Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)

Text

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun. 

Brýnt er að bæta og auka samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hvað varðar rannsóknir og þekkingarmiðlun.

 

 

 

Image
Image
"fólk vinnur tæknivinnu við borð"

Aðalmarkmið rannsóknarstofunnar er að auka og efla menntarannsóknir og þróunarstörf sem tengjast upplýsingatækni og miðlun.

Upplýsingatæknibyltingin hefur valdið gríðarlegum breytingum sem móta störf og lífsstíl fólks og hvergi sér fyrir endann á.

Áhrif á nám og skólastarf hafa einnig verið töluverð. Innlendar og erlendar rannsóknir benda til að tölvuvæðing grunnskóla sé langt komin hér á landi en nýting upplýsingatækninnar mun síður.

Mikil þróun hefur engu að síður átt sér stað í fjarnámi og -kennslu, ekki síst í kennaramenntun og á framhaldsskólastiginu.

Rannsaka þarf þróun í nýtingu upplýsingatækni á öllum skólastigum, kanna m.a. áhrif hennar á uppeldi og skólastarf, kennara og nemendur, hvernig efla má færni nemenda og kennara á sviðinu, skoða möguleika og tálma sem í tækninni felast og þau vandamál sem henni geta fylgt.

Brýnt er að bæta og auka samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hvað varðar rannsóknir og þekkingarmiðlun.

Einnig þarf að efla samstarf um nýsköpun, þróun og mat, t.d. á stafrænu námsefni og fræðsluefni fyrirtækja, stofnana og safna, afþreyingarefni eða leikjum, búnaði sem stuðlar að tæknilæsi á meðal barna og unglinga og margvíslegum hugbúnaði til skráningar, samskipta og miðlunar.

Stefnt er að öflugu samstarfi innlendra og erlendra aðila af mismunandi fræðasviðum.

 

Hafa samband

Rannsóknastofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM)

  • Sólveig Jakobsdóttir, ábyrgðarmaður, soljak@hi.is
  • Menntavísindasvið Háskóla Íslands
  • Bolholti 6, 5.hæð, 105 REYKJAVÍK
  • Símar: 525-5568, 663-7561

Stjórn RANNUM var upphaflega tilnefnd á fundi stofnaðila 11. febrúar 2009 en endurnýjuð 2012 (mars),  2015 (nóvember), 2018 (apríl) og 2021 (september)

Stjórn 2021-2023 

  • Dr. Sólveig Jakobsdóttir, soljak@hi.is (formaður)
  • Dr. Þuríður Jóhannsdóttir, prófessor
  • Salvör Gissurardóttir lektor
  • Svava Pétursdóttir, lektor
  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, aðjúnkt
  • Tryggvi B. Thayer, kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs HÍ

 

Stuðningsaðilar:

  • Heimili og skóli (Arnar Ævarsson/Sigurður Sigurðsson)
  • 3f - félag um UT og menntun (Elínborg Siggeirsdóttir/sólveig Friðriksdóttir)

Sjá frekari upplýsingar um útgefið efni á heimasíðu RANNUM 

Úgefið efni

Sólveig Jakobsdóttir, & Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2023). Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs: matsrannsókn. https://rannum.hi.is/rannsoknir/spjaldtolvur-i-kopavogi-matsrannsokn/

  • Sólveig Jakobsdóttir, Svava Pétursdóttir, & Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2023). Stafræn hæfni í grunnskólum Kópavogs: Niðurstöður úr sjálfsmati skólanna með SELFIE verkfærinu vorið 2021. https://rannum.hi.is/rannsoknir/spjaldtolvur-i-kopavogi-matsrannsokn/
  • Sólveig Jakobsdóttir, & Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2023). Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs: matsrannsókn – Könnun vor 2021 – viðhorf foreldra. https://rannum.hi.is/rannsoknir/spjaldtolvur-i-kopavogi-matsrannsokn/
  • Sólveig Jakobsdóttir, & Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2023). Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs: matsrannsókn – Könnun vor 2021 – viðhorf kennara. https://rannum.hi.is/rannsoknir/spjaldtolvur-i-kopavogi-matsrannsokn/
  • Sólveig Jakobsdóttir, & Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2023). Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs: matsrannsókn – Könnun vor 2021 – viðhorf nemenda. https://rannum.hi.is/rannsoknir/spjaldtolvur-i-kopavogi-matsrannsokn/

Sólveig Jakobsdóttir. (2017). Stafræn borgaravitund: Þróun á opnum netnámskeiðum fyrir þá sem standa að uppeldi og menntun ungmenna: Greinargerð um tilurð námskeiðanna Netið mitt og Netið okkar Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. https://rannum.hi.is

 

Úgefið efni 2015 og eldra

Spjaldtölvur í Norðlingaskóla – þróunarverkefni: Lokaskýrsla. Sólveig Jakobsdóttir og Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. (2015). Reykjavík: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. Lokaskýrsla um spjaldtölvur í Norðlingaskóla.

