Rannsókna- og fræðslustofa um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna

Text

Um rannsóknastofuna

Rannsókna- og fræðslustofa um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna er samstarfsverkefni fræðimanna á Menntavísindasviði, Námsbraut um talmeinafræði og í sálfræðideild Háskóla Íslands.

Aðstandendur stofunnar hafa breiðan grunn í þroska- og menntarannsóknum sem spannar rannsóknir og vinnu með börnum m.a. á sviði málþroska, læsis, félags- og tilfinningaþroska, hegðunar- og námserfiðleika, klínískrar barnasálfræði, skólasálfræði og próffræði.

Stofan hefur það megin markmið að efla nám, þroska og líðan leik- og grunnskólabarna með rannsóknum, símenntun og miðlun rannsóknarniðurstaðna, og að stuðla að samvinnu og samtali  fræðasamfélagsins, skólakerfisins og almennings á því sviði.

Í ljósi þeirra markmiða er hlutverk stofunnar tvíþætt. Annars vegar að vera vettvangur hágæða rannsókna á málþroska, læsi og þeim hliðum félags- og tilfinningaþroska sem leggja grunninn að farsælli skólagöngu og hins vegar að sinna símenntun og miðlun þekkingar á ofangreindum sviðum til fagfólks og almennings.

Image
Image

 

Rannsóknarefni 

  • Þróun sjálfstjórnar barna á miðstigi grunnskóla og tengsl við farsælan þroska og námsgengi
  • Sjálfstjórn, ADHD og námsgengi
  • Langtímatengsl lesfimi og lesskilnings frá fyrsta upp í tíunda bekk
  • Íslenskur námsorðaforði: Ný íslensk málheild, sú fyrsta sem mótuð er gagngert fyrir læsiseflandi skólastarf, með útgefnum textum á 21.öld og þar á meðal námsefni Menntamálastofnunar.

          Orðtíðnilisti málheildarinnar MÍNO er hér, orðum málheildarinnar er þar raðað eftir tíðni:http://hdl.handle.net/20.500.12537/306

          Hér er tengill á LÍNO-2, orðum listans er raðað eftir tíðni: https://mml.reykjavik.is/2023/05/30/islenskur-namsordafordi/

           Fjallað er um mótun LÍNO-2 í þessari grein:https://netla.hi.is/greinar/2023/alm/09.pdf