengsl skóla við grenndarsamfélagið).

Fyrirliggjandi gögn: Gagna var aflað í 20 grunnskólum í fjórum sveitarfélögum með vettvangsathugunum, einstaklings- og rýnihópaviðtölum, spurningakönnunum, starfendarannsókn og könnun fyrirliggjandi gagna. Í gagnasafninu eru yfir 500 vettvangslýsingar (um 460 klst.) og yfir 150 skrá viðtöl, auk niðurstaðna spurningakannana til yfir 800 starfsmanna (fjórir spurningalistar), rúmlega 2.000 nemenda og yfir 5.000 foreldra.

Niðurstöður mynda gagnasafn, varðveitt á Menntavísindastofnun, sem opið er öðrum fræðimönnum og háskólanemum til rannsókna á einstökum þáttum starfshátta grunnskóla, samanburðarrannsókna og langtímarannsókna á þróun starfshátta í grunnskólum (sjá hér ofar).

Ritrýnd bók um meginniðurstöður rannsóknarinnar kom út á vegum Háskólaútgáfunnar í desember 2014 - Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar. Hún hefur selst í hátt í 500 eintökumímarannsókna á þróun starfshátta í grunnskólum (sjá hér ofar).

Hópur kennara úr list- og verkgreinum á háskólastigi gekk til liðs við stofuna haustið 2009 í þeim tilgangi að skoða starfshætti í list- og verkgreinum í grunnskólum. Hópurinn vinnur með rannsóknarhópnum um starfshætti í grunnskólum.

Sárafáar rannsóknir eru til hér á landi um nám og kennslu í þessum greinum. Niðurstöður geta orðið mikilvægur grunnur að þróun þessara greina í grunnskólum og í kennaranámi.

Leitast er við að varpa ljósi á námsumhverfi í þessum greinum, nám nemenda, hlutverk kennara og skipulag. Einnig eru skoðuð viðhorf nemenda, kennara, foreldra og stjórnenda til náms í list– og verkgreinum.
 
Greinarnar eru samkvæmt aðalnámskrá: Dans, heimilisfræði, hönnun og smíði, íþróttir (líkams- og heilsurækt), leikræn tjáning, myndmennt, textílmennt og tónmennt.
 
Kafli um meginniðurstöður þessarar rannsóknar er í bók um niðurstöður rannsóknarinnar á starfsháttum í grunnskólum sem kom út hjá Háskólaútgáfunni í dember 2012 - Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar.
Aðstandendur rannsóknarinnar héldu erindi um niðurstöður í fyrirlestraröð um list- og verkgreinar á vegum stofunnar á vormisseri 2014.
 
Rannsókn list- og verkgreina tengist náið rannsókn Starfshátta í grunnskólum.

Skil skólastiga - Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla 

Rannsókn á skilum skólastiga beggja vegna grunnskólans lauk með útkomu ritrýndrar bókar Skil skólastiga - Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla eftir Gerði G. Óskarsdóttur, útg. Háskólaútgáfan og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Málþing var haldið í tilefni að útkomu bókarinnar í Norðlingaskóla þriðjudaginn 13. nóv. 2012.

 

Annað birt efni úr rannsókninni

  • 2014. Lestur á skilum leik- og grunnskóla: Samfella - einstaklingsmiðun - námsefnisrek. Glæður 24(1), 63-74.
  • 2013. Samfella eða rof við skil skólastiga? Tímarit heimilis og skóla - landssamtaka foreldra. Ágúst, 30-31.

 

Ritdómur

  • Hafsteinn Karlsson. (2013). Skil skólastiga. Uppeldi og menntun, 22(1), 119-121.