LearnPad spjaldtölvur í Álftanesskóla. Þróunarverkefni 2012-2014. Reykjavík: Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2014).Háskóli Íslands, Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. 

Spjaldtölvur í Norðlingaskóla – þróunarverkefni 2012-2013:  Sólveig Jakobsdóttir, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir og Ragnheiður Líney Pálsdóttir. (2012). Áfangaskýrsla. Reykjavík: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun. 

Samkennsla stað- og fjarnema í grunnnámi í Kennaradeild við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2010–2011. Þuríður Jóhannasdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2012).  Reykjavík: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM). 

Dreifmenntarverkefnið SnæVest 2008-2011: Efling grunnskóla á landsbyggðinni með dreifmenntun – úttekt. Reykjavík: Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2011). Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM). 

Úttekt á fjarkennslu í framhaldsskólum. Reykjavík: Sólveig Jakobsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. (2010). RANNUM og SRR Háskóla Íslands. Birt á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis: 

Rannsóknarnetið MakEY – „Makerspaces in the early years“

RANNUM / Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun, tekur nú þátt í rannsóknarnetinu MakEY (Makerspaces in the early years) sem styrkt er úr H2020 – RISE áætluninni. Verkefnið hófst í janúar 2017 og verður á dagskrá til 30.06.2019. MakEY verkefnið heldur úti vefsíðu á ensku og einnig má fylgjast með framvindu þess á Twitter.

Íslenskir þátttakendur koma frá Háskóla Íslands / Menntavísindasviði, Háskólanum á Akureyri, Fab Lab Ísland og Uppfinningaskólanum.

 

Megninmarkmið verkefnisins eru

  • Að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði stafræns læsis og sköpunarmætti barna í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni og (hag)vöxt í Evrópu
  • Að auka rannsóknarfærni þátttakenda verkefnisins og þekkingu á sköpun, til að bæta hæfni þeirra og möguleika til starfsþróunar
  • Þróa tengslanet rannsakenda, starfsfólks í skapandi greinum og menntafólks sem geta unnið saman að því að þróa menntaefni og verkfæri til að efla stafrænt læsi barna og færni í hönnun
  • Geta veitt ráðgjöf varðandi rannsóknir, stefnumótun og þjálfun (í iðnaði og menntun) um hvernig nýsköpunarsmiðjur fyrir 3-8 ára börn geti þróast í bæði formlegu og óformlegu námsumhverfi á þann veg að börnin geti þroskað með sér þá færni og þekkingu sem stafræna öldin krefst.
  • Þá er einnig stefnt að því að ýta undir nýsköpun og efla frumkvöðlastarfsemi þeirra sem reka nýsköpunarsmiðjur, auðvelda smáfyrirtækjum á þessum vettvangi að þróa aðferðir í rekstri og að koma sér upp viðeigandi björgum til að bjóða fram viðfangsefni fyrir börn, í samstarfi við bæði óformlegar og formlegar stofnanir eða félög í samfélaginu.

 

Fjögur lykilmarkmið

  1. Að setja fram yfirgripsmikið yfirlit um hlutverk nýsköpunarsmiðja í formlegri og óformlegri menntunarreynslu barna og ungmenna
  2. Að framkvæma vísindalegar rannsóknir til að skera úr um hvernig vísindasmiðjur geti eflt stafrænt læsi, skapandi færni og þekkingasköpun meðal ungra barna
  3. Að þróa hugtök og viðmið til að skilgreina þátttöku ungra barna í skapandi vísinda- og tæknismiðjum
  4. Að veita ráðgjöf og ráðleggingar um stefnumótun og starfsemi sem hlúir að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í smáfyrirtækjum og nýsköpunarsmiðjum og auðveldar notkun nýsköpunarsmiðja til að þroska stafrænt læsi í leikskólum og óformlegu námsumhverfi, svo sem í bókasöfnum og öðrum söfnum eða menningarstofnunum

 

Ef óskað er nánari upplýsinga má hafa samband við: