Rannsóknarstofa um stærðfræðimenntun

Text

Stofan sinnir rannsóknum á fræðasviðinu stærðfræðimenntun, er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu, stuðlar að tengslum og samstarfi við önnur fræðasvið og erlenda aðila.

Stofan leitast við að veita ráðgjöf, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu.

Image
Image
""

Rannsóknastofa um stærðfræðimenntun var stofnuð 24. júní 2008.

Stofan myndar umgjörð um rannsóknir á fræðasviðinu stærðfræðimenntun.

Um þessar mundir fjalla rannsóknir aðstandenda stofunnar aðallega um stærðfræðikennslu og -nám, unnar m.a. með myndbandsupptökum og viðtölum, og rannsókn á notkun tölvuforrita í kennslu.

Ennfremur eru stundaðar sagnfræðirannsóknir, þar á meðal á sögu íslenskra kennslubóka í reikningi. Annar þáttur verkefna stofunnar eru samskipti við aðra aðila sem fást við stærðfræðimenntun, innlenda og erlenda.

Rannsóknastofan sinnir rannsóknum á fræðasviðinu stærðfræðimenntun, er samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu, stuðlar að tengslum við önnur fræðasvið og á samstarf við innlenda og erlenda aðila um rannsóknir og önnur samskipti, meðal annars þjálfun stúdenta í rannsóknartengdu námi.

Stofan leitast við að miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu, með útgáfu skýrslna, handbóka og fræðigreina og -rita ásamt með ráðstefnu- og fyrirlestrahaldi. Hún veitir ráðgjöf á sviðinu eftir því sem aðstæður leyfa og eftir verður leitað.

 

Samstarf
Freyja Hreinsdóttir stýrir Nordic and Baltic Geogebra Network . Markmið samstafsnetsins er að deila efni og reynslu varðandi notkun upplýsingatækni í stærðfræðikennslu með áherslu  á Geogebra. 

Guðbjörg Pálsdóttir, Guðný Helga Gunnarsdóttir og Kristín Bjarnadóttir taka þátt í Network for research on mathematics textbooks in the Nordic countries, samstarfi fræðimanna frá fjórum Norðurlöndum undir stjórn Barbro Grevholm prófessors í Kristiansand. 

Formaður

 

Meðstjórnendur

  • Freyja Hreinsdóttir
  • Kristín Bjarnadóttir

 

Fagráð

  • Friðrik Diego lektor, formaður
  • Freyja Hreinsdóttir dósent
  • Guðbjörg Pálsdóttir lektor
  • Guðný Helga Gunnarsdóttir lektor
  • Jónína Vala Kristinsdóttir lektor
  • Kristín Bjarnadóttir prófessor
  • Kristín Halla Jónsdóttir dósent

Vegleiðsla til talnalistarinnar

Kristín Bjarnadóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Bókin geymir þrettán greinar, flestar um íslenskar kennslubækur í reikningi. Greinarnar voru ritaðar á árabilinu 2004–2013.

Fyrsta heildstæða íslenska reikningsbókin var gefin út 1780 en frá um 1870 tók hver reiknings­bókin við af annarri, hægt í fyrstu en með vaxandi þunga í upphafi tuttugustu aldar.

Öldur alþjóð­legrar hreyfingar um „nýja stærðfræði“ bárust uppúr 1960. Í hönd fóru væntingar um betri kennslu og meiri skilning. Margir hrifust með og meira námsefni var samið en nokkru sinni fyrr.

Árangurinn varð ekki sá sem vænst var. Voru kenningarnar gallaðar, kennarar, foreldrar og almenningur of íhaldssöm eða var kynningin ekki heppileg? Ástæður þess eru ræddar en einnig jákvæðar afleiðingar þróunarstarfsins.

Rannsóknir

  • Freyja Hreinsdóttir vinnur m.a. að rannsóknum á notkun GeoGebra í kennslu
  • Guðbjörg Pálsdóttir vinnur m.a. að rannsóknum á kennaramenntun, rannsóknum á notkun kennara á kennsluleiðbeiningum og og að rannsóknum á stærðfræðinámi ungra barna
  • Guðný Helga Gunnarsdóttir vinnur m.a. að rannsóknum á kennaramenntun og notkun kennara á kennsluleiðbeiningum
  • Jónína Vala Kristinsdóttir vinnur m.a. að rannsóknum á kennaramenntun og samvinnurannsóknum með kennurum á faglegri þróun þeirra í stærðfræðikennslu
  • Kristín Bjarnadóttir vinnur að rannsóknum á sögu stærðfræðimenntunar á Íslandi