
Stofnskrá Rannsóknarstofu í textíl - textíll, menntun, listir hönnun, handverk, iðnaður og nýsköpun
Rannsóknarstofa í textíl heyrir undir Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Samþykki fyrir stofnun stofunnar lá fyrir haustið 2019 og var stofnfundur haldinn 30. janúar árið 2020. Í stjórn stofunnar er kennari í textíl og hönnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem jafnframt er formaður stjórnar. Aðrir í stjórn eru kennarar frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands og fulltrúar frá Félagi textílkennara í grunnskólum og Félagi fata- og textílkennara í framhaldsskólum. Hlutverk Rannsóknarstofu í textíl er miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna og vera vettvangur umræðna á sviðinu með það að meginmarkmiði að efla tengsl og samvinnu milli grunn-, framhalds- og háskólaskólastigsins. Árið 2024 voru um fimmtíu skráðir aðilar að stofunni.