 

FRAMHALDSRANNSÓKN 2015: Nýting niðurstaðna (spurningakannanir og viðtöl)

Í bókinni Skil skólastiga greinir höfundur frá umfangsmikilli rannsókn á samfellu í námi við tvenn skil skólastiga, þ.e. frá leikskóla til grunnskóla og frá grunnskóla til framhaldsskóla. Færð eru rök fyrir því að starfshættir séu með mjög líku sniði í skólum á sama skólastigi, samfella sé mikil á mörgum sviðum en einnig verði rof og því sé breytinga og jafnvel mikilla umbóta þörf á vissum sviðum. T

engsl skólastiga, sveigjanleiki á skilum þeirra og samfella í námi hefur talsvert verið til umræðu hér á landi en mjög hefur skort á upplýsingar um efnið. Úr því er bætt með þessari bók.

Höfundur dregur upp ítarlega mynd af starfi á síðasta ári í leikskóla og 1. bekk grunnskóla annars vegar og 10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Varpað er ljósi á mun á umgjörð starfsins og starfsháttum, tengslin við næsta skólastig og samfellu eða rof í þessum efnum. Lýsingarnar byggjast á vettvangsathugunum í 30 skólum (um 200 klst.), spurningakönnunum og yfir 50 viðtölum við nemendur og kennara.

Niðurstöður benda til þess að starfshættir í námi og kennslu séu með mjög líku sniði í skólum á sama skólastigi og margt var líkt með báðum skilunum.

Samfella var mikil í mörgum þáttum er varða ytri og innri umgjörð starfsins og starfshættina en samstarf og upplýsingamiðlun virðist lítil milli skólastiga og vitneskja kennara um starfið á stiginu á undan eða eftir oft af skornum skammti og jafnvel örlaði á fordómum.

Rof og það sem höfundur nefnir afturhverft rof kom fram í því að nemendur voru í sumum tilfellum að fást við sama efni og áður á nýju skólastigi, s.s. kynning á bókstöfum og endurtekning í námsgreinum fyrir suma nemendur, og einnig virtist draga úr áhrifum þeirra á framgang námsins eða viðfangsefni sín þegar kom á nýtt skólastig (samkvæmt mati á þriggja stiga kvarða). M.a. á þessum sviðum er breytinga þörf að mati höfundar og jafnvel mikilla umbóta. Tillögur í þá veru má finna í lokakafla bókarinnar ásamt hugmyndum að frekari rannsóknum.

Tillögurnar lúta bæði að breytingum á ytri umgjörð, s.s. skólaskyldu, lengd heildarnáms og gjaldtöku, og á daglegu starfi innan skólastofunnar, og þá einkum virkni nemenda og sjálfræði. Möguleikar nemenda á unglingastigi grunnskóla á að taka framahaldsskólaáfanga skapar mikinn sveigjanleika á skilum grunn- og framhaldsskóla en það er undir hælinn lagt hvort þetta nám er metið þegar í framhaldsskóla er komið – sem er afgerandi rof.

Skil skólastiga er hugsuð sem veganesti fyrir kennara, stjórnendur og þá sem móta stefnuna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hún er jafnframt samin með fræðimenn á sviði menntamála og kennaranema í huga.

Gerður G. Óskarsdóttir hefur verið kennari á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, skólastjóri, skólameistari, kennslustjóri í kennaranámi framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands, ráðunautur menntamálaráðherra og yfirmaður leik- og grunnskóla hjá Reykjavíkurborg.

Hún er nú forstöðumaður Rannsóknastofu um þróun skólastarfs á Menntavísindasviði HÍ. Gerður lauk doktorsprófi í menntunarfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1994 og hefur stundað fræðistörf og rannsóknir um árabil.

Höfundur hefur haldið fjölda fyrirlestra um niðurstöður rannsóknarinnar.

Starfshættir í framhaldsskólum
Árið 2013 hófst á vegum Rannsóknastofu um þróun skólastarfs umfangsmikil rannsókn á starfsháttum í framhaldsskólum.

 

Markmið

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á starfshætti í framhaldsskólum og þann bakgrunn og öfl sem mótar þá – með áherslu á skipulag skóla og skólastarfs, viðhorf nemenda, kennara og stjórnenda til skólastarfsins, námsumhverfi, nám og kennslu og skuldbindingu nemenda.

Við undirbúning rannsóknarinnar var mótuð skipulagsumgjörð sem saman stendur af fimm stoðum sem skarast innbyrðis. Þær eru:

  • Skipulag og þróun framhaldsskóla og menntakerfis
  • Viðhorf til náms og kennslu
  • Námsumhverfi í kennslurýmum
  • Nám og kennsla: kennsluhættir og námsaðferðir
  • Skuldbinding nemenda: námsferill gegnum framhaldsskóla, skuldbinding til námsins og frumkvæði nemenda

 

Framkvæmd

Gagnaöflun lauk í árslok 2014. Gagna var aflað með vettvangsathugunum í níu framhaldsskólum, einstaklings- og hópaviðtölum og með því að kanna skrifleg gögn frá skólum og öðrum opinberum aðilum. Fyrir liggja um 130 vettvangslýsingar, alls um 175 klst. og yfir 60 skrá viðtöl við stjórnendur, kennara og nemendur.

Greining á niðurstöðum úr spurningakönnunum til nemenda og kennara í framhaldsskólum landsins á vegum rannsóknar á skilvirkni framhaldsskóla er hluti af rannsókninni.

Niðurstöður mynda gagnasafn sem verður að einhverju leyti aðgengilegt öðrum fræðimönnum að rannsókninni lokinni og getur orðið grunnur að langtímarannsóknum á þróun starfshátta í framhaldsskólum. Rannsóknarhópurinn vill stuðla að því að niðurstöður verði nýttar við skipulag þróunarstarfs í framhaldsskólum og þróun skólakerfisins í heild.

 

Þátttakendur

Að rannsóknarverkefninu stendur hópur fræðimanna úr mismunandi greinum menntavísinda af Menntavísinda- og Félagsvísindasviðum Háskóla Íslands.

Stjórn verkefnisins skipa þau Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor, formaður stjórnar, Gerður G. Óskarsdóttir, verkefnisstjóri, Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor, Jón Torfi Jónasson, prófessor, og Kristjana Stella Blöndal, lektor. Aðrir rannsakendur eru Elsa Eiríksdóttir, lektor, Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor, Hafdís Ingvarsdóttir, prófessor og Jón Ingvar Kjaran, nýdoktor.

Hópur meistara- og doktorsnema tekur einnig þátt í rannsókninni sem hluta af meistara- eða doktorsverkefni sínu. Þau eru doktorsnemarnir Bjarni Benedikt Björnsson, Guðrún Ragnarsdóttir, Helen Gray, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir og meistaranemarnir Ásta Henriksen og Sigrún Harpa Magnúsdóttir. Nemar sem hafa tekið þátt og þegar öðlast meistaragráðu eru Árný Helga Reynisdóttur og Inga Berg Gísladóttir.

Rannsóknin er gerð í samvinnu við starfandi kennara og stjórnendur í níu þátttökuskólum.

 

Fjölþjóðlegt samstarf

Verkefnið er unnið í samstarfi við Norrænt öndvegissetur í menntarannsóknum: Justice through education in the Nordic countries (Menntun til réttlætis á Norðurlöndunum) sem starfar til 2018 með fjárstyrk frá norrænu ráðherranefndinni. Það er staðsett við Helsinkiháskóla og að því starfa rannsakendur frá Norðurlöndunum fimm og fleiri löndum. Meginmarkmiðið er að kanna stöðu réttlætis og hugmynda um það á Norðurlöndum á dögum hnattvæðingar 21. aldar.

SNÍGL. Skapandi Nám Í Gegnum Leiklist - auka orðaforða í gegnum leiklist

Rannsakendur

  • Ása Helga Ragnarsdóttir
  • Rannveig Björk Þorkelsdóttir

Markmiðið með rannsókninni er að skoða leiklist sem kennsluaðferð og athuga hvort að kennsluaðferðin hafi áhrif á nám barna. Í leiðinni er kennsluaðferðin kynnt í þeim skólum sem taka þátt í rannsókninni.
 
 

Markmið

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort aðferðir leiklistar væru hentugar til að auka orðaforða nemenda á yngsta stigi grunnskóla og var það jafnframt rannsóknarspurning verkefnisins. Rannsóknin þróaðist út frá annarri rannsókn rannsakenda sem ber heitið; Skapandi nám í gegnum leiklist og er hægt að lesa niðurstöður þeirrar rannsóknar í ritrýndri grein í Netlu 2010. Markmið þeirrar rannsóknar var að skoða leiklist sem kennsluaðferð og athuga hvort kennsluaðferðin hefði áhrif á nám barna.

Niðurstöður benda til þess að aðferðir leiklistar henti almennt vel í nám barna sem eiga við námsörðugleika að stríða. Kennsluaðferðir leiklistar virðast einnig gagnlegar fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál. Niðurstöðurnar vöktu áhuga rannsakenda á að kanna hvort aðferðir leiklistar gætu aukið orðaforða barna umfram aðrar kennsluaðferðir og því var farið af stað með ofangreinda rannsókn.
 
 

Framkvæmd

Rannsóknin, sem var samanburðarrannsókn, hófst haustið 2010 og henni lauk vorið 2011.

Vorið 2010 var auglýst eftir skólum til að taka þátt í rannsókninni: Að auka orðaforða nemenda í gegnum leiklist. Skilyrði fyrir þátttöku var að nemendur væru í öðrum bekk (7 ára) og að tveir kennarar úr sama árgangi, en sitt hvorum bekknum, tækju þátt. Annar bekkurinn notaði aðferðir leiklistar í kennslu en hinn ekki.

Unnið var með tvær sögur, Egils sögu og Iðunn og eplin. Átta bekkir tóku þátt, fjórir notuðu aðferðir leiklistar en fjórir ekki. Hverjum kennara sem ekki notaði leiklist var frjálst að nota hvaða kennsluaðferð sem var.

Við upphaf rannsóknar, haustið 2010, var haldið námskeið fyrir þá kennara sem sótt höfðu um að taka þátt í rannsókninni. Þar voru kennsluaðferðir leiklistar kynntar og kenndar. Einnig fengu þeir kennarar, sem ætluðu að nota kennsluaðferðir leiklistar, kennsluefni sem tengdist sögunum tveimur sem unnið var með.

Báðir samanburðarhóparnir lásu sömu bækurnar þennan vetur þ.e. Egils sögu og Iðunn og eplin. Þeir kennarar sem höfðu valið að kenna bækurnar með aðferðum leiklistar unnu með leikrænt ferli sem unnið var upp úr bókunum og var samið sérstaklega fyrir þetta verkefni. Í leikræna ferlinu var efni bókanna kennt með mörgum ólíkum aðferðum leiklistar.

Þeir kennarar sem völdu að nota ekki kennsluaðferðir leiklistar gátu valið þær kennsluaðferðir sem þeim hentaði. Flestir kusu að lesa sögurnar fyrir nemendur sína, en einn bekkur vann Iðunn og eplin með söguaðferðinni.

Rannsakendur sömdu spurningalista úr efni bókanna. Sömu spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur að hausti og að vori. Að auki var lagður orðskýringahluti úr Aston Intex prófi fyrir alla nemendur, bæði að hausti og vori.

Með samanburði á niðurstöðum spurningalistanna og orðskýringahluta Aston Intex prófs var kannað hvort aðferðir leiklistar væru hentugar til að auka orðaforða eður ei.
 
Niðurstöður rannsóknar liggja nú fyrir og  rannsakendur hafa skrifað skýrslu og grein um verkefnið ásamt grein á ensku sem birtast í ráðstefnuriti Norrænu dramaráðstefnunnar Drama Boreale, 2013.